Önnur kona sakar Kavanaugh um kynferðisbrot Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. september 2018 06:37 Áður hefur Christine Blasey Ford, skólasystir dómarans úr menntaskóla, sakað Kavanaugh um kynferðisofbeldi. Vísir/getty Önnur kona hefur stigið fram og sakað Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, um kynferðisofbeldi. Deborah Ramirez, skólasystir dómarans úr Yale háskóanum, segir frá ásökununum í viðtali við the New Yorker. Hún sakar hann um að hafa skólaárið 1983-1984 berað sig í gleðskap á heimavist skólans og þrýst kynfærum sínum að andliti hennar þannig að þau snertu andlit hennar án samþykkis. Ramirez var fyrsta árs nemi þegar meint brot á að hafa átt sér stað. Hún lýsir því í samtali við New Yorker að hún og Kavanaugh hafi bæði tekið þátt í drykkjuleik þar sem viðstaddir sátu í hring, og hann hafi berað sig við það tilefni. Ramirez segir að atvikið hafi verið henni afar þungbært. „Ég ætlaði ekki að snerta typpi áður en ég gifti mig. Ég skammaðist mín og ég var niðurlægð,“ segir Ramirez. Hún viðurkennir þó að minni hennar umrætt kvöld sé gloppótt sökum áfengisneyslu.Þvertekur fyrir nýjar ásakanir Blaðamennirnir Ronan Farrow og Jane Mayer eru skrifuð fyrir viðtalinu við Ramirez. Farrow og Mayer segjast hafa borið frásögn Ramirez undir fjölmarga bekkjarfélaga hennar og Kavanaugh. Þrír hafa sagst muna eftir því að hafa rætt umrætt atvik sín á milli en voru þó ekki viðstaddir gleðskapinn þar sem brotið á að hafa verið framið. Tveir karlkyns bekkjarfélagar, sem eiga að hafa verið viðriðnir atvikið, þvertaka þó fyrir að það hafi átt sér stað. Áður hefur Christine Blasey Ford, skólasystir dómarans úr menntaskóla, sakað Kavanaugh um kynferðisofbeldi. Hann neitar öllum ásökunum og í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær segir hann þá nýjustu vera rógburð. Þá stendur Donald Trump, Bandaríkjaforseti, við bakið á Kavanaugh, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu.Bæði Kavanaugh og Ford munu koma fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á fimmtudag. Þau munu svara spurningum þingmanna um ásakanirnar. Í gær var greint frá því að Kavanaugh hygðist afhenda nefndinni dagatöl frá árinu 1982 til að renna stoðum undir neitun hans á því að hafa framið brotið. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Mun afhenda nefndinni dagatöl frá 1982 til að styðja mál sitt Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donald Trump Bandaríkjaforseta, hyggst afhenda dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings dagatöl frá 1982 til þess að renna stoðum undir neitun hans á því að hafa framið kynferðisbrot sama ár. 23. september 2018 22:02 Mun mæta og svara spurningum þingmanna um ásakanir á hendur Kavanaugh Christine Blasey Ford, sálfræðiprófessor í Kaliforníu, mun mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna um ásakanir hennar á hendur Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti, um kynferðisofbeldi fyrir um þrjátíu árum. 22. september 2018 19:02 Vill tryggja öryggi fjölskyldu sinnar og njóta sanngirni Christine Blasey Ford, sem hefur sakað Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er til Hæstaréttar Bandaríkjanna, um nauðgun þegar þau voru í menntaskóla er tilbúin til að svara spurningum öldungadeildarþingmanna. 21. september 2018 09:52 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Önnur kona hefur stigið fram og sakað Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, um kynferðisofbeldi. Deborah Ramirez, skólasystir dómarans úr Yale háskóanum, segir frá ásökununum í viðtali við the New Yorker. Hún sakar hann um að hafa skólaárið 1983-1984 berað sig í gleðskap á heimavist skólans og þrýst kynfærum sínum að andliti hennar þannig að þau snertu andlit hennar án samþykkis. Ramirez var fyrsta árs nemi þegar meint brot á að hafa átt sér stað. Hún lýsir því í samtali við New Yorker að hún og Kavanaugh hafi bæði tekið þátt í drykkjuleik þar sem viðstaddir sátu í hring, og hann hafi berað sig við það tilefni. Ramirez segir að atvikið hafi verið henni afar þungbært. „Ég ætlaði ekki að snerta typpi áður en ég gifti mig. Ég skammaðist mín og ég var niðurlægð,“ segir Ramirez. Hún viðurkennir þó að minni hennar umrætt kvöld sé gloppótt sökum áfengisneyslu.Þvertekur fyrir nýjar ásakanir Blaðamennirnir Ronan Farrow og Jane Mayer eru skrifuð fyrir viðtalinu við Ramirez. Farrow og Mayer segjast hafa borið frásögn Ramirez undir fjölmarga bekkjarfélaga hennar og Kavanaugh. Þrír hafa sagst muna eftir því að hafa rætt umrætt atvik sín á milli en voru þó ekki viðstaddir gleðskapinn þar sem brotið á að hafa verið framið. Tveir karlkyns bekkjarfélagar, sem eiga að hafa verið viðriðnir atvikið, þvertaka þó fyrir að það hafi átt sér stað. Áður hefur Christine Blasey Ford, skólasystir dómarans úr menntaskóla, sakað Kavanaugh um kynferðisofbeldi. Hann neitar öllum ásökunum og í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær segir hann þá nýjustu vera rógburð. Þá stendur Donald Trump, Bandaríkjaforseti, við bakið á Kavanaugh, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu.Bæði Kavanaugh og Ford munu koma fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á fimmtudag. Þau munu svara spurningum þingmanna um ásakanirnar. Í gær var greint frá því að Kavanaugh hygðist afhenda nefndinni dagatöl frá árinu 1982 til að renna stoðum undir neitun hans á því að hafa framið brotið.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Mun afhenda nefndinni dagatöl frá 1982 til að styðja mál sitt Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donald Trump Bandaríkjaforseta, hyggst afhenda dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings dagatöl frá 1982 til þess að renna stoðum undir neitun hans á því að hafa framið kynferðisbrot sama ár. 23. september 2018 22:02 Mun mæta og svara spurningum þingmanna um ásakanir á hendur Kavanaugh Christine Blasey Ford, sálfræðiprófessor í Kaliforníu, mun mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna um ásakanir hennar á hendur Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti, um kynferðisofbeldi fyrir um þrjátíu árum. 22. september 2018 19:02 Vill tryggja öryggi fjölskyldu sinnar og njóta sanngirni Christine Blasey Ford, sem hefur sakað Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er til Hæstaréttar Bandaríkjanna, um nauðgun þegar þau voru í menntaskóla er tilbúin til að svara spurningum öldungadeildarþingmanna. 21. september 2018 09:52 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Mun afhenda nefndinni dagatöl frá 1982 til að styðja mál sitt Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donald Trump Bandaríkjaforseta, hyggst afhenda dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings dagatöl frá 1982 til þess að renna stoðum undir neitun hans á því að hafa framið kynferðisbrot sama ár. 23. september 2018 22:02
Mun mæta og svara spurningum þingmanna um ásakanir á hendur Kavanaugh Christine Blasey Ford, sálfræðiprófessor í Kaliforníu, mun mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna um ásakanir hennar á hendur Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti, um kynferðisofbeldi fyrir um þrjátíu árum. 22. september 2018 19:02
Vill tryggja öryggi fjölskyldu sinnar og njóta sanngirni Christine Blasey Ford, sem hefur sakað Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er til Hæstaréttar Bandaríkjanna, um nauðgun þegar þau voru í menntaskóla er tilbúin til að svara spurningum öldungadeildarþingmanna. 21. september 2018 09:52