Hundar, svín og hrossasmetti: Trump hefur lengi hæðst að konum fyrir útlit þeirra og líkamsstarfsemi Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2018 16:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Getty/Scott Olson Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði klámleikkonuna Stephanie Clifford (Stormy Daniels) hrossasmetti í gær. Hann hefur lengi talað með niðrandi hætti um útlit kvenna og líkamsstarfsemi þeirra. Þar að auki hefur hann ítrekað líkt konum við dýr. Nú í gær fagnaði forsetinn því á Twitter að dómari hefði vísað frá máli Clofford gegn Trump. Sagðist hann nú geta höfðað eigin mál gegn henni og með smávægilegri innsláttarvillu virtist hann kalla sjálfan sig svikahrapp.Sjá einnig: Forseti Bandaríkjanna kallar klámleikkonu hrossasmettiClifford hefur haldið því fram að hún hafi sofið hjá Trump árið 2006, þegar yngsti sonur hans var tiltölulega ný fæddur. Trump neitar því en greiddi henni þó 130 þúsund dali í aðdraganda kosninganna til að koma í veg fyrir að hún segði sögu sína.Munu ekki hjálpa Ummæli Trump í gær þykja ekki til þess búin að hjálpa Repúblikanaflokknum í aðdraganda þingkosninganna í næsta mánuði. Flokkurinn hefur þegar átt erfitt með að ná til kvenna. Sífellt færri bandarískar konur skilgreina sig sem Repúblikana og fækkunin staðið yfir um nokkuð skeið. Hins vegar virðist sem að hægur straumur hafi orðið að flóði í forsetatíð Donald Trump. Vinsældir Trump meðal kvenna eru í sögulegu lágmarki forseta Bandaríkjanna þar sem 63 prósent kvenna segjast ósáttar með hann.Sjá einnig: Konur fjarlægjast RepúblikanaflokkinnMeðal annars hefur Trump kallað konur feitar og ljótar. Hann sagði að ein kona væri „geðsjúk, grenjandi úrhrak“ og að ein væri hundur með andlit svíns. Eftir kappræður við Hillary Clinton árið 2015 sagði hann að klósettferð hennar væri „of ógeðsleg til að tala um“ og svo má lengi telja. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir nokkur dæmi þar sem Trump hæðist að konum vegna útlits þeirra og líkamsstarfsemi. „Getið þið ímyndað ykkur þetta andlit á næsta forseta okkar?“ sagði Trump eitt sinn um Carly Fiorina, mótframbjóðanda hans innan Repúblikanaflokksins. „Ég meina, hún er kona og ég á víst ekki að segja slæma hluti, en í alvörunni fólk, látið ekki svona. Er okkur alvara?“ Seinna meir þrætti hann fyrir að hafa verið að tala um útlit Fiorina og sagðist hafa verið að tala um persónuleika hennar.Hér má sjá stutta samantekt NBC um ummæli Trump um konur.Sama ár, eftir aðrar kappræður sem sjónvarpskonan Megyn Kelly stýrði, sagði Trump að erfiðar spurningar hennar til hans gætu verið útskýrðar með því að hún væri á túr. Seinna sagði Trump að hann gæti séð blóð koma „út úr augum hennar, blóð koma út úr … hverju sem er.“ Í kosningabaráttunni birti hann einnig slæma mynd af eiginkonu Ted Cruz, mótframbjóðanda hans, við hlið myndar af Melaniu Trump með textanum: „Myndir eru á við þúsund orð“. Trump stóð lengi í deilum við leikkonuna Rosie O‘Donnell og sagði hann meðal annars að hún hefði „ljótt, feitt andlit“. Árið 1992 var vitnað í Trump í New York Magazine þar sem hann var að tala um Katarina Witt, sem er þýsk íþróttakona sem keppti á skautum. Hann sagði að hún gæti eingöngu verið talin myndarleg ef „þér líkar konur með slæma húð og eru byggðar eins og línuverðir.“ Eftir að Jessica Leeds steig fram árið 2016 og sakaði Trump um að hafa káfað á sér í flugvél á níunda áratugnum, sagði Trump að hún myndi aldrei verða fyrsti kostur hans. Þegar önnur kona sakaði hann um að hafa veist að sér með kynferðislegum hætti sagðist hann aldrei hafa gert það. „Skoðið Facebooksíðu hennar og þá vitið þið af hverju,“ sagði Trump.Kallað eftir aga Þá hefur hann margsinnis sagt að Arianna Huffington, stofnandi Huffington Post, sé „ljót, bæði að innan og utan“. Trump hefur talað áfram um konur með þessu hætti, eftir að hann settist að í Hvíta húsinu. Í fyrra sagði hann sjónvarpskonuna Miku Brzezinski vera heimska og sagði að hann hefði hitt hana um áramótin og þá hefði blætt mikið úr andliti hennar vegna andlitslyftingar. Svo kallaði hann Clifford „hrossasmetti“ eins og fram hefur komið áður. Ummæli sem þessi eru, eins og áður segir, ekki til þess fallin að hjálpa Repúblikönum í komandi kosningum. New York Times segir hátt settan meðlim flokksins hafa biðlað til forsetans að hætta að tala um útlit kvenna. Nauðsyn sé á aga innan Hvíta hússins næstu tuttugu dagana. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump-liðar telja sig svikna af Taylor Swift Yfirlýsing Taylor Swift um að hún ætli sér að kjósa Demókrata í þingkosningunum í Bandaríkjunum í nóvember kom stuðningsmönnum Donald Trump, forseta, á Reddit og 4chan verulega á óvart. 9. október 2018 11:15 Trump segir þingkonu vera svikahrapp vegna DNA-prófs Farið yfir deilurnar um „verri útgáfuna“ af Pocahontas. 16. október 2018 15:45 Forseti Bandaríkjanna kallar klámleikkonu hrossasmetti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar hafi vísað frá máli klámleikkonunnar Stormy Daniels gegn honum. 16. október 2018 16:10 „Enginn er lagður í meira einelti en ég“ Þetta kemur fram í nýju viðtali ABC-sjónvarpsstöðvarinnar við forsetafrúna. 11. október 2018 19:27 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði klámleikkonuna Stephanie Clifford (Stormy Daniels) hrossasmetti í gær. Hann hefur lengi talað með niðrandi hætti um útlit kvenna og líkamsstarfsemi þeirra. Þar að auki hefur hann ítrekað líkt konum við dýr. Nú í gær fagnaði forsetinn því á Twitter að dómari hefði vísað frá máli Clofford gegn Trump. Sagðist hann nú geta höfðað eigin mál gegn henni og með smávægilegri innsláttarvillu virtist hann kalla sjálfan sig svikahrapp.Sjá einnig: Forseti Bandaríkjanna kallar klámleikkonu hrossasmettiClifford hefur haldið því fram að hún hafi sofið hjá Trump árið 2006, þegar yngsti sonur hans var tiltölulega ný fæddur. Trump neitar því en greiddi henni þó 130 þúsund dali í aðdraganda kosninganna til að koma í veg fyrir að hún segði sögu sína.Munu ekki hjálpa Ummæli Trump í gær þykja ekki til þess búin að hjálpa Repúblikanaflokknum í aðdraganda þingkosninganna í næsta mánuði. Flokkurinn hefur þegar átt erfitt með að ná til kvenna. Sífellt færri bandarískar konur skilgreina sig sem Repúblikana og fækkunin staðið yfir um nokkuð skeið. Hins vegar virðist sem að hægur straumur hafi orðið að flóði í forsetatíð Donald Trump. Vinsældir Trump meðal kvenna eru í sögulegu lágmarki forseta Bandaríkjanna þar sem 63 prósent kvenna segjast ósáttar með hann.Sjá einnig: Konur fjarlægjast RepúblikanaflokkinnMeðal annars hefur Trump kallað konur feitar og ljótar. Hann sagði að ein kona væri „geðsjúk, grenjandi úrhrak“ og að ein væri hundur með andlit svíns. Eftir kappræður við Hillary Clinton árið 2015 sagði hann að klósettferð hennar væri „of ógeðsleg til að tala um“ og svo má lengi telja. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir nokkur dæmi þar sem Trump hæðist að konum vegna útlits þeirra og líkamsstarfsemi. „Getið þið ímyndað ykkur þetta andlit á næsta forseta okkar?“ sagði Trump eitt sinn um Carly Fiorina, mótframbjóðanda hans innan Repúblikanaflokksins. „Ég meina, hún er kona og ég á víst ekki að segja slæma hluti, en í alvörunni fólk, látið ekki svona. Er okkur alvara?“ Seinna meir þrætti hann fyrir að hafa verið að tala um útlit Fiorina og sagðist hafa verið að tala um persónuleika hennar.Hér má sjá stutta samantekt NBC um ummæli Trump um konur.Sama ár, eftir aðrar kappræður sem sjónvarpskonan Megyn Kelly stýrði, sagði Trump að erfiðar spurningar hennar til hans gætu verið útskýrðar með því að hún væri á túr. Seinna sagði Trump að hann gæti séð blóð koma „út úr augum hennar, blóð koma út úr … hverju sem er.“ Í kosningabaráttunni birti hann einnig slæma mynd af eiginkonu Ted Cruz, mótframbjóðanda hans, við hlið myndar af Melaniu Trump með textanum: „Myndir eru á við þúsund orð“. Trump stóð lengi í deilum við leikkonuna Rosie O‘Donnell og sagði hann meðal annars að hún hefði „ljótt, feitt andlit“. Árið 1992 var vitnað í Trump í New York Magazine þar sem hann var að tala um Katarina Witt, sem er þýsk íþróttakona sem keppti á skautum. Hann sagði að hún gæti eingöngu verið talin myndarleg ef „þér líkar konur með slæma húð og eru byggðar eins og línuverðir.“ Eftir að Jessica Leeds steig fram árið 2016 og sakaði Trump um að hafa káfað á sér í flugvél á níunda áratugnum, sagði Trump að hún myndi aldrei verða fyrsti kostur hans. Þegar önnur kona sakaði hann um að hafa veist að sér með kynferðislegum hætti sagðist hann aldrei hafa gert það. „Skoðið Facebooksíðu hennar og þá vitið þið af hverju,“ sagði Trump.Kallað eftir aga Þá hefur hann margsinnis sagt að Arianna Huffington, stofnandi Huffington Post, sé „ljót, bæði að innan og utan“. Trump hefur talað áfram um konur með þessu hætti, eftir að hann settist að í Hvíta húsinu. Í fyrra sagði hann sjónvarpskonuna Miku Brzezinski vera heimska og sagði að hann hefði hitt hana um áramótin og þá hefði blætt mikið úr andliti hennar vegna andlitslyftingar. Svo kallaði hann Clifford „hrossasmetti“ eins og fram hefur komið áður. Ummæli sem þessi eru, eins og áður segir, ekki til þess fallin að hjálpa Repúblikönum í komandi kosningum. New York Times segir hátt settan meðlim flokksins hafa biðlað til forsetans að hætta að tala um útlit kvenna. Nauðsyn sé á aga innan Hvíta hússins næstu tuttugu dagana.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump-liðar telja sig svikna af Taylor Swift Yfirlýsing Taylor Swift um að hún ætli sér að kjósa Demókrata í þingkosningunum í Bandaríkjunum í nóvember kom stuðningsmönnum Donald Trump, forseta, á Reddit og 4chan verulega á óvart. 9. október 2018 11:15 Trump segir þingkonu vera svikahrapp vegna DNA-prófs Farið yfir deilurnar um „verri útgáfuna“ af Pocahontas. 16. október 2018 15:45 Forseti Bandaríkjanna kallar klámleikkonu hrossasmetti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar hafi vísað frá máli klámleikkonunnar Stormy Daniels gegn honum. 16. október 2018 16:10 „Enginn er lagður í meira einelti en ég“ Þetta kemur fram í nýju viðtali ABC-sjónvarpsstöðvarinnar við forsetafrúna. 11. október 2018 19:27 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Trump-liðar telja sig svikna af Taylor Swift Yfirlýsing Taylor Swift um að hún ætli sér að kjósa Demókrata í þingkosningunum í Bandaríkjunum í nóvember kom stuðningsmönnum Donald Trump, forseta, á Reddit og 4chan verulega á óvart. 9. október 2018 11:15
Trump segir þingkonu vera svikahrapp vegna DNA-prófs Farið yfir deilurnar um „verri útgáfuna“ af Pocahontas. 16. október 2018 15:45
Forseti Bandaríkjanna kallar klámleikkonu hrossasmetti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar hafi vísað frá máli klámleikkonunnar Stormy Daniels gegn honum. 16. október 2018 16:10
„Enginn er lagður í meira einelti en ég“ Þetta kemur fram í nýju viðtali ABC-sjónvarpsstöðvarinnar við forsetafrúna. 11. október 2018 19:27