Innnes hækkar verð vegna gengisþróunar Kristinn Ingi Jónsson skrifar 18. október 2018 09:30 Heildsalan Innnes er umsvifamikil. Fréttablaðið/Pjetur Gengisveiking íslensku krónunnar og kostnaðarhækkanir hafa brotist fram í verðlagningu íslenskra heildverslana. Innnes, sem er ein af stærstu matvöruheildverslunum landsins, sendi tilkynningu þess efnis til viðskiptavina sinna í síðustu viku. Um er að ræða fjögurra prósenta hækkun á vörum sem eru keyptar til landsins í evrum, fimm prósenta hækkun á vörum sem keyptar eru í pundum og sex prósenta hækkun í Bandaríkjadölum. Breytingin tekur gildi á föstudaginn í næstu viku. „Verðbreytingin er komin til vegna veikingar krónunnar annars vegar, og hækkana á launum og iðgjöldum hins vegar,“ segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness, í samtali við Markaðinn. Hann tekur fram að meginástæðan sé veiking krónunnar. Fyrirtækið hafi ákveðið að bregðast ekki við nýju kjarasamningunum í vor með verðhækkunum heldur bíða og sjá. „Við höfum reynt að sýna stöðugleika og breytum sjaldan verðum þó svo að krónan flökti innan vikmarka en veikingin hefur verið mikil á skömmum tíma. Ef við horfum á evruna þá hefur hún styrkst gagnvart krónunni um 25 prósent á rúmu ári.“ Magnús Óli segir óvíst hversu lengi verðið muni standa óhreyft eftir hækkunina. „Ég er búinn að starfa í innflutningi í 35 ár og á þeim tíma hefur verðlagning í greininni alla jafna fært sig eftir því hvernig gengið þróast. Ef fram heldur sem horfir get ég ekki séð betur en svo að líklega sé önnur hækkun í kortunum.“ – tfh Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Veiking krónunnar: „Skiljanlegt að menn spyrji sig hvað sé í gangi“ Íslenska krónan hefur veikst um tæp fimm prósent gagnvart evru á síðastliðnum mánuði og tæp átta prósent á síðastliðnu ári. 17. október 2018 18:30 Krónan ekki veikari í meira en tvö ár Hagfræðingar segja tíðindi af vinnumarkaði vega þungt í gengisveikingu krónunnar síðustu daga. Forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands segir að ótti sé um að kjarasamningar fari úr böndunum í vetur. 18. október 2018 08:00 Mest lesið Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Sjá meira
Gengisveiking íslensku krónunnar og kostnaðarhækkanir hafa brotist fram í verðlagningu íslenskra heildverslana. Innnes, sem er ein af stærstu matvöruheildverslunum landsins, sendi tilkynningu þess efnis til viðskiptavina sinna í síðustu viku. Um er að ræða fjögurra prósenta hækkun á vörum sem eru keyptar til landsins í evrum, fimm prósenta hækkun á vörum sem keyptar eru í pundum og sex prósenta hækkun í Bandaríkjadölum. Breytingin tekur gildi á föstudaginn í næstu viku. „Verðbreytingin er komin til vegna veikingar krónunnar annars vegar, og hækkana á launum og iðgjöldum hins vegar,“ segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness, í samtali við Markaðinn. Hann tekur fram að meginástæðan sé veiking krónunnar. Fyrirtækið hafi ákveðið að bregðast ekki við nýju kjarasamningunum í vor með verðhækkunum heldur bíða og sjá. „Við höfum reynt að sýna stöðugleika og breytum sjaldan verðum þó svo að krónan flökti innan vikmarka en veikingin hefur verið mikil á skömmum tíma. Ef við horfum á evruna þá hefur hún styrkst gagnvart krónunni um 25 prósent á rúmu ári.“ Magnús Óli segir óvíst hversu lengi verðið muni standa óhreyft eftir hækkunina. „Ég er búinn að starfa í innflutningi í 35 ár og á þeim tíma hefur verðlagning í greininni alla jafna fært sig eftir því hvernig gengið þróast. Ef fram heldur sem horfir get ég ekki séð betur en svo að líklega sé önnur hækkun í kortunum.“ – tfh
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Veiking krónunnar: „Skiljanlegt að menn spyrji sig hvað sé í gangi“ Íslenska krónan hefur veikst um tæp fimm prósent gagnvart evru á síðastliðnum mánuði og tæp átta prósent á síðastliðnu ári. 17. október 2018 18:30 Krónan ekki veikari í meira en tvö ár Hagfræðingar segja tíðindi af vinnumarkaði vega þungt í gengisveikingu krónunnar síðustu daga. Forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands segir að ótti sé um að kjarasamningar fari úr böndunum í vetur. 18. október 2018 08:00 Mest lesið Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Sjá meira
Veiking krónunnar: „Skiljanlegt að menn spyrji sig hvað sé í gangi“ Íslenska krónan hefur veikst um tæp fimm prósent gagnvart evru á síðastliðnum mánuði og tæp átta prósent á síðastliðnu ári. 17. október 2018 18:30
Krónan ekki veikari í meira en tvö ár Hagfræðingar segja tíðindi af vinnumarkaði vega þungt í gengisveikingu krónunnar síðustu daga. Forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands segir að ótti sé um að kjarasamningar fari úr böndunum í vetur. 18. október 2018 08:00