Conor: Khabib flúði því hann er skíthræddur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. október 2018 23:15 Þeir horfðust ekki í augu í kvöld en gera það á morgun. vísir/getty Blaðamannafundur UFC í kvöld var ansi sérstakur enda var Khabib Nurmagomedov farinn heim áður en Conor McGregor mætti á fundinn. Írinn hefur haft þann leiða vana að mæta allt of seint á blaðamannafundi. Khabib lét ekki bjóða sér það og lét hefja fundinn á slaginu 22.00. „Ég þarf ekki að bíða eftir neinum. Það átti að hefjast fundur klukkan 22.00 og ég er mættur. Ég er með dagskrá og þarf að fara aftur heim og klára niðurskurðinn,“ sagði Khabib fyrir framan fjölda áhorfenda sem bauluðu á hann af öllu afli. Það leyndi sér ekki að Rússinn var mjög pirraður á fundinum. Hann sagði líka að þessi bardagi snérist um meira en eitt belti. „Ég mun ekki taka í hendina á honum eftir bardagann. Sama hvernig þetta fer. Þetta er ekki bara bardagi um titil. Þetta er persónulegt fyrir mig,“ sagði Khabib reiður og yfirgaf svæðið eftir fimmtán mínútur. Þá stóð Dana White, forseti UFC, eftir einn á sviðinu en blaðamenn voru duglegir að dæla á hann spurningum á meðan beðið var eftir Conor. Það þurfti ekki að bíða lengi því Conor var mættur klukkan 22.27. Betra en á síðasta fundi er hann var 41 mínútu of seinn. Hann var að sjálfsögðu með flösku af Proper Twelve vískí við hönd. „Ég er ekki hissa á því að þessi rotta hafi flúið. Hann er skíthræddur við mig og alla Írana í stúkunni,“ sagði Conor eldhress en hann var í óvenju góðu skapi miðað við niðurskurð. Leit vel út og virðist tilbúinn. Eins og við mátti búast fór hann um víðan völl. Sagðist ráða við þyngri menn í glímu en Khabib. Svo drullaði hann yfir umboðsmann Khabib sem er uppljóstrari. „Ég skil ekki einu sinni hvernig sá drullusokkur fær yfir höfuð að vera í Bandaríkjunum. Heiðarlegt fólk frá Írlandi stendur í stappi að komast hingað en á meðan gengur þessi uppljóstrari laus,“ sagði Conor og tók undir orð Khabib að þetta væri mjög persónulegur bardagi. „Það verður aldrei friður og þessi bardagi breytir engu um það.“ Conor sagðist síðan búast við því að þéna um 50 milljónir dollara fyrir bardagann en útlit er fyrir að yfir 2 milljónir munu kaupa sér áskrift að bardaganum. Sjá má blaðamannafundinn hér að neðan. MMA Tengdar fréttir Kjaftfor Conor bauð Khabib upp á vískíglas í afmælisgjöf Eins og við mátti búast fór Conor McGregor mikinn á blaðamannafundi sínum með Khabib Nurmagomedov í kvöld. Conor mætti með vískíið sitt, fékk sér í glas og bauð Khabib í glas enda á Rússinn afmæli. 20. september 2018 22:30 Geggjuð heimildarmynd um Conor og Khabib UFC frumsýndi í gær frábæra heimildarmynd um Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov sem mætast í stærsta bardaga í sögu UFC um næstu helgi. 3. október 2018 22:45 Hinn umdeildi umboðsmaður Khabib grillar ofan í sína menn Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 229 er víða komið við enda bæði Conor og Khabib mættir til Las Vegas. 3. október 2018 12:00 Khabib: Allir munu elska mig þegar að ég rota „kjúklinginn“ Conor Baulað var á Dagestanann á opnu æfingunni í gærkvöldi. 4. október 2018 10:15 Conor ætlar að sanna að hann sé sá besti pund fyrir pund Fyrsti upphitunarþátturinn fyrir UFC 229, Embedded, er lentur en þar fáum við að fylgjast með Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov æfa sig fyrir bardagann. 2. október 2018 13:00 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira
Blaðamannafundur UFC í kvöld var ansi sérstakur enda var Khabib Nurmagomedov farinn heim áður en Conor McGregor mætti á fundinn. Írinn hefur haft þann leiða vana að mæta allt of seint á blaðamannafundi. Khabib lét ekki bjóða sér það og lét hefja fundinn á slaginu 22.00. „Ég þarf ekki að bíða eftir neinum. Það átti að hefjast fundur klukkan 22.00 og ég er mættur. Ég er með dagskrá og þarf að fara aftur heim og klára niðurskurðinn,“ sagði Khabib fyrir framan fjölda áhorfenda sem bauluðu á hann af öllu afli. Það leyndi sér ekki að Rússinn var mjög pirraður á fundinum. Hann sagði líka að þessi bardagi snérist um meira en eitt belti. „Ég mun ekki taka í hendina á honum eftir bardagann. Sama hvernig þetta fer. Þetta er ekki bara bardagi um titil. Þetta er persónulegt fyrir mig,“ sagði Khabib reiður og yfirgaf svæðið eftir fimmtán mínútur. Þá stóð Dana White, forseti UFC, eftir einn á sviðinu en blaðamenn voru duglegir að dæla á hann spurningum á meðan beðið var eftir Conor. Það þurfti ekki að bíða lengi því Conor var mættur klukkan 22.27. Betra en á síðasta fundi er hann var 41 mínútu of seinn. Hann var að sjálfsögðu með flösku af Proper Twelve vískí við hönd. „Ég er ekki hissa á því að þessi rotta hafi flúið. Hann er skíthræddur við mig og alla Írana í stúkunni,“ sagði Conor eldhress en hann var í óvenju góðu skapi miðað við niðurskurð. Leit vel út og virðist tilbúinn. Eins og við mátti búast fór hann um víðan völl. Sagðist ráða við þyngri menn í glímu en Khabib. Svo drullaði hann yfir umboðsmann Khabib sem er uppljóstrari. „Ég skil ekki einu sinni hvernig sá drullusokkur fær yfir höfuð að vera í Bandaríkjunum. Heiðarlegt fólk frá Írlandi stendur í stappi að komast hingað en á meðan gengur þessi uppljóstrari laus,“ sagði Conor og tók undir orð Khabib að þetta væri mjög persónulegur bardagi. „Það verður aldrei friður og þessi bardagi breytir engu um það.“ Conor sagðist síðan búast við því að þéna um 50 milljónir dollara fyrir bardagann en útlit er fyrir að yfir 2 milljónir munu kaupa sér áskrift að bardaganum. Sjá má blaðamannafundinn hér að neðan.
MMA Tengdar fréttir Kjaftfor Conor bauð Khabib upp á vískíglas í afmælisgjöf Eins og við mátti búast fór Conor McGregor mikinn á blaðamannafundi sínum með Khabib Nurmagomedov í kvöld. Conor mætti með vískíið sitt, fékk sér í glas og bauð Khabib í glas enda á Rússinn afmæli. 20. september 2018 22:30 Geggjuð heimildarmynd um Conor og Khabib UFC frumsýndi í gær frábæra heimildarmynd um Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov sem mætast í stærsta bardaga í sögu UFC um næstu helgi. 3. október 2018 22:45 Hinn umdeildi umboðsmaður Khabib grillar ofan í sína menn Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 229 er víða komið við enda bæði Conor og Khabib mættir til Las Vegas. 3. október 2018 12:00 Khabib: Allir munu elska mig þegar að ég rota „kjúklinginn“ Conor Baulað var á Dagestanann á opnu æfingunni í gærkvöldi. 4. október 2018 10:15 Conor ætlar að sanna að hann sé sá besti pund fyrir pund Fyrsti upphitunarþátturinn fyrir UFC 229, Embedded, er lentur en þar fáum við að fylgjast með Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov æfa sig fyrir bardagann. 2. október 2018 13:00 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira
Kjaftfor Conor bauð Khabib upp á vískíglas í afmælisgjöf Eins og við mátti búast fór Conor McGregor mikinn á blaðamannafundi sínum með Khabib Nurmagomedov í kvöld. Conor mætti með vískíið sitt, fékk sér í glas og bauð Khabib í glas enda á Rússinn afmæli. 20. september 2018 22:30
Geggjuð heimildarmynd um Conor og Khabib UFC frumsýndi í gær frábæra heimildarmynd um Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov sem mætast í stærsta bardaga í sögu UFC um næstu helgi. 3. október 2018 22:45
Hinn umdeildi umboðsmaður Khabib grillar ofan í sína menn Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 229 er víða komið við enda bæði Conor og Khabib mættir til Las Vegas. 3. október 2018 12:00
Khabib: Allir munu elska mig þegar að ég rota „kjúklinginn“ Conor Baulað var á Dagestanann á opnu æfingunni í gærkvöldi. 4. október 2018 10:15
Conor ætlar að sanna að hann sé sá besti pund fyrir pund Fyrsti upphitunarþátturinn fyrir UFC 229, Embedded, er lentur en þar fáum við að fylgjast með Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov æfa sig fyrir bardagann. 2. október 2018 13:00