Fljúgandi lömb í Hrunaréttum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. september 2018 14:31 Lömbin komu fljúgandi inn í réttirnar í morgun þegar þau voru rekin inn í almenninginn. Vísir/MHH Góð stemming var í Hrunaréttum í Hrunamannahreppi í morgun í björtu og fallegu veðri. Um 3.500 fjár voru í réttunum, auk mikils mannfjölda sem sá um að draga féð í dilka eða fylgjast með réttarstörfum. Skaftárréttir í Skeiða og Gnúpverjahreppi eru líka í dag og í fyrramálið kl. 09:00 hefjast Skeiðaréttir. Fjallkóngur Hrunamanna er sáttur við lömbin. „Já, þau eru bara fín, auðvitað er smátt innan um en annars líst mér vel á þau. Fjallferðin gekk mjög vel enda fengum við frábært veður alla dagana, það gerist varla betra,“ segir Jón Bjarnason frá Skipholti. Hann var að fara í sína fyrstu ferð á fjall sem fjallkóngur. Fjallkóngur er sá sem stýrir leitunum, verkstjóri sem segir leitarmönnum hvert þeir eiga að fara. Fjallkóngur Hrunamanna segir lömbin almennt líta vel út eftir að hafa verið á afrétti í sumar.Vísir/MHH Um 3.500 fjár voru í Hrunaréttum.Vísir/MHH Jón Bjarnason var að fara í sínar fyrstu leitir sem fjallkóngur. Hann segir veðrið hafa verið frábært alla dagana á fjalli.Vísir/MHH Hannes Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, mætti í réttirnar með frænda sínum. Hannes var í sveit í Hrunamannahreppi til margra ára.Vísir/MHH Jón Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps, mætir alltaf í Hrunaréttir.Vísir/MHH Það fór vel á með Jóhannesi Kristjánssyni eftirhermu og Elsu Ingjaldsdóttur, eiginkonu Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra, í réttunum þegar þau spjölluðu við heimamenn.Vísir/MHH Krakkar eru duglegir að draga í réttum og gefa ekkert eftir í þeim efnum.Vísir/MHH Dýr Hrunamannahreppur Landbúnaður Réttir Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fleiri fréttir „Það er svo mikil skömm í kringum þetta“ Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Sjá meira
Góð stemming var í Hrunaréttum í Hrunamannahreppi í morgun í björtu og fallegu veðri. Um 3.500 fjár voru í réttunum, auk mikils mannfjölda sem sá um að draga féð í dilka eða fylgjast með réttarstörfum. Skaftárréttir í Skeiða og Gnúpverjahreppi eru líka í dag og í fyrramálið kl. 09:00 hefjast Skeiðaréttir. Fjallkóngur Hrunamanna er sáttur við lömbin. „Já, þau eru bara fín, auðvitað er smátt innan um en annars líst mér vel á þau. Fjallferðin gekk mjög vel enda fengum við frábært veður alla dagana, það gerist varla betra,“ segir Jón Bjarnason frá Skipholti. Hann var að fara í sína fyrstu ferð á fjall sem fjallkóngur. Fjallkóngur er sá sem stýrir leitunum, verkstjóri sem segir leitarmönnum hvert þeir eiga að fara. Fjallkóngur Hrunamanna segir lömbin almennt líta vel út eftir að hafa verið á afrétti í sumar.Vísir/MHH Um 3.500 fjár voru í Hrunaréttum.Vísir/MHH Jón Bjarnason var að fara í sínar fyrstu leitir sem fjallkóngur. Hann segir veðrið hafa verið frábært alla dagana á fjalli.Vísir/MHH Hannes Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, mætti í réttirnar með frænda sínum. Hannes var í sveit í Hrunamannahreppi til margra ára.Vísir/MHH Jón Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps, mætir alltaf í Hrunaréttir.Vísir/MHH Það fór vel á með Jóhannesi Kristjánssyni eftirhermu og Elsu Ingjaldsdóttur, eiginkonu Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra, í réttunum þegar þau spjölluðu við heimamenn.Vísir/MHH Krakkar eru duglegir að draga í réttum og gefa ekkert eftir í þeim efnum.Vísir/MHH
Dýr Hrunamannahreppur Landbúnaður Réttir Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fleiri fréttir „Það er svo mikil skömm í kringum þetta“ Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Sjá meira