Drápsfrumur Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 2. október 2018 07:00 „Það er engin lækning til.“ Þetta voru lokaorð óþekkts höfundar Edwin Smith-rollunnar, elstu læknahandbókar veraldar, eftir að hann hafði lýst hörmulegri sýkingu sem spratt fram í brjóstum kvenna í Egyptalandi hinu forna, 1600 árum fyrir Krists burð. Sjúkdómurinn myndaði hræðileg kýli sem virtust breiða úr sér með löngum krabbaleggjum. Þessi óþekkti skurðlæknir, sem gerði fyrstur manna, svo vitað sé, tilraunir með brjóstnám, reyndist því miður sannspár. Það er engin lækning til við krabbameini. Líffræði krabbameina er beinlínis þess eðlis að það er og verður hluti af hinni mannlegu reynslu. Því höfum við tileinkað okkur annað viðhorf til vandamálsins. Til að takast á við krabbamein þurfum við fjölbreytta nálgun, persónustýrða meðferð og öflugar forvarnir. Ekki er langt síðan að meðferð við krabbameini grundvallaðist á þrenns konar aðferðum, hver um sig í grunninn ófáguð árás á mannslíkamann. Skurðaðgerðin, geislameðferðin og lyfjameðferðin hafa allar sannað gildi sitt á undanförnum áratugum, en oft með skelfilegum áhrifum á lífsgæði sjúklingsins. Fjórða aðferðin, ónæmismeðferðin, er ný og á enn eftir að slíta barnsskónum. Tveir frumkvöðlar á sviði hennar, þeir James P. Allison og Tasuku Honjo, voru heiðraðir fyrir framlag sitt til læknavísindanna í gær þegar tilkynnt var að þeir hlytu Nóbelsverðlaun í læknisfræði þetta árið. Uppgötvun þeirra byggir á því að að virkja ónæmiskerfi einstaklinga í baráttunni við krabbamein. Allison og Honjo sýndu fram á það hvernig ákveðin prótein hamla virkni T-fruma ónæmiskerfisins (stundum kallaðar drápsfrumur) í þeirri miklu orrustu sem geisar í líkamanum þegar krabbameinsfrumur brjótast fram. Með því að bæla þessi tilteknu prótein er hægt að virkja ónæmiskerfið frekar í viðureigninni við krabbamein. Lyf sem byggja á þessari aðferð eru nú í notkun víða um heim og hafa hingað til gefið afar góða raun. Lyf þessi eru þó engan veginn sú töfralausn sem við höfum beðið eftir allt frá tímum Forn-Egypta. Ónæmismeðferð er ekki hættulaus og fyrst og fremst ætluð þeim sem hafa litlu að tapa í baráttu sinni. Um leið er hún afar einstaklingsmiðuð. Októbermánuður er víða tileinkaður vitundarvakningu um krabbamein hjá konum. Það er því ánægjulegt af því tilefni að sjá að aldagömul barátta við krabbamein heldur áfram að þróast til hins betra, með bættum meðferðum og nýjum sem einmitt virkja okkar helsta bandamann, ónæmiskerfið, í baráttunni við okkar elsta og ógnvænlegasta óvin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
„Það er engin lækning til.“ Þetta voru lokaorð óþekkts höfundar Edwin Smith-rollunnar, elstu læknahandbókar veraldar, eftir að hann hafði lýst hörmulegri sýkingu sem spratt fram í brjóstum kvenna í Egyptalandi hinu forna, 1600 árum fyrir Krists burð. Sjúkdómurinn myndaði hræðileg kýli sem virtust breiða úr sér með löngum krabbaleggjum. Þessi óþekkti skurðlæknir, sem gerði fyrstur manna, svo vitað sé, tilraunir með brjóstnám, reyndist því miður sannspár. Það er engin lækning til við krabbameini. Líffræði krabbameina er beinlínis þess eðlis að það er og verður hluti af hinni mannlegu reynslu. Því höfum við tileinkað okkur annað viðhorf til vandamálsins. Til að takast á við krabbamein þurfum við fjölbreytta nálgun, persónustýrða meðferð og öflugar forvarnir. Ekki er langt síðan að meðferð við krabbameini grundvallaðist á þrenns konar aðferðum, hver um sig í grunninn ófáguð árás á mannslíkamann. Skurðaðgerðin, geislameðferðin og lyfjameðferðin hafa allar sannað gildi sitt á undanförnum áratugum, en oft með skelfilegum áhrifum á lífsgæði sjúklingsins. Fjórða aðferðin, ónæmismeðferðin, er ný og á enn eftir að slíta barnsskónum. Tveir frumkvöðlar á sviði hennar, þeir James P. Allison og Tasuku Honjo, voru heiðraðir fyrir framlag sitt til læknavísindanna í gær þegar tilkynnt var að þeir hlytu Nóbelsverðlaun í læknisfræði þetta árið. Uppgötvun þeirra byggir á því að að virkja ónæmiskerfi einstaklinga í baráttunni við krabbamein. Allison og Honjo sýndu fram á það hvernig ákveðin prótein hamla virkni T-fruma ónæmiskerfisins (stundum kallaðar drápsfrumur) í þeirri miklu orrustu sem geisar í líkamanum þegar krabbameinsfrumur brjótast fram. Með því að bæla þessi tilteknu prótein er hægt að virkja ónæmiskerfið frekar í viðureigninni við krabbamein. Lyf sem byggja á þessari aðferð eru nú í notkun víða um heim og hafa hingað til gefið afar góða raun. Lyf þessi eru þó engan veginn sú töfralausn sem við höfum beðið eftir allt frá tímum Forn-Egypta. Ónæmismeðferð er ekki hættulaus og fyrst og fremst ætluð þeim sem hafa litlu að tapa í baráttu sinni. Um leið er hún afar einstaklingsmiðuð. Októbermánuður er víða tileinkaður vitundarvakningu um krabbamein hjá konum. Það er því ánægjulegt af því tilefni að sjá að aldagömul barátta við krabbamein heldur áfram að þróast til hins betra, með bættum meðferðum og nýjum sem einmitt virkja okkar helsta bandamann, ónæmiskerfið, í baráttunni við okkar elsta og ógnvænlegasta óvin.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun