Minna á réttindi viðskiptavina Primera Air en engar fregnir af vandræðum íslenskra farþega Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2018 20:21 Primera Air er skráð í Lettlandi en fyrirtækið sjálft hér á landi. Fréttablaðið/Hörður Viðskiptavinir Primera Air gætu átt rétt á endurgreiðslu, fari heim eða kröfu á hendur flugfélagsins í kjölfar gjaldþrots þess. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að fall Primera Air kosti flugrekstraraðilann einhverja fjármuni en ekki hafi borist fregnir af neinum vandræðum á Keflavíkurflugvelli vegna þess í dag. Hundruð norræna ferðalanga gætu þó setið fastir vegna gjaldþrotsins. Primera Air tilkynnti í dag að félagið ætli að óska eftir greiðslustöðvun á morgun. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að allt útlit sé fyrir að gjaldþrotið muni kosta Isavia einhverjar fjármuni í formi gjalda sem það innheimtir af flugfélögum. Primera Air hafi átt 1% af heildarfarþegafjölda á Keflavíkurflugvelli það sem af er þessu ári og um 1,5% þegar litið er fram hjá farþegum sem millilenda aðeins á landnu. Í yfirlýsingu frá stjórn Primera Air í dag kom fram að gjaldþrotið hefði ekki áhrif á ferðir á vegum íslenskra ferðaskrifstofa. Samið hefði verið við tékkneska flugfélagið Travel Service um að taka yfir samninga Primera Air. Tékkneska félagið taki við ferðum frá og með morgundeginum. Viðskiptavinir fái send ný ferðagögn með breyttum tímum og flugnúmerum, að því er segir í tilkynningu Heimsferða sem tilheyrir Primera Air-samstæðunni. Svo virðist sem að síðasta ferð Primera Air hafi verið farin á laugardag þegar vél félagsins sem kom frá Tenerife lenti í Keflavík. Ferð Primera Air frá Palma á Mallorca til Keflavíkur var aflýst í gær. Ekki liggur fyrir hvað varð um þá sem áttu miða í þeirri ferð en ekki hefur náðst í forsvarsmenn Primera Air í dag. Í tilkynningu félagsins í dag kom fram að það ynni með flugmálayfirvöldum í Danmörku og Lettlandi varðandi aðgerðir til að aðstoða farþega. Samkvæmt upplýsingum á vef Isavia um komur á Keflavíkurflugvelli í dag lenti vél Travel Service þar klukkan 19:32 nú í kvöld. Upphaflega átti Primera Air að fljúga þá ferð samkvæmt heimildum Vísis.Fréttablaðið hefur eftir norrænum miðlum að hundruð Norðurlandabúa séu strandaglópar vegna gjaldþrots Isavia. Félagið hefur þjónustað ferðaskrifstofur í bæði Danmörku og Svíþjóð sem þúsundir farþega hafi ferðast með.Endurgreiðslur, heimfar og kröfur Í frétt á vef Samgöngustofu vegna gjaldþrots Primera Air er minnt á réttindi viðskiptavina félagsins. Þar kemur fram að í meginatriðum gildi eftirfarandi:Farþegar sem keyptu flugmiða með kreditkorti er bent á að hafa samband við útgefanda þess til að kanna möguleika á að fá flugmiðann endurgreiddan.Farþegar sem keyptu ferðina af evrópskum ferðaskipuleggjanda, þ.m.t. íslenskum, sem seldi flugmiðann sem hluta af svokallaðri alferð (þ.e. samsettri ferð þar sem flug er selt ásamt gistingu eða öðrum þjónustuþáttum) eiga rétt á heimflutningi á grundvelli samevrópskra reglna um alferðir. Farþegum er bent á að hafa samband við þann ferðaskipuleggjanda sem þeir keyptu ferð sína af.Farþegar kunna jafnframt að eiga kröfu á hendur Primera Air, m.a. á grundvelli reglugerðar um réttindi flugfarþega. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06 Segja fall Primera ekki raska ferðum íslenskra ferðaskrifstofa Stjórn Primera Air segir að greiðslustöðvun flugfélagsins dag, séu mikil vonbrigði fyrir starfsfólk. 1. október 2018 17:05 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Viðskiptavinir Primera Air gætu átt rétt á endurgreiðslu, fari heim eða kröfu á hendur flugfélagsins í kjölfar gjaldþrots þess. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að fall Primera Air kosti flugrekstraraðilann einhverja fjármuni en ekki hafi borist fregnir af neinum vandræðum á Keflavíkurflugvelli vegna þess í dag. Hundruð norræna ferðalanga gætu þó setið fastir vegna gjaldþrotsins. Primera Air tilkynnti í dag að félagið ætli að óska eftir greiðslustöðvun á morgun. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að allt útlit sé fyrir að gjaldþrotið muni kosta Isavia einhverjar fjármuni í formi gjalda sem það innheimtir af flugfélögum. Primera Air hafi átt 1% af heildarfarþegafjölda á Keflavíkurflugvelli það sem af er þessu ári og um 1,5% þegar litið er fram hjá farþegum sem millilenda aðeins á landnu. Í yfirlýsingu frá stjórn Primera Air í dag kom fram að gjaldþrotið hefði ekki áhrif á ferðir á vegum íslenskra ferðaskrifstofa. Samið hefði verið við tékkneska flugfélagið Travel Service um að taka yfir samninga Primera Air. Tékkneska félagið taki við ferðum frá og með morgundeginum. Viðskiptavinir fái send ný ferðagögn með breyttum tímum og flugnúmerum, að því er segir í tilkynningu Heimsferða sem tilheyrir Primera Air-samstæðunni. Svo virðist sem að síðasta ferð Primera Air hafi verið farin á laugardag þegar vél félagsins sem kom frá Tenerife lenti í Keflavík. Ferð Primera Air frá Palma á Mallorca til Keflavíkur var aflýst í gær. Ekki liggur fyrir hvað varð um þá sem áttu miða í þeirri ferð en ekki hefur náðst í forsvarsmenn Primera Air í dag. Í tilkynningu félagsins í dag kom fram að það ynni með flugmálayfirvöldum í Danmörku og Lettlandi varðandi aðgerðir til að aðstoða farþega. Samkvæmt upplýsingum á vef Isavia um komur á Keflavíkurflugvelli í dag lenti vél Travel Service þar klukkan 19:32 nú í kvöld. Upphaflega átti Primera Air að fljúga þá ferð samkvæmt heimildum Vísis.Fréttablaðið hefur eftir norrænum miðlum að hundruð Norðurlandabúa séu strandaglópar vegna gjaldþrots Isavia. Félagið hefur þjónustað ferðaskrifstofur í bæði Danmörku og Svíþjóð sem þúsundir farþega hafi ferðast með.Endurgreiðslur, heimfar og kröfur Í frétt á vef Samgöngustofu vegna gjaldþrots Primera Air er minnt á réttindi viðskiptavina félagsins. Þar kemur fram að í meginatriðum gildi eftirfarandi:Farþegar sem keyptu flugmiða með kreditkorti er bent á að hafa samband við útgefanda þess til að kanna möguleika á að fá flugmiðann endurgreiddan.Farþegar sem keyptu ferðina af evrópskum ferðaskipuleggjanda, þ.m.t. íslenskum, sem seldi flugmiðann sem hluta af svokallaðri alferð (þ.e. samsettri ferð þar sem flug er selt ásamt gistingu eða öðrum þjónustuþáttum) eiga rétt á heimflutningi á grundvelli samevrópskra reglna um alferðir. Farþegum er bent á að hafa samband við þann ferðaskipuleggjanda sem þeir keyptu ferð sína af.Farþegar kunna jafnframt að eiga kröfu á hendur Primera Air, m.a. á grundvelli reglugerðar um réttindi flugfarþega.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06 Segja fall Primera ekki raska ferðum íslenskra ferðaskrifstofa Stjórn Primera Air segir að greiðslustöðvun flugfélagsins dag, séu mikil vonbrigði fyrir starfsfólk. 1. október 2018 17:05 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06
Segja fall Primera ekki raska ferðum íslenskra ferðaskrifstofa Stjórn Primera Air segir að greiðslustöðvun flugfélagsins dag, séu mikil vonbrigði fyrir starfsfólk. 1. október 2018 17:05