Landbúnaðarráðherra segir ekki koma til greina að segja upp EES samningnum Heimir Már Pétursson skrifar 12. október 2018 20:00 Landbúnaðarráðherra segir ekki koma til greina að segja upp EES-samningnum vegna dóms Hæstaréttar sem staðfestir að bannað sé að hefta innflutning á fersku kjöti frá Evrópusambandsríkjunum. Þegar um þau mál var samið hafi menn vitað að verið væri að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir dóm Hæstaréttar í gær ekki þýða að alfarið sé búið að opna fyrir innflutning á fersku kjöti að óbreyttum lögum. Niðurstaðan hafi hins vegar að einhverju leyti verið fyrirsjáanleg. „Við erum að vinna í málinu. Við höfum verið í viðræðum við Evrópusambandið og leitað leiða til þess meðal annars að búa hugsanlega kerfið okkar undir þessa breytingu. Líka rætt möguleika á að viðhalda því leyfisveitingakerfi sem verið hefur,“ segir Kristján Þór. Það séu ekki komnar niðurstöður í þeim viðræðum. Leitað sé leiða til að mæta höfuðáherslum Íslendinga um heilbrigði búfjárstofna og heilbrigðiskröfur almennt. „Þetta er frekar erfitt viðfangs. Það verður bara að játast alveg eins og er. Það var í rauninni samið um þessi efni fyrir rúmum áratug. Frá þeim tíma höfum við sem stjórnvöld verið í óttalegu baxi og kærumálum með þetta alla tíð,“ segir landbúnaðarráðherra. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkis- og landbúnaðarráðherra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að stjórnvöld yrðu að bregðast við og sækja um undanþágur eða endurskoðun á EES samningnum. Ef það tækist ekki komi til greina að segja samningnum upp. „Ef hagsmunirnir eru metnir það stórir og miklir kæmi það að sjálfsögðu til greina. En þetta þarf allt að vega og meta og það þarf að fara mjög vandlega í gegnum þetta. Ekki kasta bara einhverju fram. Það þarf að fara mjög vandlega yfir þetta,“ sagði Gunnar Bragi meðal annars. Landbúnaðarráðherra segir EES samninginn góðan milliríkjasamning. „Ég man ekki eftir því að þingflokksformaður Miðflokksins hafi rætt þann möguleika að segja upp EES samningnum þegar hann gegndi starfi utanríkisráðherra. Ég er ekki á þeim stað. Það kemur ekki til greina í mínum huga að segja upp EES samningnum bara si svona. Það er ekki inni í myndinni,“ segir ráðherra. „Þegar um matvælalöggjöfina var samiðáárunum 2005 til 2007 var það bara viðurkennt að menn voru að fórna minni hagsmunum fyrir meiri áþeim tíma. Þá var það meira að segja orðað meðþeim hætti,“ segir Kristján Þór Júlíusson. Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Innflutningstakmarkanir á fersku kjöti ólögmætar að mati Hæstaréttar Hæstiréttur dæmdi í dag að íslenska ríkið hefði brotið gegn þjóðréttarlegum skuldbindingum sínum samkvæmt EES-samningnum. 11. október 2018 15:13 Gunnar Bragi segir koma til greina að segja EES-samningnum upp Þingflokksformaður Miðflokksins segir stjórnvöld verða að grípa inn í eftir dóm Hæstaréttar sem segir það brjóta gegn EES-samningnum að banna innflutning á fersku kjöti. 12. október 2018 12:52 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Sjá meira
Landbúnaðarráðherra segir ekki koma til greina að segja upp EES-samningnum vegna dóms Hæstaréttar sem staðfestir að bannað sé að hefta innflutning á fersku kjöti frá Evrópusambandsríkjunum. Þegar um þau mál var samið hafi menn vitað að verið væri að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir dóm Hæstaréttar í gær ekki þýða að alfarið sé búið að opna fyrir innflutning á fersku kjöti að óbreyttum lögum. Niðurstaðan hafi hins vegar að einhverju leyti verið fyrirsjáanleg. „Við erum að vinna í málinu. Við höfum verið í viðræðum við Evrópusambandið og leitað leiða til þess meðal annars að búa hugsanlega kerfið okkar undir þessa breytingu. Líka rætt möguleika á að viðhalda því leyfisveitingakerfi sem verið hefur,“ segir Kristján Þór. Það séu ekki komnar niðurstöður í þeim viðræðum. Leitað sé leiða til að mæta höfuðáherslum Íslendinga um heilbrigði búfjárstofna og heilbrigðiskröfur almennt. „Þetta er frekar erfitt viðfangs. Það verður bara að játast alveg eins og er. Það var í rauninni samið um þessi efni fyrir rúmum áratug. Frá þeim tíma höfum við sem stjórnvöld verið í óttalegu baxi og kærumálum með þetta alla tíð,“ segir landbúnaðarráðherra. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkis- og landbúnaðarráðherra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að stjórnvöld yrðu að bregðast við og sækja um undanþágur eða endurskoðun á EES samningnum. Ef það tækist ekki komi til greina að segja samningnum upp. „Ef hagsmunirnir eru metnir það stórir og miklir kæmi það að sjálfsögðu til greina. En þetta þarf allt að vega og meta og það þarf að fara mjög vandlega í gegnum þetta. Ekki kasta bara einhverju fram. Það þarf að fara mjög vandlega yfir þetta,“ sagði Gunnar Bragi meðal annars. Landbúnaðarráðherra segir EES samninginn góðan milliríkjasamning. „Ég man ekki eftir því að þingflokksformaður Miðflokksins hafi rætt þann möguleika að segja upp EES samningnum þegar hann gegndi starfi utanríkisráðherra. Ég er ekki á þeim stað. Það kemur ekki til greina í mínum huga að segja upp EES samningnum bara si svona. Það er ekki inni í myndinni,“ segir ráðherra. „Þegar um matvælalöggjöfina var samiðáárunum 2005 til 2007 var það bara viðurkennt að menn voru að fórna minni hagsmunum fyrir meiri áþeim tíma. Þá var það meira að segja orðað meðþeim hætti,“ segir Kristján Þór Júlíusson.
Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Innflutningstakmarkanir á fersku kjöti ólögmætar að mati Hæstaréttar Hæstiréttur dæmdi í dag að íslenska ríkið hefði brotið gegn þjóðréttarlegum skuldbindingum sínum samkvæmt EES-samningnum. 11. október 2018 15:13 Gunnar Bragi segir koma til greina að segja EES-samningnum upp Þingflokksformaður Miðflokksins segir stjórnvöld verða að grípa inn í eftir dóm Hæstaréttar sem segir það brjóta gegn EES-samningnum að banna innflutning á fersku kjöti. 12. október 2018 12:52 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Sjá meira
Innflutningstakmarkanir á fersku kjöti ólögmætar að mati Hæstaréttar Hæstiréttur dæmdi í dag að íslenska ríkið hefði brotið gegn þjóðréttarlegum skuldbindingum sínum samkvæmt EES-samningnum. 11. október 2018 15:13
Gunnar Bragi segir koma til greina að segja EES-samningnum upp Þingflokksformaður Miðflokksins segir stjórnvöld verða að grípa inn í eftir dóm Hæstaréttar sem segir það brjóta gegn EES-samningnum að banna innflutning á fersku kjöti. 12. október 2018 12:52