Klónið gæti hagað sér ólíkt Sámi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. október 2018 21:30 Klónað gæludýr er eins og eineggja tvíburi upprunalega eintaksins en samspil erfða og umhverfis leiðir til þess að persónuleikinn getur verið gjörólíkur, að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Fyrsti íslenski hundurinn verður líklega klónaður innan tíðar en slíkt kostar um sex milljónir króna. Hundurinn Sámur, sem er í eigu fyrrverandi forsetahjónanna Ólafs Ragnars Grímssonar og Dorritar Moussaief, verður mögulega fyrsti klónaði íslenski hundurinn. Ólafur greindi frá því um helgina að sýni hefðu verið tekin úr Sámi og send til rannsóknarstofu í Texas. Samkvæmt verðskrá kostar 50 þúsund Bandaríkjadali, eða 6 milljónir króna, að klóna hund hjá Viagen Pets í Texas.Forstjóri Íslenskrar erfðagreininar segir klón í rauninni vera eineggja tvíbura. Samspil erfða og umhverfis geti þó leitt til ólíkra einstaklinga þar sem klónið kemur til á öðrum tíma. „Þá ertu að búa til erfðaeintak sem elst upp við annars konar kringumstæður. Þannig að ég held að Dorrit ætti ekkert að verða hissa þó að klónið af Sámi bíti hana. Þar sem klónið af Sámi gæti komið til með að haga sér svolítið öðruvísi," segir Kári Stefánsson.Dorrit og Sámur árið 2012.Fréttablaðið/StefánHann segir erfitt að nálgast upplýsingar um áreiðanleika tækninnar og tölfræði um slys við ræktunina. „Hversu stór hluti þessara tilrauna leiðir til þess að það fæðist vanskaplingur, ég veit það ekki, en er viss um að það er ekki mikið undir 10%," segir Kári. Frá því að kindin Dolly var klónuð fyrst dýra árið 1996 hafa um tuttugu tegundir verið klónaðar og þótti það sæta tíðindum þegar apar voru klónaðir í fyrsta sinn í janúar vegna skyldleika þeirra við menn. Kári telur ekki nokkurn vafa leika á því að tæknilega sé hægt að klóna manneskju. „Mér finnst þetta, þegar kemur að gæludýrum, vera að mestu leyti tækni til þess að dekra við sjálfa sig ef menn eru í þeirri efnahagslegu aðstöðu að geta það. Þegar kemur að því að klóna fólk erum við komin inn á miklu flóknara sprengjusvæði þegar kemur að viðkvæmum álitaefnum, og það eitthvað sem ég vona að menn geri ekki," segir Kári. Tengdar fréttir Umdeild gæludýraklónun aðeins á færi þeirra ríku: „Er þetta ekki frekar ógeðslegt?“ Fréttir af því að Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, hygðist klóna hundinn Sám vöktu mikla athygli í gær. Netverjar settu málið margir í skoplegt samhengi og aðrir hneyksluðust á því. 28. október 2018 11:11 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Fleiri fréttir Verðbólguþróunin áhyggjuefni Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
Klónað gæludýr er eins og eineggja tvíburi upprunalega eintaksins en samspil erfða og umhverfis leiðir til þess að persónuleikinn getur verið gjörólíkur, að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Fyrsti íslenski hundurinn verður líklega klónaður innan tíðar en slíkt kostar um sex milljónir króna. Hundurinn Sámur, sem er í eigu fyrrverandi forsetahjónanna Ólafs Ragnars Grímssonar og Dorritar Moussaief, verður mögulega fyrsti klónaði íslenski hundurinn. Ólafur greindi frá því um helgina að sýni hefðu verið tekin úr Sámi og send til rannsóknarstofu í Texas. Samkvæmt verðskrá kostar 50 þúsund Bandaríkjadali, eða 6 milljónir króna, að klóna hund hjá Viagen Pets í Texas.Forstjóri Íslenskrar erfðagreininar segir klón í rauninni vera eineggja tvíbura. Samspil erfða og umhverfis geti þó leitt til ólíkra einstaklinga þar sem klónið kemur til á öðrum tíma. „Þá ertu að búa til erfðaeintak sem elst upp við annars konar kringumstæður. Þannig að ég held að Dorrit ætti ekkert að verða hissa þó að klónið af Sámi bíti hana. Þar sem klónið af Sámi gæti komið til með að haga sér svolítið öðruvísi," segir Kári Stefánsson.Dorrit og Sámur árið 2012.Fréttablaðið/StefánHann segir erfitt að nálgast upplýsingar um áreiðanleika tækninnar og tölfræði um slys við ræktunina. „Hversu stór hluti þessara tilrauna leiðir til þess að það fæðist vanskaplingur, ég veit það ekki, en er viss um að það er ekki mikið undir 10%," segir Kári. Frá því að kindin Dolly var klónuð fyrst dýra árið 1996 hafa um tuttugu tegundir verið klónaðar og þótti það sæta tíðindum þegar apar voru klónaðir í fyrsta sinn í janúar vegna skyldleika þeirra við menn. Kári telur ekki nokkurn vafa leika á því að tæknilega sé hægt að klóna manneskju. „Mér finnst þetta, þegar kemur að gæludýrum, vera að mestu leyti tækni til þess að dekra við sjálfa sig ef menn eru í þeirri efnahagslegu aðstöðu að geta það. Þegar kemur að því að klóna fólk erum við komin inn á miklu flóknara sprengjusvæði þegar kemur að viðkvæmum álitaefnum, og það eitthvað sem ég vona að menn geri ekki," segir Kári.
Tengdar fréttir Umdeild gæludýraklónun aðeins á færi þeirra ríku: „Er þetta ekki frekar ógeðslegt?“ Fréttir af því að Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, hygðist klóna hundinn Sám vöktu mikla athygli í gær. Netverjar settu málið margir í skoplegt samhengi og aðrir hneyksluðust á því. 28. október 2018 11:11 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Fleiri fréttir Verðbólguþróunin áhyggjuefni Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
Umdeild gæludýraklónun aðeins á færi þeirra ríku: „Er þetta ekki frekar ógeðslegt?“ Fréttir af því að Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, hygðist klóna hundinn Sám vöktu mikla athygli í gær. Netverjar settu málið margir í skoplegt samhengi og aðrir hneyksluðust á því. 28. október 2018 11:11