„Það sem WOW er að gera er ekki neitt óvenjulegt“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. september 2018 19:15 Líkt og fram hefur komið tókst WOW air í dag að verða sér út um 7,7 milljarða króna til að styrkja rekstur félagins með skuldabréfaútboði. Bæði innlendir og erlendir fjárfestar tóku þátt í útboðinu en til stendur að skrá félagið á hlutabréfamarkað á næstu tólf til átján mánuðum. Af heildarstærð skuldabréfaflokksins, sem nemur 60 milljónum evra, hafa 50 milljónir þegar verið seldar og 10 milljónir evra verða seldar fjárfestum í framhaldi af útboðinu. Forsvarsmenn WOW air vildu ekki veita viðtal í dag en í tilkynningu frá félaginu er haft eftir Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air, að niðurstaðan sé félaginu mikil hvatning til að halda áfram góðu starfi og til efla enn frekar alþjóðlegt flug og ferðaþjónustu hér á landi. Þá þakkar hann öllum þeim sem tóku þátt í útboðinu. Eðlilegt skref Sveinn Þórarinsson, sem stýrir hlutabréfagreiningum hjá Hagfræðideild Landsbankans, segir ekkert óvenjulegt við að WOW air hafi farið þessa leið. „Ef maður horfir bara á almennt, fyrirtæki sem eru að vaxa, þá er í rauninni það sem WOW er að gera er ekki neitt óvenjulegt. Það var auðvitað ljóst á einhverjum tímapunkti að WOW myndi þurfa að sækja sér fjármögnun, það er bara eðlilegur hluti af því að vera, hvort sem þú vilt kalla það startup eða lítið fyrirtæki sem er núna orðið stórt. Þannig að í rauninni þessi skref sem að félagið er að taka eru þekkt og ósköp venjuleg,“ segir Sveinn. Burt séð frá rekstrarhorfum íslensku flugfélaganna tveggja sé þó nokkuð ljóst að flugfargjöld komi til með að hækka. „Það er í rauninni tvennt sem togast á, það er annars vegar bara olíuverðshækkanir, þú þarft ekkert að vera snillingur til þess að sjá það að þau þurfa aðeins að hækka. Hversu mikið er svo annað mál og hvaða áhrif það hefur á eftirspurnina er svo annar handleggur,“ segir Sveinn. Á hlutabréfamarkað eftir 12-18 mánuði Það er Pareto Securities hefur umsjón með skuldabréfaútboðinu fyrir hönd WOW air ásamt Arctica Finance. Bréfin verða gefin út með rafrænum hætti í Værdipapirsentralen ASA í Noregi og verða í framhaldinu skráð í Nasdaq kauphöllinni í Stokkhólmi. Bréfin verða gefin út til þriggja ára og eru tryggð með veði í öllum hlutabréfum í WOW Air og dótturfélögum þess. Nafnverð hvers bréfs nemur 100.000 evrum, jafnvirði 13 milljóna króna. Þá hefur félagið ráðið Arion banka og Arctica Finance til að hefja undirbúning að skráningu hlutabréfa félagsins innan 12-18 mánaða, bæði hér á landi og erlendis. WOW Air Tengdar fréttir WOW lauk 60 milljóna evra fjármögnun Skuldabréfaútboði WOW air lauk í dag, 18. september. Stærð skuldabréfaflokksins nemur 60 milljónum evra, þar af 50 milljónir evra sem þegar hafa verið seldar og 10 milljónir evra sem verða seldar fjárfestum í framhaldi af útboðinu. 18. september 2018 15:21 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
Líkt og fram hefur komið tókst WOW air í dag að verða sér út um 7,7 milljarða króna til að styrkja rekstur félagins með skuldabréfaútboði. Bæði innlendir og erlendir fjárfestar tóku þátt í útboðinu en til stendur að skrá félagið á hlutabréfamarkað á næstu tólf til átján mánuðum. Af heildarstærð skuldabréfaflokksins, sem nemur 60 milljónum evra, hafa 50 milljónir þegar verið seldar og 10 milljónir evra verða seldar fjárfestum í framhaldi af útboðinu. Forsvarsmenn WOW air vildu ekki veita viðtal í dag en í tilkynningu frá félaginu er haft eftir Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air, að niðurstaðan sé félaginu mikil hvatning til að halda áfram góðu starfi og til efla enn frekar alþjóðlegt flug og ferðaþjónustu hér á landi. Þá þakkar hann öllum þeim sem tóku þátt í útboðinu. Eðlilegt skref Sveinn Þórarinsson, sem stýrir hlutabréfagreiningum hjá Hagfræðideild Landsbankans, segir ekkert óvenjulegt við að WOW air hafi farið þessa leið. „Ef maður horfir bara á almennt, fyrirtæki sem eru að vaxa, þá er í rauninni það sem WOW er að gera er ekki neitt óvenjulegt. Það var auðvitað ljóst á einhverjum tímapunkti að WOW myndi þurfa að sækja sér fjármögnun, það er bara eðlilegur hluti af því að vera, hvort sem þú vilt kalla það startup eða lítið fyrirtæki sem er núna orðið stórt. Þannig að í rauninni þessi skref sem að félagið er að taka eru þekkt og ósköp venjuleg,“ segir Sveinn. Burt séð frá rekstrarhorfum íslensku flugfélaganna tveggja sé þó nokkuð ljóst að flugfargjöld komi til með að hækka. „Það er í rauninni tvennt sem togast á, það er annars vegar bara olíuverðshækkanir, þú þarft ekkert að vera snillingur til þess að sjá það að þau þurfa aðeins að hækka. Hversu mikið er svo annað mál og hvaða áhrif það hefur á eftirspurnina er svo annar handleggur,“ segir Sveinn. Á hlutabréfamarkað eftir 12-18 mánuði Það er Pareto Securities hefur umsjón með skuldabréfaútboðinu fyrir hönd WOW air ásamt Arctica Finance. Bréfin verða gefin út með rafrænum hætti í Værdipapirsentralen ASA í Noregi og verða í framhaldinu skráð í Nasdaq kauphöllinni í Stokkhólmi. Bréfin verða gefin út til þriggja ára og eru tryggð með veði í öllum hlutabréfum í WOW Air og dótturfélögum þess. Nafnverð hvers bréfs nemur 100.000 evrum, jafnvirði 13 milljóna króna. Þá hefur félagið ráðið Arion banka og Arctica Finance til að hefja undirbúning að skráningu hlutabréfa félagsins innan 12-18 mánaða, bæði hér á landi og erlendis.
WOW Air Tengdar fréttir WOW lauk 60 milljóna evra fjármögnun Skuldabréfaútboði WOW air lauk í dag, 18. september. Stærð skuldabréfaflokksins nemur 60 milljónum evra, þar af 50 milljónir evra sem þegar hafa verið seldar og 10 milljónir evra sem verða seldar fjárfestum í framhaldi af útboðinu. 18. september 2018 15:21 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
WOW lauk 60 milljóna evra fjármögnun Skuldabréfaútboði WOW air lauk í dag, 18. september. Stærð skuldabréfaflokksins nemur 60 milljónum evra, þar af 50 milljónir evra sem þegar hafa verið seldar og 10 milljónir evra sem verða seldar fjárfestum í framhaldi af útboðinu. 18. september 2018 15:21