Öryggi sjúkraflutningamanna ógnað þegar lögregla kemst ekki á staðinn sökum manneklu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. september 2018 18:30 Sjúkraflutningamenn á Vesturlandi telja öryggi sitt ekki tryggt í þeim tilfellum þegar lögregla kemst ekki á staðinn í útkall, þegar þeir eru uppteknir í öðru útkalli. Dæmi eru um að sjúkraflutningamenn séu beðnir um að taka niður upplýsingar og ljósmynda vettvang vegna manneklu hjá lögreglunni. Fréttastofan hefur greint ítarlega frá manneklunni í lögreglunni, en eins og fram kom í upphafi vikunnar sagði formaður Landssambands lögreglumanna ástandið síst betra á landsbyggðinni miðað við höfuðborgarsvæðið. Fréttastofan hefur upplýsingar um að í nýlegu alvarlegu líkamsárásarmáli hafi sjúkraflutningamenn þurft að fara einir inn á vettvang, án aðstoðar lögreglu, á meðan árásarmaðurinn var enn til staðar. Á meðan voru lögreglumenn uppteknir í öðru máli inni á sjúkrahúsinu á Akranesi, örskammt frá. Samkvæmt heimildum fréttastofu óskuðu sjúkraflutningamenn eftir skjótri aðstoð lögreglu þar sem vitað var að maður væri í lífshættu í íbúðinni. Sökum þess að lögreglumenn á Akranesi voru uppteknir var aðstoð send frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit embættis ríkislögreglustjóra.Í hádegisfréttum Bylgjunnar á fimmtudag sagði Jón S. Ólason, yfirlögregluþjónn á Vesturlandi, að ekki væri hægt að senda lögregluþjóna í öll útköll og að mörg minniháttar mál séu leyst í gegnum síma. Yfirmaður sjúkraflutninga segir sjúkraflutningamenn ekki getað stólað á aðstoð frá lögreglu.Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands telur öryggi sjúkraflutningamanna ógnað þegar lögregla kemst ekki á staðinnVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Já, það kemur fyrir en á stærstu stöðunum eins og Akranesi og Borgarnesi þá er þetta nú í nokkuð góðu lagi en á fámennari stöðum eins og í Búðardal, sem að nær nú yfir mjög stórt svæði, alveg austur á Barðaströnd og suður í Borgarnes, þar kemur það iðulega fyrir í erfiðum málum að það kemur ekki lögregla og sjúkraflutningamenn þurfa að taka upplýsingar og jafnvel myndir fyrir lögreglu að beiðni lögreglu," segir Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Starfstöðvar sjúkraflutningamanna hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands eru átta. Lengst er fyrir lögreglu að koma til aðstoðar frá Blönduósi til Hvammstanga og Borgarnesi í Búðardal. Gísli segir öryggi sjúkraflutningamanna ekki alltaf tryggt í erfiðum málum sem þeir sinna. „Í árásarmálum og því um líkum erfiðum málum þá er það mjög erfitt að eiga ekki vona á lögreglu til þess að skakka leikinn áður en sjúkraflutningamenn þurfa að fara vinna vinnuna sína,” segir Gísli.Finnst ykkur öryggi ógnað með stöðunni eins og hún er?„Já, þar sem að menn vita að það er einhver klukkutími í að lögregla komi á staðinn," segir Gísli. Lögreglumál Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Lögreglulaust þegar gagnaver var rænt Mönnun er vandamál hringinn í kringum landið og stjórnvöld þurfa að huga að öryggisstiginu, segir lögreglustjórinn á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands. 30. ágúst 2018 07:00 Leysa mál í gegnum síma vegna manneklu Mannekla hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi hefur óneitanlega bitnað á störfum embættisins, að sögn yfirlögregluþjóns. 30. ágúst 2018 12:30 Reiði meðal lögreglumanna Formaður Landssambands lögreglumanna segir dæmi um að hverfi í Reykjavík eða sveitarfélög á landinu séu eftirlitslaus komi upp tímafrek eða stærri útköll. 26. ágúst 2018 18:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Sjúkraflutningamenn á Vesturlandi telja öryggi sitt ekki tryggt í þeim tilfellum þegar lögregla kemst ekki á staðinn í útkall, þegar þeir eru uppteknir í öðru útkalli. Dæmi eru um að sjúkraflutningamenn séu beðnir um að taka niður upplýsingar og ljósmynda vettvang vegna manneklu hjá lögreglunni. Fréttastofan hefur greint ítarlega frá manneklunni í lögreglunni, en eins og fram kom í upphafi vikunnar sagði formaður Landssambands lögreglumanna ástandið síst betra á landsbyggðinni miðað við höfuðborgarsvæðið. Fréttastofan hefur upplýsingar um að í nýlegu alvarlegu líkamsárásarmáli hafi sjúkraflutningamenn þurft að fara einir inn á vettvang, án aðstoðar lögreglu, á meðan árásarmaðurinn var enn til staðar. Á meðan voru lögreglumenn uppteknir í öðru máli inni á sjúkrahúsinu á Akranesi, örskammt frá. Samkvæmt heimildum fréttastofu óskuðu sjúkraflutningamenn eftir skjótri aðstoð lögreglu þar sem vitað var að maður væri í lífshættu í íbúðinni. Sökum þess að lögreglumenn á Akranesi voru uppteknir var aðstoð send frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit embættis ríkislögreglustjóra.Í hádegisfréttum Bylgjunnar á fimmtudag sagði Jón S. Ólason, yfirlögregluþjónn á Vesturlandi, að ekki væri hægt að senda lögregluþjóna í öll útköll og að mörg minniháttar mál séu leyst í gegnum síma. Yfirmaður sjúkraflutninga segir sjúkraflutningamenn ekki getað stólað á aðstoð frá lögreglu.Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands telur öryggi sjúkraflutningamanna ógnað þegar lögregla kemst ekki á staðinnVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Já, það kemur fyrir en á stærstu stöðunum eins og Akranesi og Borgarnesi þá er þetta nú í nokkuð góðu lagi en á fámennari stöðum eins og í Búðardal, sem að nær nú yfir mjög stórt svæði, alveg austur á Barðaströnd og suður í Borgarnes, þar kemur það iðulega fyrir í erfiðum málum að það kemur ekki lögregla og sjúkraflutningamenn þurfa að taka upplýsingar og jafnvel myndir fyrir lögreglu að beiðni lögreglu," segir Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Starfstöðvar sjúkraflutningamanna hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands eru átta. Lengst er fyrir lögreglu að koma til aðstoðar frá Blönduósi til Hvammstanga og Borgarnesi í Búðardal. Gísli segir öryggi sjúkraflutningamanna ekki alltaf tryggt í erfiðum málum sem þeir sinna. „Í árásarmálum og því um líkum erfiðum málum þá er það mjög erfitt að eiga ekki vona á lögreglu til þess að skakka leikinn áður en sjúkraflutningamenn þurfa að fara vinna vinnuna sína,” segir Gísli.Finnst ykkur öryggi ógnað með stöðunni eins og hún er?„Já, þar sem að menn vita að það er einhver klukkutími í að lögregla komi á staðinn," segir Gísli.
Lögreglumál Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Lögreglulaust þegar gagnaver var rænt Mönnun er vandamál hringinn í kringum landið og stjórnvöld þurfa að huga að öryggisstiginu, segir lögreglustjórinn á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands. 30. ágúst 2018 07:00 Leysa mál í gegnum síma vegna manneklu Mannekla hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi hefur óneitanlega bitnað á störfum embættisins, að sögn yfirlögregluþjóns. 30. ágúst 2018 12:30 Reiði meðal lögreglumanna Formaður Landssambands lögreglumanna segir dæmi um að hverfi í Reykjavík eða sveitarfélög á landinu séu eftirlitslaus komi upp tímafrek eða stærri útköll. 26. ágúst 2018 18:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Lögreglulaust þegar gagnaver var rænt Mönnun er vandamál hringinn í kringum landið og stjórnvöld þurfa að huga að öryggisstiginu, segir lögreglustjórinn á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands. 30. ágúst 2018 07:00
Leysa mál í gegnum síma vegna manneklu Mannekla hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi hefur óneitanlega bitnað á störfum embættisins, að sögn yfirlögregluþjóns. 30. ágúst 2018 12:30
Reiði meðal lögreglumanna Formaður Landssambands lögreglumanna segir dæmi um að hverfi í Reykjavík eða sveitarfélög á landinu séu eftirlitslaus komi upp tímafrek eða stærri útköll. 26. ágúst 2018 18:30