Hússjóður ÖBÍ lokar fyrir nýjar umsóknir í annað sinn á hálfri öld Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. október 2018 19:00 Brynja- hússjóður Öryrkjabandalagins er lokaður fyrir nýjum umsóknum í annað skipti í yfir fimmtíu ára sögu sjóðsins. Það tekur mörg ár að vinna úr þeim umsóknum sem liggja fyrir að sögn framkvæmdastjóra. Stjórnvöld virðist lítið gera fyrir þennan tekjulægsta hóp samfélagsins. Á heimasíðu hússjóðsins kemur fram að lokað hafi verið fyrir nýjar umsóknir vegna gríðarlegrar fjölgunar þeirra. Alls eru nú 600 manns á biðlista eftir húsnæði. Björn Arnar Magnússon framkvæmdastjóri sjóðsins segir biðlistann hafa þrefaldast síðustu þrjú ár. „Fólk er að leita til okkar þar sem við erum með mjög sanngjarna leigu og er að flýja háa leigu á markaði. Svo er lítið framboð af húsnæði sem skýrir þetta að hluta,“ segir Björn. Hússjóðurinn á um 800 íbúðir og kaupir um tuttugu á hverju ári. Framkvæmdastjórinn segir því að það taki mörg ár að útvega þeim 600 sem eru á biðlistanum nú þegar húsnæði. Staða fólks sé oft mjög bág. „Hún er oft mjög slæm. Fólk er oft búandi hjá ættingum í mjög misjöfnu húsnæði. Iðnaðarhúsnæði, geymslum eða öðru slíku húsnæði sem er ekki fólki bjóðandi,“ segir hann. Björn segir stjórnvöld bera mikla ábyrgð. „Stjórnvöld tala og tala en það virðist lítið vera gert fyrir þennan hóp sem er í þessari lægstu tíund tekjuhópa,“ segir Björn. Hann segir stöðuna versta hjá þeim sem eru 50 ára og eldri. „Þessi hópur er um helmingur af öllum sem sækja um og það er auðvitað dapurt þegar fólk komið á þennan aldur þarf að berjast í að leita sér að húsnæði og það virðist ekki vera neitt í boði,“ segir Björn. Brynja- hússjóður var stofnaður árið 1965 og er þetta í annað skipti í sögu hans sem þarf að loka honum vegna gríðarlegrar fjölgunar umsókna. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Sjá meira
Brynja- hússjóður Öryrkjabandalagins er lokaður fyrir nýjum umsóknum í annað skipti í yfir fimmtíu ára sögu sjóðsins. Það tekur mörg ár að vinna úr þeim umsóknum sem liggja fyrir að sögn framkvæmdastjóra. Stjórnvöld virðist lítið gera fyrir þennan tekjulægsta hóp samfélagsins. Á heimasíðu hússjóðsins kemur fram að lokað hafi verið fyrir nýjar umsóknir vegna gríðarlegrar fjölgunar þeirra. Alls eru nú 600 manns á biðlista eftir húsnæði. Björn Arnar Magnússon framkvæmdastjóri sjóðsins segir biðlistann hafa þrefaldast síðustu þrjú ár. „Fólk er að leita til okkar þar sem við erum með mjög sanngjarna leigu og er að flýja háa leigu á markaði. Svo er lítið framboð af húsnæði sem skýrir þetta að hluta,“ segir Björn. Hússjóðurinn á um 800 íbúðir og kaupir um tuttugu á hverju ári. Framkvæmdastjórinn segir því að það taki mörg ár að útvega þeim 600 sem eru á biðlistanum nú þegar húsnæði. Staða fólks sé oft mjög bág. „Hún er oft mjög slæm. Fólk er oft búandi hjá ættingum í mjög misjöfnu húsnæði. Iðnaðarhúsnæði, geymslum eða öðru slíku húsnæði sem er ekki fólki bjóðandi,“ segir hann. Björn segir stjórnvöld bera mikla ábyrgð. „Stjórnvöld tala og tala en það virðist lítið vera gert fyrir þennan hóp sem er í þessari lægstu tíund tekjuhópa,“ segir Björn. Hann segir stöðuna versta hjá þeim sem eru 50 ára og eldri. „Þessi hópur er um helmingur af öllum sem sækja um og það er auðvitað dapurt þegar fólk komið á þennan aldur þarf að berjast í að leita sér að húsnæði og það virðist ekki vera neitt í boði,“ segir Björn. Brynja- hússjóður var stofnaður árið 1965 og er þetta í annað skipti í sögu hans sem þarf að loka honum vegna gríðarlegrar fjölgunar umsókna.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Sjá meira