Ráðlagði lestur á úrskurðinum svo „farið væri rétt með“ en fór sjálf með rangt mál Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. október 2018 20:50 Björt Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri og fyrrverandi umhverfisráðherra. Fréttablaðið/Stefán Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráðherra, virðist fara ranglega með forsendur niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í grein sem birtist eftir hana í Fréttablaðinu í morgun. Björt byrjar þó greinina, sem ber titilinn Dugleysið, á því að ráðleggja þeim sem fjalla opinberlega um málið að „lesa fyrst úrskurðinn og fara rétt með.“ Í grein Bjartar er fjallað um úrskurði nefndarinnar í máli Fjarðarlax ehf. og Arctic Sea Farm ehf. Eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlun felldi nefndin úr gildi ákvarðanir Matvælastofnunar um að veita fyrirtækjunum rekstrarleyfi fyrir fiskeldi á Vestfjörðum. „Margir hafa eðlilega mikla skoðun á þessu en ráðlegt væri að þeir sem opinberlega fjalla um málið læsu fyrst úrskurðinn og færu rétt með,“ skrifar Björt. Hún reifar hins vegar sjálf ekki forsendur fyrir niðurstöðu nefndarinnar í greininni heldur aðeins málsrök kærenda, sem ekki var fjallað um í niðurstöðum úrskurðarins. Vísar hún til þessara málsraka líkt og um sé að ræða áðurnefndar forsendur fyrir niðurstöðunni.Sjá einnig: Segja að ef nægum þrýstingi sé beitt víki umhverfisverndNefndin kemst að þeirri niðurstöðu að meginforsenda fyrir úrskurðinum í tilfelli beggja fyrirtækja hafi verið sá ágalli, að ekki þótti sýnt fram á í mati á umhverfisáhrifum að enginn annar mögulegur framkvæmdakostur hafi getað komið til greina. Úrskurðina í málum Fjarðarlax og Arctic Sea Farm má lesa hér og hér.„Fyrir það fyrsta rekur nefndin hvernig meiriháttar annmarkar hafi verið á allri málsmeðferð hvað varðar laxeldi í sjó af hendi íslenskra stjórnvalda í áraraðir. Samkvæmt 2. málslið 40. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands geta stjórnvöld ekki afhent eignar- eða afnotarétt að hafsvæði við landið sé ekki fyrir hendi sérstök lagaheimild til hinnar tilteknu ráðstöfunar hafsvæðisins. Hún sé ekki til staðar og þannig brjóti leyfisveitingarnar almennt gegn stjórnarskránni,“ skrifar Björt. Stjórnarskrárgreinin sem Björt vísar til er aðeins nefnd í málsrökum kærenda en ekki í niðurstöðu nefndarinnar. „Í öðru lagi tiltekur nefndin að Umhverfisstofnun hafi ekki tekið afstöðu eins og henni bar lögum samkvæmt til fyrirliggjandi mats á hættu á erfðamengun villtra laxa vegna laxeldis, mengunar í fjörðum (sem í þessu tilfelli er á við óhreinsað skolp frá 110 þúsund manna byggð að því er fram kemur í matsgögnum) og sjúkdóma í eldisfiski á við laxalús,“ segir jafnframt í grein Bjartar. Aftur reifar Björt málsrök kærenda en ekki niðurstöður nefndarinnar. „Í þriðja lagi en ekki í síðasta lagi fjallar nefndin um þá staðreynd sem sé einnig ein og sér óhjákvæmilega umsvifalaus ógilding starfsleyfa, að fjarlægð á milli eldissvæða ótengdra aðila í þessum máli er ekki samkvæmt reglugerðum,“ skrifar Björt en ekki er komið inn á umrætt atriði í niðurstöðu nefndarinnar.Ekki náðist í Björt Ólafsdóttur við vinnslu þessarar fréttar. Alþingi Fiskeldi Tengdar fréttir Yfirlýsing SVFR vegna breytinga á fiskeldislögum Mikil umræða hefur verið innan samfélags veiðimanna um þær breytingar á lögum um fiskeldi sem Alþingi samþykkti. 10. október 2018 15:04 Segja að ef nægum þrýstingi sé beitt víki umhverfisvernd Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landssambandi veiðifélaga en lýsir sambandið einnig furðu sinni á því að hafa á engu stigi fengið að hafa umsögn um umrædda lagasetningu. 10. október 2018 11:29 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráðherra, virðist fara ranglega með forsendur niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í grein sem birtist eftir hana í Fréttablaðinu í morgun. Björt byrjar þó greinina, sem ber titilinn Dugleysið, á því að ráðleggja þeim sem fjalla opinberlega um málið að „lesa fyrst úrskurðinn og fara rétt með.“ Í grein Bjartar er fjallað um úrskurði nefndarinnar í máli Fjarðarlax ehf. og Arctic Sea Farm ehf. Eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlun felldi nefndin úr gildi ákvarðanir Matvælastofnunar um að veita fyrirtækjunum rekstrarleyfi fyrir fiskeldi á Vestfjörðum. „Margir hafa eðlilega mikla skoðun á þessu en ráðlegt væri að þeir sem opinberlega fjalla um málið læsu fyrst úrskurðinn og færu rétt með,“ skrifar Björt. Hún reifar hins vegar sjálf ekki forsendur fyrir niðurstöðu nefndarinnar í greininni heldur aðeins málsrök kærenda, sem ekki var fjallað um í niðurstöðum úrskurðarins. Vísar hún til þessara málsraka líkt og um sé að ræða áðurnefndar forsendur fyrir niðurstöðunni.Sjá einnig: Segja að ef nægum þrýstingi sé beitt víki umhverfisverndNefndin kemst að þeirri niðurstöðu að meginforsenda fyrir úrskurðinum í tilfelli beggja fyrirtækja hafi verið sá ágalli, að ekki þótti sýnt fram á í mati á umhverfisáhrifum að enginn annar mögulegur framkvæmdakostur hafi getað komið til greina. Úrskurðina í málum Fjarðarlax og Arctic Sea Farm má lesa hér og hér.„Fyrir það fyrsta rekur nefndin hvernig meiriháttar annmarkar hafi verið á allri málsmeðferð hvað varðar laxeldi í sjó af hendi íslenskra stjórnvalda í áraraðir. Samkvæmt 2. málslið 40. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands geta stjórnvöld ekki afhent eignar- eða afnotarétt að hafsvæði við landið sé ekki fyrir hendi sérstök lagaheimild til hinnar tilteknu ráðstöfunar hafsvæðisins. Hún sé ekki til staðar og þannig brjóti leyfisveitingarnar almennt gegn stjórnarskránni,“ skrifar Björt. Stjórnarskrárgreinin sem Björt vísar til er aðeins nefnd í málsrökum kærenda en ekki í niðurstöðu nefndarinnar. „Í öðru lagi tiltekur nefndin að Umhverfisstofnun hafi ekki tekið afstöðu eins og henni bar lögum samkvæmt til fyrirliggjandi mats á hættu á erfðamengun villtra laxa vegna laxeldis, mengunar í fjörðum (sem í þessu tilfelli er á við óhreinsað skolp frá 110 þúsund manna byggð að því er fram kemur í matsgögnum) og sjúkdóma í eldisfiski á við laxalús,“ segir jafnframt í grein Bjartar. Aftur reifar Björt málsrök kærenda en ekki niðurstöður nefndarinnar. „Í þriðja lagi en ekki í síðasta lagi fjallar nefndin um þá staðreynd sem sé einnig ein og sér óhjákvæmilega umsvifalaus ógilding starfsleyfa, að fjarlægð á milli eldissvæða ótengdra aðila í þessum máli er ekki samkvæmt reglugerðum,“ skrifar Björt en ekki er komið inn á umrætt atriði í niðurstöðu nefndarinnar.Ekki náðist í Björt Ólafsdóttur við vinnslu þessarar fréttar.
Alþingi Fiskeldi Tengdar fréttir Yfirlýsing SVFR vegna breytinga á fiskeldislögum Mikil umræða hefur verið innan samfélags veiðimanna um þær breytingar á lögum um fiskeldi sem Alþingi samþykkti. 10. október 2018 15:04 Segja að ef nægum þrýstingi sé beitt víki umhverfisvernd Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landssambandi veiðifélaga en lýsir sambandið einnig furðu sinni á því að hafa á engu stigi fengið að hafa umsögn um umrædda lagasetningu. 10. október 2018 11:29 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Yfirlýsing SVFR vegna breytinga á fiskeldislögum Mikil umræða hefur verið innan samfélags veiðimanna um þær breytingar á lögum um fiskeldi sem Alþingi samþykkti. 10. október 2018 15:04
Segja að ef nægum þrýstingi sé beitt víki umhverfisvernd Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landssambandi veiðifélaga en lýsir sambandið einnig furðu sinni á því að hafa á engu stigi fengið að hafa umsögn um umrædda lagasetningu. 10. október 2018 11:29