Bæjarfulltrúi óskar eftir svörum vegna brottrekstrar ungrar konu Sylvía Hall skrifar 30. september 2018 12:16 Tillaga meirihlutans um sumaropnun leikskóla var samþykkt með 22 atkvæðum. Vísir/Vilhelm Sveinn Óskar Sigurðsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins og óháðra í Mosfellsbæ, hefur óskað eftir svörum um mál ungrar konu sem var vikið úr starfi á leikskóla í Mosfellsbæ. Konan, sem er 21 árs, hafði verið fundin sek um að hafa keypt kannabisefni þegar hún var 18 ára gömul. Reynir Traustason, fyrrverandi ritstjóri DV, vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni á föstudag. Þar segir hann konuna hafa verið kallaða á skyndifund eftir að hafa skilað inn sakavottorði þar sem brot hennar hafi komið fram en um var að ræða kaup á nokkrum grömmum af efninu til eigin nota. Konan hafi síðan verið beðin um að yfirgefa vinnustaðinn tafarlaust. Í færslunni segir Reynir jafnframt að stúlkan sé á öðrum stað í dag, verandi ung móðir. Uppsögnin hafi því verið mikið reiðarslag. „Hún var rekin með skömm og hélt heimleiðis niðurbrotin. Umrædd kaup á kannabis áttu sér stað þegar stúlkan var 18 ára. Síðan er hún búin að eignast barn og líf hennar snýst um að framfleyta sér og barninu.“Á ekki að refsa fólki fyrir glappaskot í bernsku Í bréfi til bæjarstjóra og mannauðsstjóra Mosfellsbæjar segir Sveinn Óskar það vekja athygli að konan hafi starfað þar í tæplega tvo mánuði áður en að hafa verið sagt upp störfum þegar umrætt brot var ljóst á sakaskrá. Þá spyr hann hvort kallað sé eftir sakavottorðum annarra starfsmanna bæjarfélagsins með reglubundnum hætti og viðkomandi látinn sæta „síðbúnum refsingum“ líkt og í þessu tilviki. „Rétt er að gæta að því að margir bæta ráð sitt bæði hvað varðar vín og reykingar af ýmsu tagi þegar ungdómsárum sleppir. Má þar m.a. nefna fulltrúa frá Marítafræðslunni sem lengi vel hafa unnið afar göfuga vinnu við að upplýsa foreldra og börn um skaðsemi fíkniefna innan veggja skóla Mosfellsbæjar. Fólk, sem hefur í bernsku gert glappaskot, á ekki að sæta síðbúnum refsingum fyrir slíkt,“ skrifar Sveinn Óskar. Þá fer hann jafnframt fram á að uppsagnarferlið verði reifað á næsta fundi bæjarráðs og gert grein fyrir ákvörðuninni. Hann segist óska eftir skýringum á málinu og segir það nauðsynlegt að þær verði rökstuddar í ljósi þess hve alvarlegur hlutur uppsögn er.Ekki náðist í Svein Óskar við vinnslu fréttarinnar. Mosfellsbær Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Sveinn Óskar Sigurðsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins og óháðra í Mosfellsbæ, hefur óskað eftir svörum um mál ungrar konu sem var vikið úr starfi á leikskóla í Mosfellsbæ. Konan, sem er 21 árs, hafði verið fundin sek um að hafa keypt kannabisefni þegar hún var 18 ára gömul. Reynir Traustason, fyrrverandi ritstjóri DV, vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni á föstudag. Þar segir hann konuna hafa verið kallaða á skyndifund eftir að hafa skilað inn sakavottorði þar sem brot hennar hafi komið fram en um var að ræða kaup á nokkrum grömmum af efninu til eigin nota. Konan hafi síðan verið beðin um að yfirgefa vinnustaðinn tafarlaust. Í færslunni segir Reynir jafnframt að stúlkan sé á öðrum stað í dag, verandi ung móðir. Uppsögnin hafi því verið mikið reiðarslag. „Hún var rekin með skömm og hélt heimleiðis niðurbrotin. Umrædd kaup á kannabis áttu sér stað þegar stúlkan var 18 ára. Síðan er hún búin að eignast barn og líf hennar snýst um að framfleyta sér og barninu.“Á ekki að refsa fólki fyrir glappaskot í bernsku Í bréfi til bæjarstjóra og mannauðsstjóra Mosfellsbæjar segir Sveinn Óskar það vekja athygli að konan hafi starfað þar í tæplega tvo mánuði áður en að hafa verið sagt upp störfum þegar umrætt brot var ljóst á sakaskrá. Þá spyr hann hvort kallað sé eftir sakavottorðum annarra starfsmanna bæjarfélagsins með reglubundnum hætti og viðkomandi látinn sæta „síðbúnum refsingum“ líkt og í þessu tilviki. „Rétt er að gæta að því að margir bæta ráð sitt bæði hvað varðar vín og reykingar af ýmsu tagi þegar ungdómsárum sleppir. Má þar m.a. nefna fulltrúa frá Marítafræðslunni sem lengi vel hafa unnið afar göfuga vinnu við að upplýsa foreldra og börn um skaðsemi fíkniefna innan veggja skóla Mosfellsbæjar. Fólk, sem hefur í bernsku gert glappaskot, á ekki að sæta síðbúnum refsingum fyrir slíkt,“ skrifar Sveinn Óskar. Þá fer hann jafnframt fram á að uppsagnarferlið verði reifað á næsta fundi bæjarráðs og gert grein fyrir ákvörðuninni. Hann segist óska eftir skýringum á málinu og segir það nauðsynlegt að þær verði rökstuddar í ljósi þess hve alvarlegur hlutur uppsögn er.Ekki náðist í Svein Óskar við vinnslu fréttarinnar.
Mosfellsbær Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira