Skólastarf í allra þágu Hildur Björnsdóttir skrifar 12. október 2018 07:30 Íslenskt samfélag er í stöðugri þróun. Íbúasamsetning tekur reglulegum breytingum. Hingað flyst fólk af margvíslegum uppruna, bakgrunnurinn fjölbreyttur og tungumálin ólík. Ísland er nú fjölmenningarsamfélag. Samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar eru erlendir ríkisborgarar nú 12% allra landsmanna. Innflytjendur eru jafnframt 18,6% allra starfandi einstaklinga hérlendis. Fólk af erlendum uppruna leggur sitt af mörkum til samfélagsins. Það hefur sannarlega auðgað menningu okkar og fjölbreytileika. Þessu ber að fagna. Staða barna af erlendum uppruna er síður fagnaðarefni. Börnin mælast 23% lakar í nýlegum PISA-könnunum en börn af innlendum uppruna. Eins nýta börnin síður frístundastyrki til tómstunda- og íþróttaiðkunar en talið er að skipulagt frístundastarf sé mikilvægt svo auka megi tíma barnanna í íslensku málumhverfi. Hérlendis upplifa börn af erlendum uppruna hvað mesta höfnun innfæddra skólasystkina sinna. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu um PISA könnunina. Samkvæmt niðurstöðunum má ætla að 15 ára ungmenni af fyrstu kynslóð innflytjenda muni eiga erfitt með að uppfylla persónulegar, námslegar og samfélagslegar þarfir sínar hérlendis. Þetta er verulegt áhyggjuefni. Niðurstöðurnar eru vísbending um að gera þurfi betur og bæta þurfi aðlögun barnanna í skólakerfinu. Samfélagsbreytingar í átt að auknum menningarlegum fjölbreytileika kalla á breytingar í skólastarfi. Við verðum að tryggja börnum af erlendum uppruna þá kennslu og þjónustu sem þeim reynist nauðsynleg. Mikilvægt er að þeim séu veitt skilyrði til að aðlagast samfélaginu og njóta sams konar gæða í menntun og skólastarfi og önnur börn. Þeim þarf að tryggja árangursríka íslenskukennslu og sérstaka aðstoð við félagslega aðlögun. Á borgarstjórnarfundi næsta þriðjudag mun Sjálfstæðisflokkurinn bera upp tillögu um aðgerðir í þágu barna af erlendum uppruna. Málið er brýnt. Taka þarf stefnumarkandi ákvörðun svo unnt verði að vinna markvisst að jöfnum tækifærum til náms fyrir öll börn í borginni, óháð uppruna. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag er í stöðugri þróun. Íbúasamsetning tekur reglulegum breytingum. Hingað flyst fólk af margvíslegum uppruna, bakgrunnurinn fjölbreyttur og tungumálin ólík. Ísland er nú fjölmenningarsamfélag. Samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar eru erlendir ríkisborgarar nú 12% allra landsmanna. Innflytjendur eru jafnframt 18,6% allra starfandi einstaklinga hérlendis. Fólk af erlendum uppruna leggur sitt af mörkum til samfélagsins. Það hefur sannarlega auðgað menningu okkar og fjölbreytileika. Þessu ber að fagna. Staða barna af erlendum uppruna er síður fagnaðarefni. Börnin mælast 23% lakar í nýlegum PISA-könnunum en börn af innlendum uppruna. Eins nýta börnin síður frístundastyrki til tómstunda- og íþróttaiðkunar en talið er að skipulagt frístundastarf sé mikilvægt svo auka megi tíma barnanna í íslensku málumhverfi. Hérlendis upplifa börn af erlendum uppruna hvað mesta höfnun innfæddra skólasystkina sinna. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu um PISA könnunina. Samkvæmt niðurstöðunum má ætla að 15 ára ungmenni af fyrstu kynslóð innflytjenda muni eiga erfitt með að uppfylla persónulegar, námslegar og samfélagslegar þarfir sínar hérlendis. Þetta er verulegt áhyggjuefni. Niðurstöðurnar eru vísbending um að gera þurfi betur og bæta þurfi aðlögun barnanna í skólakerfinu. Samfélagsbreytingar í átt að auknum menningarlegum fjölbreytileika kalla á breytingar í skólastarfi. Við verðum að tryggja börnum af erlendum uppruna þá kennslu og þjónustu sem þeim reynist nauðsynleg. Mikilvægt er að þeim séu veitt skilyrði til að aðlagast samfélaginu og njóta sams konar gæða í menntun og skólastarfi og önnur börn. Þeim þarf að tryggja árangursríka íslenskukennslu og sérstaka aðstoð við félagslega aðlögun. Á borgarstjórnarfundi næsta þriðjudag mun Sjálfstæðisflokkurinn bera upp tillögu um aðgerðir í þágu barna af erlendum uppruna. Málið er brýnt. Taka þarf stefnumarkandi ákvörðun svo unnt verði að vinna markvisst að jöfnum tækifærum til náms fyrir öll börn í borginni, óháð uppruna. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar