Guðmundur mögulega sekur um „alvarleg brot“ á samkeppnislögum Helgi Vífill Júliusson skrifar 19. september 2018 06:00 Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda. Fréttablaðið/Anton Brink Samkeppniseftirlitið segir í frummati að það kunni að brjóta samkeppnislög að Guðmundur Kristjánsson, aðaleigandi útgerðarinnar Brims, skuli hafa tekið við stjórnartaumum HB Granda. Stofnunin lítur það sömu augum að hann skuli hafa setið í stjórn Vinnslustöðvarinnar á sama tíma og hann stýrði Brimi. Fyrirtækin stunda útflutning, um 98 prósent af íslensku sjávarfangi eru seld erlendis. Samkeppniseftirlitið gerir fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda, og segir að ef frummat stofnunarinnar sé á rökum reist sé um að ræða „alvarleg brot“ á samkeppnislögum. Fram kemur í bréfi frá Samkeppniseftirlitinu, sem Markaðurinn hefur undir höndum, að sú staða að aðaleigandi Brims sé forstjóri HB Granda kunni að leiða til brota á samkeppnislögum. Guðmundur tók við sem forstjóri HB Granda í júní eftir kaup á kjölfestu hlut í fyrirtækinu vor. Stofnunin rifjar upp að í Fréttablaðinu hafi komið fram að hann hafi áhuga á að auka samstarf á milli útgerðanna tveggja og að einkum sé horft til sölu- og markaðsmála í þeim efnum. Auk þess er sagt í bréfinu að sú staða að aðaleigandi Brims sitji í stjórn Vinnslustöðvarinnar, en hann átti þriðjungshlut í fyrirtækinu þar til í gær, kunni að leiða til samkeppnisbrota. Samkvæmt tilkynningu til Ríkisskattstjóra hefur Guðmundur ekki setið í stjórn Vinnslustöðvarinnar frá 10. apríl þegar blásið var til aðalfundar. Bréfið sem Markaðurinn hefur undir höndum er dagsett 6. júlí. Samkeppniseftirlitið segir að það sé varhugavert í samkeppnislegu tilliti að sami aðili, sem eigi allt hlutafé í einu félagi, sé á sama tíma forstjóri félags á sama markaði og stjórnarmaður í því þriðja. Guðmundur vildi ekki tjá sig við Markaðinn þegar eftir því var leitað.Guðmundur er aðaleigandi Brims og HB Granda.Fréttablaðið/eyþórHvorki tilkynnt um kaup á Ögurvík né HB Granda Enn fremur telur Samkeppniseftirlitið að tilkynningarskyldur samruni kunni að hafa átt sér stað þegar Brim eignaðist hlut í HB Granda. Hann hafi ekki verið tilkynntur til Samkeppniseftirlitsins og virðist hafa komið þegar í stað til framkvæmda. Sömuleiðis kunni tilkynningarskyldur samruni að hafa átt sér stað sumarið 2016 þegar Brim eignaðist Ögurvík. Sá mögulegi samruni, eins og eftirlitið orðar það, hafi ekki verið tilkynntur og virðist hafa komið þegar í stað til framkvæmda.Samkeppniseftirlitið segir í bréfinu að það fái ekki betur séð en að HB Grandi, Brim, Vinnslustöðin og Ögurvík séu „keppinautar í skilningi samkeppnislaga“. Kallað var eftir viðbrögðum frá fyrrnefndum fyrirtækjum. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, benti á í grein í Fréttablaðinu að 98 prósent af íslensku sjávarfangi séu seld á erlenda markaði.Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.Fréttablaðið/AntonAfla frekari upplýsinga Páll Gunnar Pálsson, framkvæmdastjóri Samkeppniseftirlitsins, segir við Markaðinn að málinu sé ólokið. „Í framhaldi af framkomnum sjónarmiðum er Samkeppniseftirlitið að afla frekari upplýsinga. Niðurstaða í málinu liggur því ekki fyrir.“ Vakin er athygli á því í bréfinu að um samruna geti verið að ræða þrátt fyrir að fyrirtæki eignist ekki meirihluta í öðru fyrirtæki. Aðal atriðið sé að meta hvort kaupin leiði til yfirráða í öðru fyrirtæki. „Ef kaupandi kemst í þá stöðu að geta tekið mikilvægar ákvarðanir innan viðkomandi fyrirtækis getur það gefið skýrt til kynna að yfirráð í skilningi samkeppnislaga hafi myndast og þar með hafi samruni átt sér stað,“ segir Samkeppniseftirlitið. Framkvæmd samruna geti falist í því að sá sem hefur öðlast yfirráð yfir fyrirtæki sest í stjórn þess og knýi fram breytingar. „Af þessu leiðir óhjákvæmilega að það er a.m.k. mikil lagaleg áhætta fólgin í því ef fyrirtæki (eða eigandi þess) á fulltrúa í stjórn eða stjórnu Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir HB Grandi kaupir Ögurvík á 12,3 milljarða HB Grandi hf. hefur gert samning um kaup á öllu hlutafé útgerðarfélaginu Ögurvík ehf. Seljandinn er útgerðarfélagið Brim. 7. september 2018 16:51 Hagnaður Brims 1,9 milljarðar Brim, útgerðarfélag bræðranna Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona, hagnaðist um 1.915 milljónir króna í fyrra, samkvæmt nýbirtum ársreikningi. 22. ágúst 2018 05:55 Vilhjálmur hættir sem forstjóri HB Granda og Guðmundur tekur við Meirihluti stjórnar HB Granda ákvað á fundi í dag að ganga til samninga við Vilhjálm Vilhjálmsson, forstjóra, um starfslok hans hjá félaginu 21. júní 2018 16:18 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Samkeppniseftirlitið segir í frummati að það kunni að brjóta samkeppnislög að Guðmundur Kristjánsson, aðaleigandi útgerðarinnar Brims, skuli hafa tekið við stjórnartaumum HB Granda. Stofnunin lítur það sömu augum að hann skuli hafa setið í stjórn Vinnslustöðvarinnar á sama tíma og hann stýrði Brimi. Fyrirtækin stunda útflutning, um 98 prósent af íslensku sjávarfangi eru seld erlendis. Samkeppniseftirlitið gerir fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda, og segir að ef frummat stofnunarinnar sé á rökum reist sé um að ræða „alvarleg brot“ á samkeppnislögum. Fram kemur í bréfi frá Samkeppniseftirlitinu, sem Markaðurinn hefur undir höndum, að sú staða að aðaleigandi Brims sé forstjóri HB Granda kunni að leiða til brota á samkeppnislögum. Guðmundur tók við sem forstjóri HB Granda í júní eftir kaup á kjölfestu hlut í fyrirtækinu vor. Stofnunin rifjar upp að í Fréttablaðinu hafi komið fram að hann hafi áhuga á að auka samstarf á milli útgerðanna tveggja og að einkum sé horft til sölu- og markaðsmála í þeim efnum. Auk þess er sagt í bréfinu að sú staða að aðaleigandi Brims sitji í stjórn Vinnslustöðvarinnar, en hann átti þriðjungshlut í fyrirtækinu þar til í gær, kunni að leiða til samkeppnisbrota. Samkvæmt tilkynningu til Ríkisskattstjóra hefur Guðmundur ekki setið í stjórn Vinnslustöðvarinnar frá 10. apríl þegar blásið var til aðalfundar. Bréfið sem Markaðurinn hefur undir höndum er dagsett 6. júlí. Samkeppniseftirlitið segir að það sé varhugavert í samkeppnislegu tilliti að sami aðili, sem eigi allt hlutafé í einu félagi, sé á sama tíma forstjóri félags á sama markaði og stjórnarmaður í því þriðja. Guðmundur vildi ekki tjá sig við Markaðinn þegar eftir því var leitað.Guðmundur er aðaleigandi Brims og HB Granda.Fréttablaðið/eyþórHvorki tilkynnt um kaup á Ögurvík né HB Granda Enn fremur telur Samkeppniseftirlitið að tilkynningarskyldur samruni kunni að hafa átt sér stað þegar Brim eignaðist hlut í HB Granda. Hann hafi ekki verið tilkynntur til Samkeppniseftirlitsins og virðist hafa komið þegar í stað til framkvæmda. Sömuleiðis kunni tilkynningarskyldur samruni að hafa átt sér stað sumarið 2016 þegar Brim eignaðist Ögurvík. Sá mögulegi samruni, eins og eftirlitið orðar það, hafi ekki verið tilkynntur og virðist hafa komið þegar í stað til framkvæmda.Samkeppniseftirlitið segir í bréfinu að það fái ekki betur séð en að HB Grandi, Brim, Vinnslustöðin og Ögurvík séu „keppinautar í skilningi samkeppnislaga“. Kallað var eftir viðbrögðum frá fyrrnefndum fyrirtækjum. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, benti á í grein í Fréttablaðinu að 98 prósent af íslensku sjávarfangi séu seld á erlenda markaði.Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.Fréttablaðið/AntonAfla frekari upplýsinga Páll Gunnar Pálsson, framkvæmdastjóri Samkeppniseftirlitsins, segir við Markaðinn að málinu sé ólokið. „Í framhaldi af framkomnum sjónarmiðum er Samkeppniseftirlitið að afla frekari upplýsinga. Niðurstaða í málinu liggur því ekki fyrir.“ Vakin er athygli á því í bréfinu að um samruna geti verið að ræða þrátt fyrir að fyrirtæki eignist ekki meirihluta í öðru fyrirtæki. Aðal atriðið sé að meta hvort kaupin leiði til yfirráða í öðru fyrirtæki. „Ef kaupandi kemst í þá stöðu að geta tekið mikilvægar ákvarðanir innan viðkomandi fyrirtækis getur það gefið skýrt til kynna að yfirráð í skilningi samkeppnislaga hafi myndast og þar með hafi samruni átt sér stað,“ segir Samkeppniseftirlitið. Framkvæmd samruna geti falist í því að sá sem hefur öðlast yfirráð yfir fyrirtæki sest í stjórn þess og knýi fram breytingar. „Af þessu leiðir óhjákvæmilega að það er a.m.k. mikil lagaleg áhætta fólgin í því ef fyrirtæki (eða eigandi þess) á fulltrúa í stjórn eða stjórnu
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir HB Grandi kaupir Ögurvík á 12,3 milljarða HB Grandi hf. hefur gert samning um kaup á öllu hlutafé útgerðarfélaginu Ögurvík ehf. Seljandinn er útgerðarfélagið Brim. 7. september 2018 16:51 Hagnaður Brims 1,9 milljarðar Brim, útgerðarfélag bræðranna Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona, hagnaðist um 1.915 milljónir króna í fyrra, samkvæmt nýbirtum ársreikningi. 22. ágúst 2018 05:55 Vilhjálmur hættir sem forstjóri HB Granda og Guðmundur tekur við Meirihluti stjórnar HB Granda ákvað á fundi í dag að ganga til samninga við Vilhjálm Vilhjálmsson, forstjóra, um starfslok hans hjá félaginu 21. júní 2018 16:18 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
HB Grandi kaupir Ögurvík á 12,3 milljarða HB Grandi hf. hefur gert samning um kaup á öllu hlutafé útgerðarfélaginu Ögurvík ehf. Seljandinn er útgerðarfélagið Brim. 7. september 2018 16:51
Hagnaður Brims 1,9 milljarðar Brim, útgerðarfélag bræðranna Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona, hagnaðist um 1.915 milljónir króna í fyrra, samkvæmt nýbirtum ársreikningi. 22. ágúst 2018 05:55
Vilhjálmur hættir sem forstjóri HB Granda og Guðmundur tekur við Meirihluti stjórnar HB Granda ákvað á fundi í dag að ganga til samninga við Vilhjálm Vilhjálmsson, forstjóra, um starfslok hans hjá félaginu 21. júní 2018 16:18