Virðist byggja á mistökum opinberra stofnanna segir ráðherra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. september 2018 19:45 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir ýmislegt benda til þess að úrskurðir sem fella úr gildi rekstarleyfi tveggja laxeldisfyrirtækja á Vestfjörðum byggi á mistökum. Verið sé að bera saman epli og appelsínur og ekki hafi verið tekið tillit til hagsmuna samfélagsins fyrir vestan. Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála felldi fyrir helgi úr gildi tvö rekstrarleyfi sem Matvælastofnun hafði veitt til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. Úrskurðirnir hafa vakið hörð viðbrögð en í sameiginlegri yfirlýsingu Vestfjarðastofu og fimm sveitarfélaga á Vestfjörðum segir meðal annars aðúrskurðurinn séáfellisdómur yfir Alþingi, ríkisstjórn og eftirlitsstofnunum. Um sé að ræða „skýrt dæmi um sálarlausa stjórnsýslu“þar sem framtíð heilu byggðalaganna sé sett í uppnám með einu pennastriki. „Ég er nú búinn að lesa úrskurðinn og mér finnst þar menn vera að fara fram á að bera saman epli og appelsínur. Landeldi og sjókvíaeldi í opnum sjókvíum er bara sitt hvor atvinnugreininn þótt það komi lifandi fiskur upp úr þeim báðum,“ segir Sigurður Ingi. Þá segir ráðherrann að svo virðist sem ekki hafi verið tekið tillit til allra þátta er máli skipta. „Þegar menn taka svona ákvörðun, sem virðist ef maður les úrskurðinn byggjast á mistökum opinberra stofnanna, þá er afleiðingin bæði efnahagsleg og samfélagsleg á samfélagið fyrir vestan þar sem atvinnugreinin er,“ segir Sigurður Ingi. Í fyrrnefndri yfirlýsingu er jafnframt gefið í skyn að úrskurðarnefndin bognað undan þrýstingi fámennra hópa auðmanna sem gengið hafi fram í ósvífinni hagsmunabaráttu, eins og það er orðaðí yfirlýsingunni. „Við höfum auðvitað séð kannski óeðlilega hörð átök á Íslandi þar sem að mér finnst að vísindin hafi verið látin undan síga og þessi þrjú megin markmið sjálfbærninnar, það er að segja ekki bara umhverfið heldur líka samfélagið og hagfræðin, hafi einhvern veginn ekki verið þátttakendur í þeirri umræðu.“ Málið var tekið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar í gær og að sögn Sigurðar Inga er úrskurður nefndarinnar til skoðunar hjá viðkomandi ráðuneytum. „Hvernig sé eðlilegast að bregðast við, ég trúi því að við finnum einhverjar skynsamlegar leiðir í því.“ Alþingi Fiskeldi Tengdar fréttir Vestfirðingar gagnrýna ósvífna hagsmunabaráttu auðmanna Afturköllun starfsleyfa Arctic Fish og Arnarlax kann að hafa neikvæð áhrif á atvinnuöryggi íbúa á Vestfjörðum. Sveitarstjórnarmenn á svæðinu eru öskureiðir vegna úrskurða um afturköllun. Formaður atvinnuveganefndar vill skoða að fr 29. september 2018 10:00 Fella leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að veita fyrirtækjunum Fjarðarlax ehf. og Artic Sea Farm leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. 27. september 2018 20:53 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir ýmislegt benda til þess að úrskurðir sem fella úr gildi rekstarleyfi tveggja laxeldisfyrirtækja á Vestfjörðum byggi á mistökum. Verið sé að bera saman epli og appelsínur og ekki hafi verið tekið tillit til hagsmuna samfélagsins fyrir vestan. Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála felldi fyrir helgi úr gildi tvö rekstrarleyfi sem Matvælastofnun hafði veitt til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. Úrskurðirnir hafa vakið hörð viðbrögð en í sameiginlegri yfirlýsingu Vestfjarðastofu og fimm sveitarfélaga á Vestfjörðum segir meðal annars aðúrskurðurinn séáfellisdómur yfir Alþingi, ríkisstjórn og eftirlitsstofnunum. Um sé að ræða „skýrt dæmi um sálarlausa stjórnsýslu“þar sem framtíð heilu byggðalaganna sé sett í uppnám með einu pennastriki. „Ég er nú búinn að lesa úrskurðinn og mér finnst þar menn vera að fara fram á að bera saman epli og appelsínur. Landeldi og sjókvíaeldi í opnum sjókvíum er bara sitt hvor atvinnugreininn þótt það komi lifandi fiskur upp úr þeim báðum,“ segir Sigurður Ingi. Þá segir ráðherrann að svo virðist sem ekki hafi verið tekið tillit til allra þátta er máli skipta. „Þegar menn taka svona ákvörðun, sem virðist ef maður les úrskurðinn byggjast á mistökum opinberra stofnanna, þá er afleiðingin bæði efnahagsleg og samfélagsleg á samfélagið fyrir vestan þar sem atvinnugreinin er,“ segir Sigurður Ingi. Í fyrrnefndri yfirlýsingu er jafnframt gefið í skyn að úrskurðarnefndin bognað undan þrýstingi fámennra hópa auðmanna sem gengið hafi fram í ósvífinni hagsmunabaráttu, eins og það er orðaðí yfirlýsingunni. „Við höfum auðvitað séð kannski óeðlilega hörð átök á Íslandi þar sem að mér finnst að vísindin hafi verið látin undan síga og þessi þrjú megin markmið sjálfbærninnar, það er að segja ekki bara umhverfið heldur líka samfélagið og hagfræðin, hafi einhvern veginn ekki verið þátttakendur í þeirri umræðu.“ Málið var tekið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar í gær og að sögn Sigurðar Inga er úrskurður nefndarinnar til skoðunar hjá viðkomandi ráðuneytum. „Hvernig sé eðlilegast að bregðast við, ég trúi því að við finnum einhverjar skynsamlegar leiðir í því.“
Alþingi Fiskeldi Tengdar fréttir Vestfirðingar gagnrýna ósvífna hagsmunabaráttu auðmanna Afturköllun starfsleyfa Arctic Fish og Arnarlax kann að hafa neikvæð áhrif á atvinnuöryggi íbúa á Vestfjörðum. Sveitarstjórnarmenn á svæðinu eru öskureiðir vegna úrskurða um afturköllun. Formaður atvinnuveganefndar vill skoða að fr 29. september 2018 10:00 Fella leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að veita fyrirtækjunum Fjarðarlax ehf. og Artic Sea Farm leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. 27. september 2018 20:53 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Vestfirðingar gagnrýna ósvífna hagsmunabaráttu auðmanna Afturköllun starfsleyfa Arctic Fish og Arnarlax kann að hafa neikvæð áhrif á atvinnuöryggi íbúa á Vestfjörðum. Sveitarstjórnarmenn á svæðinu eru öskureiðir vegna úrskurða um afturköllun. Formaður atvinnuveganefndar vill skoða að fr 29. september 2018 10:00
Fella leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að veita fyrirtækjunum Fjarðarlax ehf. og Artic Sea Farm leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. 27. september 2018 20:53