Hafa áhyggjur af vegferð Svandísar gegn einkarekstri Sveinn Arnarsson skrifar 18. september 2018 07:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Fréttablaðið/Ernir Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa áhyggjur af vegferð Svandísar Svavarsdóttur í stóli heilbrigðisráðherra. Þrír þingmenn hafa stigið fram og skrifað um einkarekstur í heilbrigðiskerfinu á meðan þingmenn VG hafa lagt fram lagafrumvarp um að ráðherra sé aðeins heimilt að semja við fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Brynjar Níelsson er einn þriggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem skrifuðu aðsenda grein í Morgunblaðið um helgina þar sem talað er fyrir einkarekstri í heilbrigðisgeiranum. Hann segir mikilvægt að árétta stefnu flokksins gagnvart sínum kjósendum. „Okkar kjósendur mega ekki halda að af því við þegjum þá séum við sammála ráðherranum. Við verðum að láta vita að við erum ekki sammála honum,“ segir Brynjar.Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Fréttablaðið/Anton BrinkEiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir nú reyna á mátt flokkanna til að ná saman um álitaefni á þessu þingi. „Það var vitað að þessir tveir flokkar hafa gerólíka sýn á málaflokkinn og nú er það að birtast okkur. Það mun nú reyna á fyrir flokkana að ná sátt og málamiðlun í þessum efnum,“ segir Eiríkur. „Hins vegar er það ekki nýlunda að flokkar í ríkisstjórn séu ósammála um stór mál.“ Brynjar telur einmitt að það verði verkefni vetrarins að koma flokkunum saman í þessum málaflokki. Ekki hafi verið tekið á þessu máli í stjórnarsáttmálanum. „Það er ekkert þannig að það sé eitthvað komið frá ríkisstjórninni, það er ekkert þannig. Hún er bara að vinna sem ráðherra innan þeirra heimilda sem henni eru settar samkvæmt lögum og er að fara í ákveðna átt að manni sýnist og við höfum áhyggjur af því og þess vegna skrifuðum við þessa grein. Þetta getur orðið stórmál í ríkisstjórn ef menn ætla að fara að kollvarpa kerfinu,“ segir Brynjar.Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Fréttablaðið/Anton BrinkÓlafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG, vill banna ríkinu að semja við hagnaðardrifin fyrirtæki í heilbrigðisgeiranum. Hann segir þetta ekki þurfa að koma Sjálfstæðisflokknum á óvart enda sé þetta í anda þeirra laga sem Kristján Þór Júlíusson setti á sínum tíma í stóli ráðherra heilbrigðismála. Brynjar segir það ekki koma til greina að ráðherra myndi leggja fram slíkt frumvarp. „Það hefði aldrei komið til greina. hún hefði aldrei náð samstöðu um það í ríkisstjórn að banna allan einkarekstur þar sem er hagnaður,“ bætir Brynjar við. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa áhyggjur af vegferð Svandísar Svavarsdóttur í stóli heilbrigðisráðherra. Þrír þingmenn hafa stigið fram og skrifað um einkarekstur í heilbrigðiskerfinu á meðan þingmenn VG hafa lagt fram lagafrumvarp um að ráðherra sé aðeins heimilt að semja við fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Brynjar Níelsson er einn þriggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem skrifuðu aðsenda grein í Morgunblaðið um helgina þar sem talað er fyrir einkarekstri í heilbrigðisgeiranum. Hann segir mikilvægt að árétta stefnu flokksins gagnvart sínum kjósendum. „Okkar kjósendur mega ekki halda að af því við þegjum þá séum við sammála ráðherranum. Við verðum að láta vita að við erum ekki sammála honum,“ segir Brynjar.Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Fréttablaðið/Anton BrinkEiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir nú reyna á mátt flokkanna til að ná saman um álitaefni á þessu þingi. „Það var vitað að þessir tveir flokkar hafa gerólíka sýn á málaflokkinn og nú er það að birtast okkur. Það mun nú reyna á fyrir flokkana að ná sátt og málamiðlun í þessum efnum,“ segir Eiríkur. „Hins vegar er það ekki nýlunda að flokkar í ríkisstjórn séu ósammála um stór mál.“ Brynjar telur einmitt að það verði verkefni vetrarins að koma flokkunum saman í þessum málaflokki. Ekki hafi verið tekið á þessu máli í stjórnarsáttmálanum. „Það er ekkert þannig að það sé eitthvað komið frá ríkisstjórninni, það er ekkert þannig. Hún er bara að vinna sem ráðherra innan þeirra heimilda sem henni eru settar samkvæmt lögum og er að fara í ákveðna átt að manni sýnist og við höfum áhyggjur af því og þess vegna skrifuðum við þessa grein. Þetta getur orðið stórmál í ríkisstjórn ef menn ætla að fara að kollvarpa kerfinu,“ segir Brynjar.Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Fréttablaðið/Anton BrinkÓlafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG, vill banna ríkinu að semja við hagnaðardrifin fyrirtæki í heilbrigðisgeiranum. Hann segir þetta ekki þurfa að koma Sjálfstæðisflokknum á óvart enda sé þetta í anda þeirra laga sem Kristján Þór Júlíusson setti á sínum tíma í stóli ráðherra heilbrigðismála. Brynjar segir það ekki koma til greina að ráðherra myndi leggja fram slíkt frumvarp. „Það hefði aldrei komið til greina. hún hefði aldrei náð samstöðu um það í ríkisstjórn að banna allan einkarekstur þar sem er hagnaður,“ bætir Brynjar við.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira