„Dettur ekki í hug“ að fara inn í H&M á Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. september 2018 13:53 Þorsteini Sæmundssyni misbýður verðmunurinn í H&M. Vísir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, spyr sig hvers vegna afnám tolla og vörugjalda á fatnað hafi ekki skilað sér betur til neytenda. Þrátt fyrir niðurfellinguna borgi það sig ennþá fyrir fólk að versla föt á netinu og flytja þau sjálf inn - og það ekki „á sömu frakt og kaupmenn eru að gera.“ Þorsteinn var gestur þáttarins N-sins þar sem hann ræddi um neytendamál við Guðmund Hörð Guðmundsson, frambjóðanda til formanns Neytendasamtakanna. Þar kallaði hann meðal annars eftir því að Samkeppnisstofnunin fái „meiri völd“ og auknar rannsóknarheimildir til að „grafa betur“ í íslensku viðskiptalífi. Meðal þess sem Þorsteinn telur að megi kanna betur er fataverslun á Íslandi. Fátt lýsi verðlagningu á þeim markaði betur en innreið fatakeðjunnar H&M, sem opnaði sína fyrstu verslun á Íslandi í ágúst í fyrra. Frá opnun verslunarinnar var ljóst að verð H&M hér á landi yrðu hærri en í verslunum keðjunnar erlendis og var verðmunurinn í sumum tilfellum um 60 prósent.H&M seldi föt á Íslandi fyrir um 2,5 milljarða króna í fyrra.Fréttablaðið/andri marínóÞorsteinn segir ljóst að niðurfelling tolla og vörugjalda á fatnað í ársbyrjun 2016 hafi bersýnilega sýnt fram á að „álagningin hafi ekki verið þarna. Menn sjá það núna,“ segir Þorsteinn og bætir við að kaupmenn hafi þannig ekki skilað afnáminu til neytenda. Þrátt fyrir að fataverslunareigendur geti stærðar sinnar vegna fengið hagstæðari flutningskjör „borgar það sig samt“ fyrir fólk að versla föt sín á netinu og flytja þau sjálf inn. Því sé víða pottur brotinn í íslenskri fataverslun, eins og koma H&M beri með sér. „Allt í einu kom hérna H&M - sem er himnaríki fyrir þá sem kaupa dálítið af fötum. Þau koma inn á markaðinn 30 prósent dýrari heldur en á Norðurlöndunum yfirleitt. Þetta bara sést á verðmiðanum hjá þeim,“ segir Þorsteinn. „Ég er ekki búinn að fara inn í þessa verslun, síðan að hún kom til Íslands. Mér dettur ekki í hug að fara þangað.“ Aðspurður hvort hann telji að mismunurinn liggi í flutningskostnaði til Íslands segir Þorsteinn að líklega spili hann einhverja rullu. Engu að síður veki hinn mikli verðmunur upp spurningar. „Hvaðan ertu að flytja þennan fatnað? Kína, Indlandi, Filippseyjum - til Norðurlandanna. Það er dágóður spölur. Bíddu, er leggurinn hingað þá svona rosalega dýr?“ spyr Þorsteinn og bætir við: „Þá þurfum við að skoða flutningastarfsemina.“ Spjall þeirra Guðmundar og Þorsteins má heyra hér að neðan. Umræðan um H&M hefst þegar um 28 mínútur eru liðnar af spjallinu. H&M Neytendur Tengdar fréttir Hríðfallandi hagnaður eftir erfiða sex mánuði hjá H&M Hagnaður sænska tískurisans H&M dróst saman um þriðjung á fyrri hluta rekstrarársins sem lauk í lok maí. Miklar óseldar vörubirgðir, of hraður vöxtur við opnun nýrra verslana og breytt neyslumynstur með aukinni netverslun hefur valdið fyrirtækinu tjóni. 29. júní 2018 16:00 Allt að 60 prósent dýrari vörur í H&M á Íslandi Mikill verðmunur er á sumum vörum fatarisans H&M ef verð er borið saman á milli landa. 15. ágúst 2017 14:30 Eiga ekki að „rétta hlut“ fyrirtækja hér Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir eftirlitið ekki hafa hagsmuni af því að verja fyrri niðurstöður sínar. Eftirlitið verði að meta atvik í hverju og einu máli. Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir að það verði að vera mögulegt fyrir fyrirtæki að bregðast við breytingum og nýrri samkeppni á hérlendum smásölumarkaði. 21. mars 2018 07:15 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, spyr sig hvers vegna afnám tolla og vörugjalda á fatnað hafi ekki skilað sér betur til neytenda. Þrátt fyrir niðurfellinguna borgi það sig ennþá fyrir fólk að versla föt á netinu og flytja þau sjálf inn - og það ekki „á sömu frakt og kaupmenn eru að gera.“ Þorsteinn var gestur þáttarins N-sins þar sem hann ræddi um neytendamál við Guðmund Hörð Guðmundsson, frambjóðanda til formanns Neytendasamtakanna. Þar kallaði hann meðal annars eftir því að Samkeppnisstofnunin fái „meiri völd“ og auknar rannsóknarheimildir til að „grafa betur“ í íslensku viðskiptalífi. Meðal þess sem Þorsteinn telur að megi kanna betur er fataverslun á Íslandi. Fátt lýsi verðlagningu á þeim markaði betur en innreið fatakeðjunnar H&M, sem opnaði sína fyrstu verslun á Íslandi í ágúst í fyrra. Frá opnun verslunarinnar var ljóst að verð H&M hér á landi yrðu hærri en í verslunum keðjunnar erlendis og var verðmunurinn í sumum tilfellum um 60 prósent.H&M seldi föt á Íslandi fyrir um 2,5 milljarða króna í fyrra.Fréttablaðið/andri marínóÞorsteinn segir ljóst að niðurfelling tolla og vörugjalda á fatnað í ársbyrjun 2016 hafi bersýnilega sýnt fram á að „álagningin hafi ekki verið þarna. Menn sjá það núna,“ segir Þorsteinn og bætir við að kaupmenn hafi þannig ekki skilað afnáminu til neytenda. Þrátt fyrir að fataverslunareigendur geti stærðar sinnar vegna fengið hagstæðari flutningskjör „borgar það sig samt“ fyrir fólk að versla föt sín á netinu og flytja þau sjálf inn. Því sé víða pottur brotinn í íslenskri fataverslun, eins og koma H&M beri með sér. „Allt í einu kom hérna H&M - sem er himnaríki fyrir þá sem kaupa dálítið af fötum. Þau koma inn á markaðinn 30 prósent dýrari heldur en á Norðurlöndunum yfirleitt. Þetta bara sést á verðmiðanum hjá þeim,“ segir Þorsteinn. „Ég er ekki búinn að fara inn í þessa verslun, síðan að hún kom til Íslands. Mér dettur ekki í hug að fara þangað.“ Aðspurður hvort hann telji að mismunurinn liggi í flutningskostnaði til Íslands segir Þorsteinn að líklega spili hann einhverja rullu. Engu að síður veki hinn mikli verðmunur upp spurningar. „Hvaðan ertu að flytja þennan fatnað? Kína, Indlandi, Filippseyjum - til Norðurlandanna. Það er dágóður spölur. Bíddu, er leggurinn hingað þá svona rosalega dýr?“ spyr Þorsteinn og bætir við: „Þá þurfum við að skoða flutningastarfsemina.“ Spjall þeirra Guðmundar og Þorsteins má heyra hér að neðan. Umræðan um H&M hefst þegar um 28 mínútur eru liðnar af spjallinu.
H&M Neytendur Tengdar fréttir Hríðfallandi hagnaður eftir erfiða sex mánuði hjá H&M Hagnaður sænska tískurisans H&M dróst saman um þriðjung á fyrri hluta rekstrarársins sem lauk í lok maí. Miklar óseldar vörubirgðir, of hraður vöxtur við opnun nýrra verslana og breytt neyslumynstur með aukinni netverslun hefur valdið fyrirtækinu tjóni. 29. júní 2018 16:00 Allt að 60 prósent dýrari vörur í H&M á Íslandi Mikill verðmunur er á sumum vörum fatarisans H&M ef verð er borið saman á milli landa. 15. ágúst 2017 14:30 Eiga ekki að „rétta hlut“ fyrirtækja hér Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir eftirlitið ekki hafa hagsmuni af því að verja fyrri niðurstöður sínar. Eftirlitið verði að meta atvik í hverju og einu máli. Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir að það verði að vera mögulegt fyrir fyrirtæki að bregðast við breytingum og nýrri samkeppni á hérlendum smásölumarkaði. 21. mars 2018 07:15 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Hríðfallandi hagnaður eftir erfiða sex mánuði hjá H&M Hagnaður sænska tískurisans H&M dróst saman um þriðjung á fyrri hluta rekstrarársins sem lauk í lok maí. Miklar óseldar vörubirgðir, of hraður vöxtur við opnun nýrra verslana og breytt neyslumynstur með aukinni netverslun hefur valdið fyrirtækinu tjóni. 29. júní 2018 16:00
Allt að 60 prósent dýrari vörur í H&M á Íslandi Mikill verðmunur er á sumum vörum fatarisans H&M ef verð er borið saman á milli landa. 15. ágúst 2017 14:30
Eiga ekki að „rétta hlut“ fyrirtækja hér Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir eftirlitið ekki hafa hagsmuni af því að verja fyrri niðurstöður sínar. Eftirlitið verði að meta atvik í hverju og einu máli. Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir að það verði að vera mögulegt fyrir fyrirtæki að bregðast við breytingum og nýrri samkeppni á hérlendum smásölumarkaði. 21. mars 2018 07:15