Laxeldi í opnum og lokuðum kerfum Gísli Sigurðsson skrifar 29. október 2018 14:56 Laxeldi er ýmist stundað í opnum og hálflokuðum sjókvíum, eða í tönkum í sjó og á landi. Talað er um opin eða lokuð kerfi eftir því hvort hægt er að stjórna innstreymi, afrennsli og úrgangi frá eldinu. Í opnum sjókvíum sjá hafstraumar um hreyfingu sjávar og úrgangur fellur stjórnlaust til botns eða flæðir út í umhverfið ásamt laxalús sem magnast alltaf upp í opnu sjókvíaeldi líkt og örverur og veirur sem geta valdið sjúkdómum í villtum stofnum. Eftir því sem kerfin verða lokaðri er hægt að hafa meiri stjórn á straumi, súrefnisinnihaldi, hitastigi og úrgangi. Heilbrigðari lax í lokuðum kerfum Með því að ala laxinn í lokuðum kerfum á landi eða í lokuðum kvíum/tönkum í sjó verður hann heilbrigðari en í opnum sjókvíum, lúsafaraldrar heyra sögunni til (þeir skaða villta laxfiska í 100-200 km fjarlægð frá eldinu) og heildarmengun frá eldinu er miklu minni. Framleiðslukostnaður í lokuðum kerfum á landi er að jafnaði meiri en í sjó og því hefur landeldi einkum verið þróað til að geta verið sem næst mörkuðum – sem sparar flutningskostnað. Lokað landeldi hefur þó reynst vel hér á landi þar sem gott aðgengi er að vatni og/eða orku, líkt og hjá Samherja í Öxarfirði og Matorku á Reykjanesi. Með núverandi tækni getur laxeldi í lokuðum kerfum á landi þó ekki leyst allt laxeldi í sjó af hólmi. Því er leitað allra leiða til að stunda sjóeldið án þess að skaða umhverfið – og eldislaxinn. Lokuð kerfi eru eina færa leiðin – og litlu dýrari Eina færa leiðin til þess að ala lax í sátt við náttúruna er að halda laxinum í lokuðum kvíum eða tönkum þar til honum er slátrað. Ýmsar aðferðir eru notaðar til að ná því marki, m.a. hálflokaðar kvíar með níðsterkum dúk úr gerviefni, lokaður tankur („Eggið“) sem Marine Harvest áætlar að hefja framleiðslu í á næsta ári , og tankur sem hefur gefist sérlega vel á þróunarstigi hjá Preline. Öll þessi kerfi byggjast á að hreinsa og endurnýta úrganginn og dæla sjó af nægilega miklu dýpi til að hann séu laus við lús. Þegar ákvarðanir eru teknar um framtíð laxeldis við Íslandsstrendur verður að horfa til möguleika þessara lokuðu kerfa og bera þau saman við laxeldi í opnum sjókvíum, m.t.t. umhverfisáhrifa.Í nýrri úttekt á laxeldi í lokuðum kerfum í Noregi kemur fram að um helmingur af fjárfestingarkostnaði við ímyndaða sjólaxeldisstöð færi í sjálft framleiðsluleyfið (842 milljónir NOK, af 1.682 milljónum NOK). Framleiðslukostnaður á 100 gramma seiðum upp í sláturstærð er reiknaður frá 28 NOK/kg í opnum kerfum án lúsameðferðar (33.8 NOK/kg með tíu aflúsunum og meðfylgjandi afföllum) og upp í 37.9 NOK/kg í lokuðum kerfum allan tímann (sbr. bls. 85-86 í 2. hluta skýrslunnar). Sambærilegar tölur fyrir laxeldi á Íslandi eru ekki aðgengilegar opinberlega. Eigum við að borga fyrir sparnað norskra stórfyrirtækja? Miðað við varanlegan skaða af erfðamengun fyrir villta laxinn, lúsafaraldra og þau umhverfisspjöll og illu meðferð á eldislaxinum sem fylgir opnu sjókvíunum og aflúsuninni virðist það lítill aukakostnaður að fara lokuðu leiðina í eldinu – sem er jafnframt langódýrust fyrir umhverfið. Á móti auknum kostnaði við eldi í lokuðum kerfum kemur að neytendur eru tilbúnir til að greiða hærra verð fyrir vottaða umhverfisvæna framleiðslu. Stjórnvöld geta einnig stýrt þróuninni með verðinu á framleiðsluleyfunum eftir því hvers konar eldi er áætlað að stunda. Engin ástæða er til að gefa eldisfyrirtækjum sjálfdæmi í því efni. Ekki verður séð að stjórnvöld hér á landi séu skyldug til að láta umhverfið og okkur hin bera kostnaðinn af sparnaði norsku eigenda íslensku laxeldisfyrirtækjanna.Höfundur er íslenskufræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Laxeldi er ýmist stundað í opnum og hálflokuðum sjókvíum, eða í tönkum í sjó og á landi. Talað er um opin eða lokuð kerfi eftir því hvort hægt er að stjórna innstreymi, afrennsli og úrgangi frá eldinu. Í opnum sjókvíum sjá hafstraumar um hreyfingu sjávar og úrgangur fellur stjórnlaust til botns eða flæðir út í umhverfið ásamt laxalús sem magnast alltaf upp í opnu sjókvíaeldi líkt og örverur og veirur sem geta valdið sjúkdómum í villtum stofnum. Eftir því sem kerfin verða lokaðri er hægt að hafa meiri stjórn á straumi, súrefnisinnihaldi, hitastigi og úrgangi. Heilbrigðari lax í lokuðum kerfum Með því að ala laxinn í lokuðum kerfum á landi eða í lokuðum kvíum/tönkum í sjó verður hann heilbrigðari en í opnum sjókvíum, lúsafaraldrar heyra sögunni til (þeir skaða villta laxfiska í 100-200 km fjarlægð frá eldinu) og heildarmengun frá eldinu er miklu minni. Framleiðslukostnaður í lokuðum kerfum á landi er að jafnaði meiri en í sjó og því hefur landeldi einkum verið þróað til að geta verið sem næst mörkuðum – sem sparar flutningskostnað. Lokað landeldi hefur þó reynst vel hér á landi þar sem gott aðgengi er að vatni og/eða orku, líkt og hjá Samherja í Öxarfirði og Matorku á Reykjanesi. Með núverandi tækni getur laxeldi í lokuðum kerfum á landi þó ekki leyst allt laxeldi í sjó af hólmi. Því er leitað allra leiða til að stunda sjóeldið án þess að skaða umhverfið – og eldislaxinn. Lokuð kerfi eru eina færa leiðin – og litlu dýrari Eina færa leiðin til þess að ala lax í sátt við náttúruna er að halda laxinum í lokuðum kvíum eða tönkum þar til honum er slátrað. Ýmsar aðferðir eru notaðar til að ná því marki, m.a. hálflokaðar kvíar með níðsterkum dúk úr gerviefni, lokaður tankur („Eggið“) sem Marine Harvest áætlar að hefja framleiðslu í á næsta ári , og tankur sem hefur gefist sérlega vel á þróunarstigi hjá Preline. Öll þessi kerfi byggjast á að hreinsa og endurnýta úrganginn og dæla sjó af nægilega miklu dýpi til að hann séu laus við lús. Þegar ákvarðanir eru teknar um framtíð laxeldis við Íslandsstrendur verður að horfa til möguleika þessara lokuðu kerfa og bera þau saman við laxeldi í opnum sjókvíum, m.t.t. umhverfisáhrifa.Í nýrri úttekt á laxeldi í lokuðum kerfum í Noregi kemur fram að um helmingur af fjárfestingarkostnaði við ímyndaða sjólaxeldisstöð færi í sjálft framleiðsluleyfið (842 milljónir NOK, af 1.682 milljónum NOK). Framleiðslukostnaður á 100 gramma seiðum upp í sláturstærð er reiknaður frá 28 NOK/kg í opnum kerfum án lúsameðferðar (33.8 NOK/kg með tíu aflúsunum og meðfylgjandi afföllum) og upp í 37.9 NOK/kg í lokuðum kerfum allan tímann (sbr. bls. 85-86 í 2. hluta skýrslunnar). Sambærilegar tölur fyrir laxeldi á Íslandi eru ekki aðgengilegar opinberlega. Eigum við að borga fyrir sparnað norskra stórfyrirtækja? Miðað við varanlegan skaða af erfðamengun fyrir villta laxinn, lúsafaraldra og þau umhverfisspjöll og illu meðferð á eldislaxinum sem fylgir opnu sjókvíunum og aflúsuninni virðist það lítill aukakostnaður að fara lokuðu leiðina í eldinu – sem er jafnframt langódýrust fyrir umhverfið. Á móti auknum kostnaði við eldi í lokuðum kerfum kemur að neytendur eru tilbúnir til að greiða hærra verð fyrir vottaða umhverfisvæna framleiðslu. Stjórnvöld geta einnig stýrt þróuninni með verðinu á framleiðsluleyfunum eftir því hvers konar eldi er áætlað að stunda. Engin ástæða er til að gefa eldisfyrirtækjum sjálfdæmi í því efni. Ekki verður séð að stjórnvöld hér á landi séu skyldug til að láta umhverfið og okkur hin bera kostnaðinn af sparnaði norsku eigenda íslensku laxeldisfyrirtækjanna.Höfundur er íslenskufræðingur
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun