Sindri Þór reiddi fram 2,5 milljónir króna fyrir að losna úr farbanni Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 11. október 2018 14:14 Sindri Þór Stefánsson í flugstöð Leifs Eiríkssonar. LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Sindri Þór Stefánsson reiddi fram 2,5 milljónir króna til að losna úr farbanni samkvæmt heimildum Vísis. Greint var frá því í dag að Sindri hefði reitt fram tryggingu til að losna úr farbanni og að hann hefði farið til Spánar til að sinna fjölskyldu sinni. Heimildir Vísis herma að Sindri sé fluttur búferlum til Spánar en ætli sér að verða viðstaddur aðalmeðferð Bitcoin-málsins svokallaða þar sem hann er ákærður ásamt sex öðrum. Lögregluembættið á Suðurnesjum, sem annaðist rannsókn málsins og fór fram á að Sindri myndi sæta farbanni, staðfesti við Vísi fyrr í dag að Sindri hefði reitt fram tryggingu til að losna úr farbanninu. Heimild er fyrir því í lögum um meðferð sakamála, þó svo að henni hafi ekki verið oft beitt. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagði í samtali við Vísi að lögregluembættið hefði einu sinni áður sett fram þessa kröfu, það er að segja að sakborningar geti losnað úr farbanni gegn ríflegri tryggingu. Samkvæmt lögunum getur sakborningur haldið frelsi sínu gegn því að hann setji tryggingu. Skal hún vera í formi reiðufjár, verðbréfa eða ábyrgðar, eftir nánari ákvörðun dómara. Dómari skal mæla fyrir um tryggingu í úrskurði þar sem kveða skal á um fjárhæð hennar. Ákærandi eða lögregla annast vörslu verðmæta sem settu eru að tryggingu. Tryggingafé skal fyrirgert til ríkissjóðs ef sakborningur rýfur skilyrði þau sem trygging er sett fyrir. Hvorki Alda Hrönn Jóhannesdóttir yfirlögfræðingur hjá lögreglu á Suðurnesjum, Þorgils Þorgilsson verjandi Sindra Þórs eða Ólafur Helgi vildu gefa upp hve há upphæðin væri sem Sindri þurfti að reiða fram. Þá hefur Héraðsdómur Reykjaness neitað að afhenda úrskurðinn þar sem kveðið er á um trygginguna. Sindri Þór er ákærður auk sex til viðbótar fyrir stórfelldan þjófnað úr gagnaverum í desember og janúar. Sindra sat lengi í gæsluvarðhaldi síðastliðið vor. Hann var vistaður í fangelsinu að Sogni en fór þaðan 16. apríl síðastliðinn eftir að dómari hafði tekið sér frest til að ákveða hvort að úrskurða ætti Sindra í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna málsins. Sindri fór frá landinu aðfaranótt 17. apríl síðastliðins en var handtekinn í Amsterdam sunnudagskvöldið 22. apríl síðastliðinn. 4. maí síðastliðinn var Sindri Þór kominn til Íslands og leiddur fyrir dómara þar sem hann var úrskurðaður í farbann Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Sagðir hafa dulbúið sig fyrir innbrot í gagnaverin Sjö manns eru ákærðir í tengslum við röð innbrota í gagnaver síðasta vetur. 3. september 2018 22:28 Sindri Þór reiddi fram tryggingu og fór til Spánar til að sinna fjölskyldunni Búist við að hann verði viðstaddur aðalmeðferð málsins. 11. október 2018 13:51 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Sjá meira
Sindri Þór Stefánsson reiddi fram 2,5 milljónir króna til að losna úr farbanni samkvæmt heimildum Vísis. Greint var frá því í dag að Sindri hefði reitt fram tryggingu til að losna úr farbanni og að hann hefði farið til Spánar til að sinna fjölskyldu sinni. Heimildir Vísis herma að Sindri sé fluttur búferlum til Spánar en ætli sér að verða viðstaddur aðalmeðferð Bitcoin-málsins svokallaða þar sem hann er ákærður ásamt sex öðrum. Lögregluembættið á Suðurnesjum, sem annaðist rannsókn málsins og fór fram á að Sindri myndi sæta farbanni, staðfesti við Vísi fyrr í dag að Sindri hefði reitt fram tryggingu til að losna úr farbanninu. Heimild er fyrir því í lögum um meðferð sakamála, þó svo að henni hafi ekki verið oft beitt. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagði í samtali við Vísi að lögregluembættið hefði einu sinni áður sett fram þessa kröfu, það er að segja að sakborningar geti losnað úr farbanni gegn ríflegri tryggingu. Samkvæmt lögunum getur sakborningur haldið frelsi sínu gegn því að hann setji tryggingu. Skal hún vera í formi reiðufjár, verðbréfa eða ábyrgðar, eftir nánari ákvörðun dómara. Dómari skal mæla fyrir um tryggingu í úrskurði þar sem kveða skal á um fjárhæð hennar. Ákærandi eða lögregla annast vörslu verðmæta sem settu eru að tryggingu. Tryggingafé skal fyrirgert til ríkissjóðs ef sakborningur rýfur skilyrði þau sem trygging er sett fyrir. Hvorki Alda Hrönn Jóhannesdóttir yfirlögfræðingur hjá lögreglu á Suðurnesjum, Þorgils Þorgilsson verjandi Sindra Þórs eða Ólafur Helgi vildu gefa upp hve há upphæðin væri sem Sindri þurfti að reiða fram. Þá hefur Héraðsdómur Reykjaness neitað að afhenda úrskurðinn þar sem kveðið er á um trygginguna. Sindri Þór er ákærður auk sex til viðbótar fyrir stórfelldan þjófnað úr gagnaverum í desember og janúar. Sindra sat lengi í gæsluvarðhaldi síðastliðið vor. Hann var vistaður í fangelsinu að Sogni en fór þaðan 16. apríl síðastliðinn eftir að dómari hafði tekið sér frest til að ákveða hvort að úrskurða ætti Sindra í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna málsins. Sindri fór frá landinu aðfaranótt 17. apríl síðastliðins en var handtekinn í Amsterdam sunnudagskvöldið 22. apríl síðastliðinn. 4. maí síðastliðinn var Sindri Þór kominn til Íslands og leiddur fyrir dómara þar sem hann var úrskurðaður í farbann
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Sagðir hafa dulbúið sig fyrir innbrot í gagnaverin Sjö manns eru ákærðir í tengslum við röð innbrota í gagnaver síðasta vetur. 3. september 2018 22:28 Sindri Þór reiddi fram tryggingu og fór til Spánar til að sinna fjölskyldunni Búist við að hann verði viðstaddur aðalmeðferð málsins. 11. október 2018 13:51 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Sjá meira
Sagðir hafa dulbúið sig fyrir innbrot í gagnaverin Sjö manns eru ákærðir í tengslum við röð innbrota í gagnaver síðasta vetur. 3. september 2018 22:28
Sindri Þór reiddi fram tryggingu og fór til Spánar til að sinna fjölskyldunni Búist við að hann verði viðstaddur aðalmeðferð málsins. 11. október 2018 13:51