Vilja endurheimta stoltið Hjörvar Ólafsson skrifar 11. september 2018 07:30 Þetta gat ekki byrjað verr fyrir Hamrén. vísir/epa Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, og Hannes Þór Halldórsson, sem fékk það lítt öfundsverða verkefni að reyna að afstýra stærra tapi í leiknum gegn Sviss, ræddu hvernig leikmenn og forráðamenn liðsins hafa tekist á við áfallið á blaðamannafundi í gær. Næsta verkefni liðsins er afar verðugt, en liðið mætir bronsverðlaunahöfum frá heimsmeistaramótinu í Rússlandi. „Við náðum aldrei takti í þessum leik og misstum algerlega hausinn eftir að hafa fengið þriðja markið á okkur. Við fórum að verjast hver í sínu horni og það kann aldrei góðri lukku að stýra. Við vorum í áfalli eftir þennan leik og þó svo að aðstæður séu ekki eins þá má líkja þessu við rassskellinguna sem Brasilía fékk gegn Þýskalandi í undanúrslitum HM 2014,“ segir Hamrén á blaðamannafundinum í gær. „Leikmenn liðsins þurfa að sýna þess háttar spilamennsku í leiknum gegn Belgíu að þeir geti litið í spegilinn eftir leikinn og verið stoltir. Við þurfum að endurheimta stoltið og sýna hvað í liðinu býr. Við munum gera taktískar breytingar frá leiknum gegn Sviss og leita til leikmanna sem hafa aðra eiginleika en þeir sem byrjuðu í þeim leik,“ segir sænski þjálfarinn sem vildi þó ekki gefa upp hvort breytt verði um leikkerfi í leiknum gegn Belgum í kvöld. „Leikurinn og frammistaða okkar var rædd í þaula næsta sólarhring eftir leikinn. Við teljum okkur vita hvað fór úrskeiðis og ætlum að rísa aftur upp. Við höfum áður staðið okkur vel gegn sterkum þjóðum á heimavelli. Þar á meðal gegn nýkrýndum bronsverðlaunahafa af heimsmeistaramóti. Við þurfum að sýna þessu verkefni auðmýkt, en um leið að hafa það í huga að við getum vel náð í góð úrslit með frábærum stuðningi. Við biðjum nú um að fá áfram þann góða stuðning sem við höfum notið undanfarin ár,“ segir Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska liðsins, á blaðamannafundinum. „Okkur líður vel hérna á heimavelli og við stefnum að því að skapa góð augnablik sem verða til þess að við getum grafið leikinn gegn Sviss strax. Það er gott að fá leik strax til þess að geta kvittað fyrir þennan slæma leik. Undirbúningur minn er bara hefðbundinn fyrir þennan leik. Við erum vanir því að mæta leikmönnum í þeim gæðaflokki sem leikmenn belgíska liðsins eru. Við erum staðráðnir í að standa okkur vel og freista þess að ná jákvæðum úrslitum," segir Hannes Þór um leikinn gegn Belgum á Laugardalsvellinum sem hefst klukkan 18:45 í kvöld. hjorvaro@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fleiri fréttir Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Sjá meira
Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, og Hannes Þór Halldórsson, sem fékk það lítt öfundsverða verkefni að reyna að afstýra stærra tapi í leiknum gegn Sviss, ræddu hvernig leikmenn og forráðamenn liðsins hafa tekist á við áfallið á blaðamannafundi í gær. Næsta verkefni liðsins er afar verðugt, en liðið mætir bronsverðlaunahöfum frá heimsmeistaramótinu í Rússlandi. „Við náðum aldrei takti í þessum leik og misstum algerlega hausinn eftir að hafa fengið þriðja markið á okkur. Við fórum að verjast hver í sínu horni og það kann aldrei góðri lukku að stýra. Við vorum í áfalli eftir þennan leik og þó svo að aðstæður séu ekki eins þá má líkja þessu við rassskellinguna sem Brasilía fékk gegn Þýskalandi í undanúrslitum HM 2014,“ segir Hamrén á blaðamannafundinum í gær. „Leikmenn liðsins þurfa að sýna þess háttar spilamennsku í leiknum gegn Belgíu að þeir geti litið í spegilinn eftir leikinn og verið stoltir. Við þurfum að endurheimta stoltið og sýna hvað í liðinu býr. Við munum gera taktískar breytingar frá leiknum gegn Sviss og leita til leikmanna sem hafa aðra eiginleika en þeir sem byrjuðu í þeim leik,“ segir sænski þjálfarinn sem vildi þó ekki gefa upp hvort breytt verði um leikkerfi í leiknum gegn Belgum í kvöld. „Leikurinn og frammistaða okkar var rædd í þaula næsta sólarhring eftir leikinn. Við teljum okkur vita hvað fór úrskeiðis og ætlum að rísa aftur upp. Við höfum áður staðið okkur vel gegn sterkum þjóðum á heimavelli. Þar á meðal gegn nýkrýndum bronsverðlaunahafa af heimsmeistaramóti. Við þurfum að sýna þessu verkefni auðmýkt, en um leið að hafa það í huga að við getum vel náð í góð úrslit með frábærum stuðningi. Við biðjum nú um að fá áfram þann góða stuðning sem við höfum notið undanfarin ár,“ segir Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska liðsins, á blaðamannafundinum. „Okkur líður vel hérna á heimavelli og við stefnum að því að skapa góð augnablik sem verða til þess að við getum grafið leikinn gegn Sviss strax. Það er gott að fá leik strax til þess að geta kvittað fyrir þennan slæma leik. Undirbúningur minn er bara hefðbundinn fyrir þennan leik. Við erum vanir því að mæta leikmönnum í þeim gæðaflokki sem leikmenn belgíska liðsins eru. Við erum staðráðnir í að standa okkur vel og freista þess að ná jákvæðum úrslitum," segir Hannes Þór um leikinn gegn Belgum á Laugardalsvellinum sem hefst klukkan 18:45 í kvöld. hjorvaro@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fleiri fréttir Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Sjá meira