Skattlögð til að fjármagna sóun Ingvar Smári Birgisson skrifar 26. september 2018 15:45 Ísland hentar ekkert sérstaklega vel fyrir landbúnað. Hér er veðurfar tiltölulega slæmt og við getum ekki keppt við lönd sem búa yfir meiri búsæld. Það hefur samt ekki komið í veg fyrir að stjórnmálaflokkar á Íslandi sameinist um að Ísland verði best í rekstri skattbýla. Líklega eru fáar mjólkurkýr á meginlandi Evrópu sem eru blóðmjólkaðar jafn mikið og íslenskur skattgreiðandi. Af launaseðlinum, sem þú vinnur fyrir myrkranna á milli, tekur ríkið 37% til 46% til sín. Ef þú vilt eyða afganginum af launaseðlinum í vörur og þjónustu tekur ríkið vænan skerf, stundum 11%, en oftast 24%. Í tilviki eldsneytis, sem nær allir þurfa til að komast leiðar sinnar, tekur ríkið meira en 50% í nafni (vinstri) grænnar skattlagningar. Og ef þú ætlar að drekkja sorgum þínum í öldurhúsum bæjarins þarft þú í þokkabót að borga einn drykk fyrir ríkið fyrir hvern drykk sem þú teigar. Ef þú fjárfestir í fasteign innheimtir sveitarfélagið fasteignaskatt fyrir það eitt að eiga fasteign. Takirðu áhættu og fjárfestir fénu þínu í atvinnurekstur þá greiðirðu 22% fjármagnstekjuskatt af hagnaðinum. Svo loksins þegar þú ert á kominn á grafarbakkann, hafandi komið nokkrum skattgreiðendum á legg eftir langa starfsævi og búinn að safna yfir áratugina á sparnaðarreikning því litla sem þú gast haldið eftir, tekur ríkið 10% af eignunum til sín í gegnum erfðafjárskatt.Sóun er regla í opinberum rekstri Þessum staðreyndum væri auðveldara að kyngja ef hið opinbera myndi sýna ráðdeild í því hvernig skattfé er ráðstafað. Ábyrgðarleysi og sóun er því miður alltof algeng í opinberum innkaupum og framkvæmdum. Sannast í því hið fornkveðna að fjármunir séu betur nýttir í höndum þeirra sem skapa þá, og hafa hagsmuni af nýtingu þeirra, heldur en í höndum embættismanna sem öfluðu ekki peninganna. Nú á dögunum eyddi Reykjavíkurborg 415 milljónum króna í endurbætur á bragga í Nauthólsvík. Á sama tíma, fyrir svipaða upphæð, reisir bóndi á Suðurlandi eitt fullkomnasta fjós Íslands, 4.200 fermetrar að stærð. Alþingi greiddi 22 milljónir króna, í júlí á bjartasta tíma ársins, til þess að tryggja góða lýsingu á hátíðarfundi Alþingis. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, lýsti því yfir fyrr í vikunni að það hefðu verið mistök að gefa Landspítalanum pening fyrir jáeindaskanna fremur en búnaðinn sjálfan ásamt uppsetningu. Svo slæm væri skipulagshæfni hins opinbera. Árlega mætti nefna hundruðir ef ekki þúsundir dæma af þessu tagi í opinberum rekstri, en aldrei er neinn rekinn eða látinn sæta ábyrgð. Á hinum almenna vinnumarkaði væri því öfugt farið. Starfsmaður sem myndi vanáætla kostnað við framkvæmd um mörg hundruð prósent fengi tæplega að halda vinnunni enda væri viðkomandi búinn að valda vinnuveitanda sínum ómældu tjóni.Útgjöld munu aukast um milljarð á viku Velta má fyrir sér, með tilliti til mikillar skattlagningar og syndsamlegrar sóunar, hvers vegna þörf sé á að auka ríkisútgjöld á komandi ári um meira en milljarð króna í hverri viku. Nærtækara væri að hið opinbera nýtti betur það skattféð sem það hefur, fremur en að taka meira. Landhelgisgæslan hefur t.d. tileinkað sér aukna ráðdeild á árinu með því að versla olíu í skipaflotann sinn af Færeyingum, þar sem kolefnisskattar eru lægri en á Íslandi. Í senn er þetta dæmi um mikla útsjónarsemi af Landhelgisgæslunni í rekstri en ekki síður dæmi um að skattar á Íslandi sé of háir. Þegar ríkisstofnanir eru farnir að stunda skattasniðgöngu þá er líklega kominn tími til að taka til í skattalöggjöfinni.Höfundur er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Braggamálið Efnahagsmál Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Ísland hentar ekkert sérstaklega vel fyrir landbúnað. Hér er veðurfar tiltölulega slæmt og við getum ekki keppt við lönd sem búa yfir meiri búsæld. Það hefur samt ekki komið í veg fyrir að stjórnmálaflokkar á Íslandi sameinist um að Ísland verði best í rekstri skattbýla. Líklega eru fáar mjólkurkýr á meginlandi Evrópu sem eru blóðmjólkaðar jafn mikið og íslenskur skattgreiðandi. Af launaseðlinum, sem þú vinnur fyrir myrkranna á milli, tekur ríkið 37% til 46% til sín. Ef þú vilt eyða afganginum af launaseðlinum í vörur og þjónustu tekur ríkið vænan skerf, stundum 11%, en oftast 24%. Í tilviki eldsneytis, sem nær allir þurfa til að komast leiðar sinnar, tekur ríkið meira en 50% í nafni (vinstri) grænnar skattlagningar. Og ef þú ætlar að drekkja sorgum þínum í öldurhúsum bæjarins þarft þú í þokkabót að borga einn drykk fyrir ríkið fyrir hvern drykk sem þú teigar. Ef þú fjárfestir í fasteign innheimtir sveitarfélagið fasteignaskatt fyrir það eitt að eiga fasteign. Takirðu áhættu og fjárfestir fénu þínu í atvinnurekstur þá greiðirðu 22% fjármagnstekjuskatt af hagnaðinum. Svo loksins þegar þú ert á kominn á grafarbakkann, hafandi komið nokkrum skattgreiðendum á legg eftir langa starfsævi og búinn að safna yfir áratugina á sparnaðarreikning því litla sem þú gast haldið eftir, tekur ríkið 10% af eignunum til sín í gegnum erfðafjárskatt.Sóun er regla í opinberum rekstri Þessum staðreyndum væri auðveldara að kyngja ef hið opinbera myndi sýna ráðdeild í því hvernig skattfé er ráðstafað. Ábyrgðarleysi og sóun er því miður alltof algeng í opinberum innkaupum og framkvæmdum. Sannast í því hið fornkveðna að fjármunir séu betur nýttir í höndum þeirra sem skapa þá, og hafa hagsmuni af nýtingu þeirra, heldur en í höndum embættismanna sem öfluðu ekki peninganna. Nú á dögunum eyddi Reykjavíkurborg 415 milljónum króna í endurbætur á bragga í Nauthólsvík. Á sama tíma, fyrir svipaða upphæð, reisir bóndi á Suðurlandi eitt fullkomnasta fjós Íslands, 4.200 fermetrar að stærð. Alþingi greiddi 22 milljónir króna, í júlí á bjartasta tíma ársins, til þess að tryggja góða lýsingu á hátíðarfundi Alþingis. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, lýsti því yfir fyrr í vikunni að það hefðu verið mistök að gefa Landspítalanum pening fyrir jáeindaskanna fremur en búnaðinn sjálfan ásamt uppsetningu. Svo slæm væri skipulagshæfni hins opinbera. Árlega mætti nefna hundruðir ef ekki þúsundir dæma af þessu tagi í opinberum rekstri, en aldrei er neinn rekinn eða látinn sæta ábyrgð. Á hinum almenna vinnumarkaði væri því öfugt farið. Starfsmaður sem myndi vanáætla kostnað við framkvæmd um mörg hundruð prósent fengi tæplega að halda vinnunni enda væri viðkomandi búinn að valda vinnuveitanda sínum ómældu tjóni.Útgjöld munu aukast um milljarð á viku Velta má fyrir sér, með tilliti til mikillar skattlagningar og syndsamlegrar sóunar, hvers vegna þörf sé á að auka ríkisútgjöld á komandi ári um meira en milljarð króna í hverri viku. Nærtækara væri að hið opinbera nýtti betur það skattféð sem það hefur, fremur en að taka meira. Landhelgisgæslan hefur t.d. tileinkað sér aukna ráðdeild á árinu með því að versla olíu í skipaflotann sinn af Færeyingum, þar sem kolefnisskattar eru lægri en á Íslandi. Í senn er þetta dæmi um mikla útsjónarsemi af Landhelgisgæslunni í rekstri en ekki síður dæmi um að skattar á Íslandi sé of háir. Þegar ríkisstofnanir eru farnir að stunda skattasniðgöngu þá er líklega kominn tími til að taka til í skattalöggjöfinni.Höfundur er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar