Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 2. október 2018 20:31 Ástæða er til að vekja athygli á því að í dag, 2.október, er alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa. Þroskaþjálfar starfa á öllum sviðum mannlífsins með það að leiðarljósi að styðja og efla samfélagslega þátttöku fatlaðs fólks og gæta hagsmuna þess. Mannréttindi og mannréttindabarátta er kjölfestan í störfum þeirra sem og fjölbreytilegar leiðir við að aðstoða og efla sjálfstætt líf fólks í samfélagi fyrir alla. Íslendingar eiga því láni að fagna að hér á landi hefur vaxið og dafnað öflug fagstétt þroskaþjálfa sem hefur stuðlað að mikilvægri þróun í málefnum fatlaðs fólks á Íslandi. Menntun þroskaþjálfa hefur tekið miklum breytingum í áranna rás. Þroskaþjálfaskóli Íslands varð til árið 1971 þegar að starfsheitið þroskaþjálfi varð til, en áður höfðu þær konur sem störfuðu með fötluðu fólki verið kallaðar „gæslusystur“. Þroskaþjálfaskóli Íslands sameinaðist Kennaraháskóla Íslands árið 1998 og færðist námið þar með á háskólastig. Rétt er að taka fram að þroskaþjálfun er lögverndað starf og tekur nám þroskaþjálfa mið af lögum um heilbrigðisstarfsmenn (nr. 34/2012) og reglugerð um menntun, réttindi og skyldur þroskaþjálfa (nr. 1120/2012). Í dag er þroskaþjálfafræði ein af mörgum námsleiðum sem boðið er upp á við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Um er að ræða fjögurra ára nám sem miðar að því að nemendur öðlist sérfræðiþekkingu og hæfni til þess að veita fjölbreytilega þjónustu og ráðgjöf. Meðal kennslugreina í náminu eru þroskaþjálfafræði, fötlunarfræði, félagsfræði, þroskasálfræði og siðfræði. Starfsvettvangur þroskaþjálfa er mjög fjölbreyttur og má þar nefna skólastofnanir og félags- og tómstundastarf ásamt þjónustu og ráðgjöf á öllum sviðum samfélagsins. Auknar kröfur um sérfræðiþekkingu, þjálfun og sjálfstæði þroskaþjálfa í starfi urðu til þess að árið 2017 var ákveðið að lengja námið úr þremur árum í fjögur. Samhliða því var lögð áhersla á að efla tengingu við fagvettvang með auknu starfsnámi, styrkja umfjöllun um mannréttindi og horfa til þess að starfsvettvangur þroskaþjálfa hefur orðið víðtækari. Á síðustu árum hefur aðsókn í námið vaxið jafnt og þétt. Þroskaþjálfafélag Íslands var stofnað árið 1965 og hefur gegnt lykilhlutverki við að standa vörð um þekkingu, reynslu og fagmennsku þroskaþjálfa. Þroskaþjálfar voru á meðal fyrstu starfsstétta til að rita sínar eigin siðareglur sem birtar voru fyrst árið 1991. Í þeim kemur fram grundvallarhugsjón starfsins sem er virðing fyrir mannhelgi og trú á getu einstaklings til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Í dag er lögð áhersla á að þjónusta sé veitt í samvinnu við fatlað fólk, að fólk sem býr við fötlun skipuleggi og stýri sjálft þeirri þjónustu sem það telur sig hafa þörf fyrir. Ein mikilvægasta hindrunin sem fatlað fólk býr við er oft ekki efnisleg heldur fremur félagslegar hindranir sem tengjast viðhorfi annarra. Fötlunarfræði, sem varð til sem fræðigrein á síðari hluta 20. aldar, hefur stuðlað að nýrri sýn á fötlun þar sem áhersla er lögð á að ryðja úr vegi félagslegum hindrunum fremur en að einblína á skerðingar fólks. Þó að mikið vatn hafi runnið til sjávar frá því að það þótti sjálfsagt að vista fatlaða einstaklinga á stofnunum og skerða sjálfræði þeirra og lífsgæði, þá megum við ekki sofna á verðinum. Ný lög um félagsþjónustu sveitarfélaga og Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir tóku gildi 1. október sl. og marka mikilvæg tímamót þar sem byggt er á hugmyndum um sjálfstætt líf, jafnrétti og mannréttindi fyrir alla. Með löggjöfinni er undirstrikað að íslensk stjórnvöld skuldbinda sig til að framfylgja alþjóðlegum sáttmálum, einkum samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Á Íslandi hefur sú stefna ríkt að byggja upp menntakerfi fyrir alla og að skóla- og frístundastarf sé án aðgreiningar. Á síðustu árum hefur þróunin orðið sú að þroskaþjálfar starfa í auknum mæli í skóla – og frístundastarfi og veita kennurum, frístundaráðgjöfum og öðru starfsfólki þýðingarmikla ráðgjöf og leiðsögn. Reynslan sýnir að þverfagleg samvinna er lykillinn að árangri í menntun og þroska og opnar nýjar dyr og möguleika fyrir öll börn óháð fötlun og félagslegri stöðu. Ég hvet alla til að gefa störfum þroskaþjálfa gaum, hrósa því sem vel er gert og leggja sitt af mörkum til að styðja við samfélag þar sem öllum er tryggð virk þátttaka og jafn aðgangur að lífsgæðum. Ég óska öllum þroskaþjálfum innilega til hamingju með daginn! Á heimasíðu Þroskaþjálfafélags Íslands má finna umfjöllun um alþjóðlegan dag þroskaþjálfa. Höfundur er forseti MenntavísindasviðsHáskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Þ. Pálsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ástæða er til að vekja athygli á því að í dag, 2.október, er alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa. Þroskaþjálfar starfa á öllum sviðum mannlífsins með það að leiðarljósi að styðja og efla samfélagslega þátttöku fatlaðs fólks og gæta hagsmuna þess. Mannréttindi og mannréttindabarátta er kjölfestan í störfum þeirra sem og fjölbreytilegar leiðir við að aðstoða og efla sjálfstætt líf fólks í samfélagi fyrir alla. Íslendingar eiga því láni að fagna að hér á landi hefur vaxið og dafnað öflug fagstétt þroskaþjálfa sem hefur stuðlað að mikilvægri þróun í málefnum fatlaðs fólks á Íslandi. Menntun þroskaþjálfa hefur tekið miklum breytingum í áranna rás. Þroskaþjálfaskóli Íslands varð til árið 1971 þegar að starfsheitið þroskaþjálfi varð til, en áður höfðu þær konur sem störfuðu með fötluðu fólki verið kallaðar „gæslusystur“. Þroskaþjálfaskóli Íslands sameinaðist Kennaraháskóla Íslands árið 1998 og færðist námið þar með á háskólastig. Rétt er að taka fram að þroskaþjálfun er lögverndað starf og tekur nám þroskaþjálfa mið af lögum um heilbrigðisstarfsmenn (nr. 34/2012) og reglugerð um menntun, réttindi og skyldur þroskaþjálfa (nr. 1120/2012). Í dag er þroskaþjálfafræði ein af mörgum námsleiðum sem boðið er upp á við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Um er að ræða fjögurra ára nám sem miðar að því að nemendur öðlist sérfræðiþekkingu og hæfni til þess að veita fjölbreytilega þjónustu og ráðgjöf. Meðal kennslugreina í náminu eru þroskaþjálfafræði, fötlunarfræði, félagsfræði, þroskasálfræði og siðfræði. Starfsvettvangur þroskaþjálfa er mjög fjölbreyttur og má þar nefna skólastofnanir og félags- og tómstundastarf ásamt þjónustu og ráðgjöf á öllum sviðum samfélagsins. Auknar kröfur um sérfræðiþekkingu, þjálfun og sjálfstæði þroskaþjálfa í starfi urðu til þess að árið 2017 var ákveðið að lengja námið úr þremur árum í fjögur. Samhliða því var lögð áhersla á að efla tengingu við fagvettvang með auknu starfsnámi, styrkja umfjöllun um mannréttindi og horfa til þess að starfsvettvangur þroskaþjálfa hefur orðið víðtækari. Á síðustu árum hefur aðsókn í námið vaxið jafnt og þétt. Þroskaþjálfafélag Íslands var stofnað árið 1965 og hefur gegnt lykilhlutverki við að standa vörð um þekkingu, reynslu og fagmennsku þroskaþjálfa. Þroskaþjálfar voru á meðal fyrstu starfsstétta til að rita sínar eigin siðareglur sem birtar voru fyrst árið 1991. Í þeim kemur fram grundvallarhugsjón starfsins sem er virðing fyrir mannhelgi og trú á getu einstaklings til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Í dag er lögð áhersla á að þjónusta sé veitt í samvinnu við fatlað fólk, að fólk sem býr við fötlun skipuleggi og stýri sjálft þeirri þjónustu sem það telur sig hafa þörf fyrir. Ein mikilvægasta hindrunin sem fatlað fólk býr við er oft ekki efnisleg heldur fremur félagslegar hindranir sem tengjast viðhorfi annarra. Fötlunarfræði, sem varð til sem fræðigrein á síðari hluta 20. aldar, hefur stuðlað að nýrri sýn á fötlun þar sem áhersla er lögð á að ryðja úr vegi félagslegum hindrunum fremur en að einblína á skerðingar fólks. Þó að mikið vatn hafi runnið til sjávar frá því að það þótti sjálfsagt að vista fatlaða einstaklinga á stofnunum og skerða sjálfræði þeirra og lífsgæði, þá megum við ekki sofna á verðinum. Ný lög um félagsþjónustu sveitarfélaga og Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir tóku gildi 1. október sl. og marka mikilvæg tímamót þar sem byggt er á hugmyndum um sjálfstætt líf, jafnrétti og mannréttindi fyrir alla. Með löggjöfinni er undirstrikað að íslensk stjórnvöld skuldbinda sig til að framfylgja alþjóðlegum sáttmálum, einkum samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Á Íslandi hefur sú stefna ríkt að byggja upp menntakerfi fyrir alla og að skóla- og frístundastarf sé án aðgreiningar. Á síðustu árum hefur þróunin orðið sú að þroskaþjálfar starfa í auknum mæli í skóla – og frístundastarfi og veita kennurum, frístundaráðgjöfum og öðru starfsfólki þýðingarmikla ráðgjöf og leiðsögn. Reynslan sýnir að þverfagleg samvinna er lykillinn að árangri í menntun og þroska og opnar nýjar dyr og möguleika fyrir öll börn óháð fötlun og félagslegri stöðu. Ég hvet alla til að gefa störfum þroskaþjálfa gaum, hrósa því sem vel er gert og leggja sitt af mörkum til að styðja við samfélag þar sem öllum er tryggð virk þátttaka og jafn aðgangur að lífsgæðum. Ég óska öllum þroskaþjálfum innilega til hamingju með daginn! Á heimasíðu Þroskaþjálfafélags Íslands má finna umfjöllun um alþjóðlegan dag þroskaþjálfa. Höfundur er forseti MenntavísindasviðsHáskóla Íslands.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun