Mistök kostuðu okkur leikinn Kristinn Páll Teitsson skrifar 17. september 2018 08:00 Martin Hermannsson fór fyrir liði Íslands í stigaskorun líkt og oft áður en hann var gríðarlega óheppinn að sniðskot hans fór ekki niður sem hefði líklegast dugað Íslandi til sigurs á lokasekúndum leiksins. Vísir/Getty Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hóf undankeppni EuroBasket 2021 á svekkjandi þriggja stiga tapi 80-77 fyrir Portúgal ytra í gær. Var þetta fyrsti leikur Íslands í riðlakeppninni en ásamt Portúgal og Íslandi er Belgía í C-riðli. Fer eitt lið áfram á lokastig undankeppninnar og er Portúgal efst og eina liðið sem hefur leikið tvo leiki. Næsti leikur Íslands er gegn Belgíu í nóvember á heimavelli þar sem Ísland þarf á sigri að halda. Leikurinn var afar jafn í fyrri hálfleik, liðin skiptust á forskotinu og náði Ísland mest fimm stiga forskoti þó að Portúgal væri aldrei langt undan. Náði Portúgal forskotinu skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks og ellefu stiga forskoti í upphafi fjórða leikhluta eftir slæman leikkafla hjá íslenska liðinu en Íslendingarnir neituðu að gefast upp.Gerðum of mörg mistök Elvar Friðriksson og Kári Jónsson áttu stóran þátt í því að Ísland komst aftur inn í leikinn og náði forskotinu en á lokametrunum sigu Portúgalar fram úr. Settu þeir fjögur síðustu stig leiksins og unnu nauman þriggja stiga sigur. Ísland fékk gott færi til að komast yfir þegar ellefu sekúndur voru eftir en niður vildi boltinn ekki og með því fóru möguleikar Íslands. Þjálfari landsliðsins, Craig Pedersen, var skiljanlega hundsvekktur er Fréttablaðið sló á þráðinn til hans til Portúgals. „Tilfinningin er ekki góð og ég er afar vonsvikinn, við gerðum marga jákvæða hluti í leiknum en gerðum of mörg mistök til að vinna þennan leik. Við vorum að tapa boltanum á stöðum sem gáfu þeim auðveldar körfur, það er óboðlegt að gefa svona liði körfur þar sem þú getur ekki varist þeim,“ sagði Craig og hélt áfram: „Í varnarleiknum vorum við heldur ekki nægilega duglegir að ýta þeim út til að aðstoða Tryggva. Þeir fá stóra körfu upp úr sóknafrákasti þar sem menn gleyma sér sem má ekki gerast. Sú karfa gerði út af við okkur, þar voru menn einfaldlega ekki nógu beittir til að klára leikinn. Þetta var leikur þar sem smáatriðin skipta máli og ein sókn gerði útslagið. Við þurftum eina körfu til viðbótar og fengum færi til þess en það vantaði herslumuninn.“ Ísland átti góðar rispur í sóknarleiknum. „Í sókninni vorum við að fá fína möguleika, skapa okkur skot sem við viljum fá en náðum ekki að nýta þau nægilega vel.“ Það er ljóst að Ísland þarf helst að vinna alla þrjá leikina sem eftir eru til að komast áfram. „Þeir eru með gott lið með leikmenn úr frábærum liðum en við sýndum það í dag að við getum unnið Portúgal. Þetta er jafn og spennandi riðill og það geta allir unnið alla,“ sagði Craig og hélt áfram: „Þeir fengu færi til að vinna Belgíu, rétt eins og við fengum tækifæri til að vinna hér í Portúgal. Nú verðum við að einbeita okkur að Belgíuleiknum og verja heimavöll okkar, við verðum að vinna þann leik,“ sagði Craig svekktur að lokum. Hann hefur nægan tíma til að fara yfir hvað fór úrskeiðis enda næsti leikur Íslands, gegn Belgíu á heimavelli, ekki fyrr en í nóvember. Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Tengdar fréttir Grátlegt tap í spennutrylli í Portúgal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði 80-77 gegn Portúgal í fyrsta leik liðsins í fyrsta leik liðsins í forkeppni EM 2021. 16. september 2018 19:32 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hóf undankeppni EuroBasket 2021 á svekkjandi þriggja stiga tapi 80-77 fyrir Portúgal ytra í gær. Var þetta fyrsti leikur Íslands í riðlakeppninni en ásamt Portúgal og Íslandi er Belgía í C-riðli. Fer eitt lið áfram á lokastig undankeppninnar og er Portúgal efst og eina liðið sem hefur leikið tvo leiki. Næsti leikur Íslands er gegn Belgíu í nóvember á heimavelli þar sem Ísland þarf á sigri að halda. Leikurinn var afar jafn í fyrri hálfleik, liðin skiptust á forskotinu og náði Ísland mest fimm stiga forskoti þó að Portúgal væri aldrei langt undan. Náði Portúgal forskotinu skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks og ellefu stiga forskoti í upphafi fjórða leikhluta eftir slæman leikkafla hjá íslenska liðinu en Íslendingarnir neituðu að gefast upp.Gerðum of mörg mistök Elvar Friðriksson og Kári Jónsson áttu stóran þátt í því að Ísland komst aftur inn í leikinn og náði forskotinu en á lokametrunum sigu Portúgalar fram úr. Settu þeir fjögur síðustu stig leiksins og unnu nauman þriggja stiga sigur. Ísland fékk gott færi til að komast yfir þegar ellefu sekúndur voru eftir en niður vildi boltinn ekki og með því fóru möguleikar Íslands. Þjálfari landsliðsins, Craig Pedersen, var skiljanlega hundsvekktur er Fréttablaðið sló á þráðinn til hans til Portúgals. „Tilfinningin er ekki góð og ég er afar vonsvikinn, við gerðum marga jákvæða hluti í leiknum en gerðum of mörg mistök til að vinna þennan leik. Við vorum að tapa boltanum á stöðum sem gáfu þeim auðveldar körfur, það er óboðlegt að gefa svona liði körfur þar sem þú getur ekki varist þeim,“ sagði Craig og hélt áfram: „Í varnarleiknum vorum við heldur ekki nægilega duglegir að ýta þeim út til að aðstoða Tryggva. Þeir fá stóra körfu upp úr sóknafrákasti þar sem menn gleyma sér sem má ekki gerast. Sú karfa gerði út af við okkur, þar voru menn einfaldlega ekki nógu beittir til að klára leikinn. Þetta var leikur þar sem smáatriðin skipta máli og ein sókn gerði útslagið. Við þurftum eina körfu til viðbótar og fengum færi til þess en það vantaði herslumuninn.“ Ísland átti góðar rispur í sóknarleiknum. „Í sókninni vorum við að fá fína möguleika, skapa okkur skot sem við viljum fá en náðum ekki að nýta þau nægilega vel.“ Það er ljóst að Ísland þarf helst að vinna alla þrjá leikina sem eftir eru til að komast áfram. „Þeir eru með gott lið með leikmenn úr frábærum liðum en við sýndum það í dag að við getum unnið Portúgal. Þetta er jafn og spennandi riðill og það geta allir unnið alla,“ sagði Craig og hélt áfram: „Þeir fengu færi til að vinna Belgíu, rétt eins og við fengum tækifæri til að vinna hér í Portúgal. Nú verðum við að einbeita okkur að Belgíuleiknum og verja heimavöll okkar, við verðum að vinna þann leik,“ sagði Craig svekktur að lokum. Hann hefur nægan tíma til að fara yfir hvað fór úrskeiðis enda næsti leikur Íslands, gegn Belgíu á heimavelli, ekki fyrr en í nóvember.
Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Tengdar fréttir Grátlegt tap í spennutrylli í Portúgal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði 80-77 gegn Portúgal í fyrsta leik liðsins í fyrsta leik liðsins í forkeppni EM 2021. 16. september 2018 19:32 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Sjá meira
Grátlegt tap í spennutrylli í Portúgal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði 80-77 gegn Portúgal í fyrsta leik liðsins í fyrsta leik liðsins í forkeppni EM 2021. 16. september 2018 19:32