Leysa mál í gegnum síma vegna manneklu Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. ágúst 2018 12:30 Alla jafna er 21 lögreglumaður á vakt á Vesturlandi. Þeim þurfi að fjölga ef tryggja eigi lágmarksmönnun að sögn yfirlögregluþjóns. VÍSIR/PJETUR Mannekla hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi hefur óneitanlega bitnað á störfum embættisins, að sögn yfirlögregluþjóns. Ekki sé hægt að senda lögregluþjóna í öll útköll og leysa þurfi mörg minniháttarmál í gegnum síma. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að enginn lögreglumaður hafi verið á vakt í Borgarnesi þegar umtalsverðu magni af tölvubúnaði var stolið úr gagnaveri í bænum í lok síðasta árs. Heimildir blaðsins herma að líklegt þyki að þjófarnir hafi sætt færi fram eftir nóttu, vitandi það að um nóttina yrði lögreglulaust á svæðinu og aðeins lögreglumaður á bakvakt til taks. Jón S. Ólason, yfirlögregluþjónn á Vesturlandi, segir tölvuþjófnaðinn skýra birtingarmynd þeirrar stöðu sem upp er komin í umdæminu. Mikil þörf sé á mönnun allan sólarhringinn en ekki verði séð hvernig hagræða megi frekar í störfum lögreglunnar til þess að hún yrði tryggð. „Við búum ennþá við það, árið 2018, að menn eru einir á vakt - einir í bíl. Hér í Borgarnesi er ekki sólarhringsvakt en það er full þörf á henni. Það vantar bara fjármagn,“ segir Jón.Sjá einnig: Lögreglulaust þegar gagnaver var ræntHann segir liggja í augum uppi að manneklan bitni á útkallstíma lögreglunnar í umdæminu. „Við getum bara sett upp dæmi: Það verður slys í Dalasýslu og lögreglumaðurinn þar er ekki viðlátinn. Þá þarf að keyra á 80 kílómetra lágmark til að komast á staðinn. Þetta tekur tíma, ég tala nú ekki um ef þetta kemur inn á bakvaktartíma.“ Jón segir að þrátt fyrir mannekluna reyni lögreglan ætíð að bregðast við öllum útköllum, en í sumum tilfellum sé þó ekki hægt að senda lögregluþjóna á vettvang. „Það er engin launung á því að svona minniháttarmál eru menn farnir að reyna að leysa í gegnum síma. Eitthvað sem kallar þá ekki á rannsókn á vettvangi eða eitthvað svoleiðis,“ segir Jón. Yfirlögregluþjónninn telur lausnina á mönnunarvandanum vera einfalda, þetta sé í raun bara spurning um krónur og aura. „Þetta er í raun bara spurning um afstöðu stjórnvalda, hvernig vilja þau sjá löggæsluna? Telst þetta viðunandi? Við ráðum ekki við meira á þeim fjárveitingum sem við fáum - þetta er það sem við getum gert. Við teljum þetta óviðunandi, en það er annarra að ákveða það.“ Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglulaust þegar gagnaver var rænt Mönnun er vandamál hringinn í kringum landið og stjórnvöld þurfa að huga að öryggisstiginu, segir lögreglustjórinn á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands. 30. ágúst 2018 07:00 Niðurskurður í löggæslu á Vesturlandi Lögreglan á Vesturlandi hefur þurft að skera niður um fimm lögreglumenn á árinu til að halda sig innan fjárheimilda. Þetta er staðreynd þrátt fyrir að innanríkisráðuneytið segist hafa stóraukið fjárheimildir til löggæslu í landinu. 20. október 2016 07:00 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fær ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Sjá meira
Mannekla hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi hefur óneitanlega bitnað á störfum embættisins, að sögn yfirlögregluþjóns. Ekki sé hægt að senda lögregluþjóna í öll útköll og leysa þurfi mörg minniháttarmál í gegnum síma. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að enginn lögreglumaður hafi verið á vakt í Borgarnesi þegar umtalsverðu magni af tölvubúnaði var stolið úr gagnaveri í bænum í lok síðasta árs. Heimildir blaðsins herma að líklegt þyki að þjófarnir hafi sætt færi fram eftir nóttu, vitandi það að um nóttina yrði lögreglulaust á svæðinu og aðeins lögreglumaður á bakvakt til taks. Jón S. Ólason, yfirlögregluþjónn á Vesturlandi, segir tölvuþjófnaðinn skýra birtingarmynd þeirrar stöðu sem upp er komin í umdæminu. Mikil þörf sé á mönnun allan sólarhringinn en ekki verði séð hvernig hagræða megi frekar í störfum lögreglunnar til þess að hún yrði tryggð. „Við búum ennþá við það, árið 2018, að menn eru einir á vakt - einir í bíl. Hér í Borgarnesi er ekki sólarhringsvakt en það er full þörf á henni. Það vantar bara fjármagn,“ segir Jón.Sjá einnig: Lögreglulaust þegar gagnaver var ræntHann segir liggja í augum uppi að manneklan bitni á útkallstíma lögreglunnar í umdæminu. „Við getum bara sett upp dæmi: Það verður slys í Dalasýslu og lögreglumaðurinn þar er ekki viðlátinn. Þá þarf að keyra á 80 kílómetra lágmark til að komast á staðinn. Þetta tekur tíma, ég tala nú ekki um ef þetta kemur inn á bakvaktartíma.“ Jón segir að þrátt fyrir mannekluna reyni lögreglan ætíð að bregðast við öllum útköllum, en í sumum tilfellum sé þó ekki hægt að senda lögregluþjóna á vettvang. „Það er engin launung á því að svona minniháttarmál eru menn farnir að reyna að leysa í gegnum síma. Eitthvað sem kallar þá ekki á rannsókn á vettvangi eða eitthvað svoleiðis,“ segir Jón. Yfirlögregluþjónninn telur lausnina á mönnunarvandanum vera einfalda, þetta sé í raun bara spurning um krónur og aura. „Þetta er í raun bara spurning um afstöðu stjórnvalda, hvernig vilja þau sjá löggæsluna? Telst þetta viðunandi? Við ráðum ekki við meira á þeim fjárveitingum sem við fáum - þetta er það sem við getum gert. Við teljum þetta óviðunandi, en það er annarra að ákveða það.“
Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglulaust þegar gagnaver var rænt Mönnun er vandamál hringinn í kringum landið og stjórnvöld þurfa að huga að öryggisstiginu, segir lögreglustjórinn á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands. 30. ágúst 2018 07:00 Niðurskurður í löggæslu á Vesturlandi Lögreglan á Vesturlandi hefur þurft að skera niður um fimm lögreglumenn á árinu til að halda sig innan fjárheimilda. Þetta er staðreynd þrátt fyrir að innanríkisráðuneytið segist hafa stóraukið fjárheimildir til löggæslu í landinu. 20. október 2016 07:00 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fær ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Sjá meira
Lögreglulaust þegar gagnaver var rænt Mönnun er vandamál hringinn í kringum landið og stjórnvöld þurfa að huga að öryggisstiginu, segir lögreglustjórinn á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands. 30. ágúst 2018 07:00
Niðurskurður í löggæslu á Vesturlandi Lögreglan á Vesturlandi hefur þurft að skera niður um fimm lögreglumenn á árinu til að halda sig innan fjárheimilda. Þetta er staðreynd þrátt fyrir að innanríkisráðuneytið segist hafa stóraukið fjárheimildir til löggæslu í landinu. 20. október 2016 07:00