Hálfíslenska tvíeykið Pale & Paler vann CrossFit-mót í Ölpunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2018 13:00 Björgvin Karl Guðmundsson og Patrick Vellner. Mynd/Fésbókin/Swiss Alpine Battle Það voru ekki aðeins slæm úrslit fyrir íslenska íþróttamenn i Sviss um helgina þrátt fyrir skellinn í fótboltanum. Öflugasti CrossFit maður Íslands sá til þess. Ísland átti nefnilega fulltrúa efst á palli á CrossFit-mótinu Swiss Alpine Battle en það voru þeir Björgvin Karl Guðmundsson og Patrick Vellner sem unnu þetta mót. Swiss Alpine Battle er parakeppni en þar keppa annarsvegar saman karl og kona og hinsvegar tvær karlar. Það er einnig keppt í öldungaflokki. Björgvin Karl og Patrick völdu sér nafnið Pale & Paler og þeir leyfðu sér með því að skjóta aðeins á nokkra keppendur sem leggja mikið upp úr brúnkunni. „Í sambandi við Pale & Paler þá sýndum við Patrick Vellner heiminum að þú þarft ekki að vera brúnn til að vinna,“ skrifaði Björgvin karl á Instagram eftir mótið. „Ég hefði ekki getað beðið um betri vængmann. Miklar þakkir til Pat og farðu varlega á heimleiðinni,“ bætti Björgvin Karl við. Patrick Vellner er frá Kanada. Pale & Paler endaði með 795 stig eða með 72,5 stigi meira en pólska tvíeykið Polish Beasts. Finnar urðu síðan í þriðja sætinu. Pale & Paler byrjuðu ekki alltof vel, lentu í sjöunda sæti í fyrstu grein og í fjórða sæti í annarri ghrein. Þeir unnu hins vegar næstu tvær greinar og komu sér inn í toppbaráttuna. Björgvin Karl og Patrick gryggðu sér svo sigurinn með því að vinna þrjár síðustu greinarnar. Þeir unnu því fimm af tíu greinum keppninnar eða helminginn. Hér fyrir neðan má sjá færslu Björgvins á Instagram. View this post on InstagramThe @SwissAlpineBattle was an absolute banger Set in incredible surroundings in the Swiss Alps and superbly organized. Big thanks to the staff, organizers and sponsors of the tournament. A thoroughly fun and challenging competition that I´ll be more than willing to participate in again _ As far as team Pale & Paler goes, me and @pvellner proudly showed the world that you don´t need a tan to win. I could not have asked for a better wingman. Massive thanks for the past few days Pat and safe travels home _ _ _ #SAB2018 #SwissAlpineBattle #PaleAndPaler #Winners #VirusIntl #ThePassionThatDefiniesYou #rpstrength #Sportvorur #TheTrainingPlan #kriacycles #iamspecialized #wowair #BaklandMgmt #crossfithengill A post shared by Björgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) on Sep 10, 2018 at 2:10am PDT CrossFit Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Sjá meira
Það voru ekki aðeins slæm úrslit fyrir íslenska íþróttamenn i Sviss um helgina þrátt fyrir skellinn í fótboltanum. Öflugasti CrossFit maður Íslands sá til þess. Ísland átti nefnilega fulltrúa efst á palli á CrossFit-mótinu Swiss Alpine Battle en það voru þeir Björgvin Karl Guðmundsson og Patrick Vellner sem unnu þetta mót. Swiss Alpine Battle er parakeppni en þar keppa annarsvegar saman karl og kona og hinsvegar tvær karlar. Það er einnig keppt í öldungaflokki. Björgvin Karl og Patrick völdu sér nafnið Pale & Paler og þeir leyfðu sér með því að skjóta aðeins á nokkra keppendur sem leggja mikið upp úr brúnkunni. „Í sambandi við Pale & Paler þá sýndum við Patrick Vellner heiminum að þú þarft ekki að vera brúnn til að vinna,“ skrifaði Björgvin karl á Instagram eftir mótið. „Ég hefði ekki getað beðið um betri vængmann. Miklar þakkir til Pat og farðu varlega á heimleiðinni,“ bætti Björgvin Karl við. Patrick Vellner er frá Kanada. Pale & Paler endaði með 795 stig eða með 72,5 stigi meira en pólska tvíeykið Polish Beasts. Finnar urðu síðan í þriðja sætinu. Pale & Paler byrjuðu ekki alltof vel, lentu í sjöunda sæti í fyrstu grein og í fjórða sæti í annarri ghrein. Þeir unnu hins vegar næstu tvær greinar og komu sér inn í toppbaráttuna. Björgvin Karl og Patrick gryggðu sér svo sigurinn með því að vinna þrjár síðustu greinarnar. Þeir unnu því fimm af tíu greinum keppninnar eða helminginn. Hér fyrir neðan má sjá færslu Björgvins á Instagram. View this post on InstagramThe @SwissAlpineBattle was an absolute banger Set in incredible surroundings in the Swiss Alps and superbly organized. Big thanks to the staff, organizers and sponsors of the tournament. A thoroughly fun and challenging competition that I´ll be more than willing to participate in again _ As far as team Pale & Paler goes, me and @pvellner proudly showed the world that you don´t need a tan to win. I could not have asked for a better wingman. Massive thanks for the past few days Pat and safe travels home _ _ _ #SAB2018 #SwissAlpineBattle #PaleAndPaler #Winners #VirusIntl #ThePassionThatDefiniesYou #rpstrength #Sportvorur #TheTrainingPlan #kriacycles #iamspecialized #wowair #BaklandMgmt #crossfithengill A post shared by Björgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) on Sep 10, 2018 at 2:10am PDT
CrossFit Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Sjá meira