Opið bréf til Sr. Bjarna Karlssonar Þóra Kristín Þórsdóttir forynja Kvennahreyfingarinnar skrifar 3. september 2018 11:00 Kæri Bjarni, Ég gladdist innilega þegar ég rak augun í að þú hefðir skrifað pistil með titlinum „Nauðgunarmenningin“. Það var svo frábært að þú skyldir að því er virtist ætla að nýta vald þitt sem mikilsmetinn karlkyns prestur í íslensku samfélagi og leggja baráttu okkar femínista lið. Svo reyndist ekki vera, en hver ákveður svo sem fyrir sig hvar hán stendur í baráttunni fyrir betri heimi. Hins vegar er mikilvægt fyrir alla viti borna umræðu að ræða forsendur og ályktanir sem dregnar eru af þeim svo á þeim grundvelli vil ég gera athugasemdir við pistilinn. Röklega samhengið sem þú setur upp í kjarna pistilsins er eftirfarandi: Kynferðislegt ofbeldi felur í sér að skömm sé flutt frá einum líkama til annars. Við viljum ekki skammarmiðuð samskipti. Þess vegna er ljótt af DV að fara í „skammarherferð“ gegn nafngreindum einstaklingum. Til að þetta röklega samhengi gangi upp þarf fyrst að gefa sér forsenduna, að ofbeldi feli í sér flutning á skömm og, nóta bene, að flutningur á skömm sé aðalatriðið í ofbeldi. Með því að gefa þér þetta geturðu sett saman kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og „skammarherferð“ DV og kallað þetta hvort tveggja dæmi um „skammarmiðuð samskipti“. Þannig verða líka hinir nafngreindu gerendur alveg jafn miklir þolendur og þolendur þeirra sjálfra. Orðræðuleg snilld en skaðleg með endemum. Eins og þú nefnir sjálfur er „kjarni #metoo-byltingarinnar sú vitneskja að kynbundið ofbeldi er menningarheilkenni“ en með því að greina eitthvað sem menningarlegt vandamál er hætta á að það gleymist að ofbeldi verður ekki til í tómarúmi: Það þarf gerendur sem ákveða að skaða útvalda þolendur.Er ekki komið nóg af fyrirgefningu? Í niðurlagi pistilsins minnir þú svo á hin kristnu gildi um iðrun, yfirbót og fyrirgefningu, sem við sem samfélag eigum að læra að kunna skil á. Hér áttu væntanlega við að samfélagið eigi að fyrirgefa gerendum en ekki þolendurnir sjálf, því eins og dr. Sólveig Anna Bóasdóttir hefur bent á er fyrirgefningin í kristni alltaf af hendi valdamikils aðila til valdalítils, t.d. Guðs/Jesú og manna. En fyrirgefning samfélagsins gagnvart gerendum er raunar ekki ný af nálinni né undantekning. Ofbeldisgerendur, í þeim tilfellum hið minnsta þar sem þolendur eru konur og börn, hafa verið í beinni áskrift að fyrirgefningu samfélagsins án nokkurrar iðrunar eða yfirbótar. Og stundum eru gerendur valdamiklir karlar með valdamikla vini, sem skrifa greinar þeim til varnar þegar brot þeirra eru rædd í fjölmiðlum á meðan þolendur eru afar sjaldan í þeirri stöðu. Og það hefur einmitt þótt gríðarlega ljótt að taka ekki þátt í þessari múgsefjun fyrirgefningarinnar, að velta því upp að jafnvel séu þolendur fleiri en vitað sé, að kostnaður geranda af ofbeldinu hafi hingað til ekki verið neinn eða hið minnsta í engu samræmi við kostnað þolanda. Hvað þá þegar sú krafa kemur upp að gerandi skuldi nú þolendum sínum þá tillitsemi að vera ekki áberandi í samfélaginu, það sé nú það minnsta, þolendur eigi jú rétt á því að geta t.d. kveikt á sjónvarpinu eða hlusta á messu á hátíðisdögum án þess að fá áfallastreitukast. Ofbeldi er menningarlegt vandamál og sem slíkt þarf að takast á við það á sem flestum sviðum samfélagsins (ekki síst með samtvinnun kynjafræði í sem flestar námsgreinar í skólakerfinu). Ofbeldi er mjög dýrt, ekki bara fyrir þau sem fyrir því verða heldur samfélagið í heild. Þess vegna skulda gerendur þolendum, samfélaginu og ekki síst sjálfum sér, það að takast á við gjörðir sínar. Við sem samfélag eigum að krefjast þess af gerendum að þeir leiti sér hjálpar, fari í gagngera sjálfsvinnu, til að þeir beiti ekki fleiri ofbeldi í einhverju formi og í tilfelli réttarkerfisins þarf að skylda þá til þess. Það á ekki að vera nóg að dæma nauðgara í fangelsi, það eitt og sér leysir engan vanda, heldur þurfa dómar fyrir ofbeldisbrot alltaf að innihalda skilyrði um geðrannsókn og langa sálfræðimeðferð. Hvað varðar skammarherferðina sem þú nefnir þá væri auðvitað betra ef gerendur stigu sjálfir fram, fullir iðrunar, með tillögur að yfirbótum, og við hin gætum þá tekið til þess afstöðu við hvaða aðstæður og að hve miklu leyti við treystum viðkomandi. Á meðan svo er ekki, og á meðan það er rétt svo að koma rifa á augu samfélagsins gagnvart sjúkleika menningarinnar sem þrífst hér, þá á ekki að reyna að loka þessari rifu með því að kalla umfjöllun um gerendur “skammarherferð”.Bestu kveðjur, Þóra Kristín Þórsdóttir, Forynja Kvennahreyfingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Þóra Kristín Þórsdóttir Mest lesið Halldór 02.08.2025 Halldór Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Kæri Bjarni, Ég gladdist innilega þegar ég rak augun í að þú hefðir skrifað pistil með titlinum „Nauðgunarmenningin“. Það var svo frábært að þú skyldir að því er virtist ætla að nýta vald þitt sem mikilsmetinn karlkyns prestur í íslensku samfélagi og leggja baráttu okkar femínista lið. Svo reyndist ekki vera, en hver ákveður svo sem fyrir sig hvar hán stendur í baráttunni fyrir betri heimi. Hins vegar er mikilvægt fyrir alla viti borna umræðu að ræða forsendur og ályktanir sem dregnar eru af þeim svo á þeim grundvelli vil ég gera athugasemdir við pistilinn. Röklega samhengið sem þú setur upp í kjarna pistilsins er eftirfarandi: Kynferðislegt ofbeldi felur í sér að skömm sé flutt frá einum líkama til annars. Við viljum ekki skammarmiðuð samskipti. Þess vegna er ljótt af DV að fara í „skammarherferð“ gegn nafngreindum einstaklingum. Til að þetta röklega samhengi gangi upp þarf fyrst að gefa sér forsenduna, að ofbeldi feli í sér flutning á skömm og, nóta bene, að flutningur á skömm sé aðalatriðið í ofbeldi. Með því að gefa þér þetta geturðu sett saman kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og „skammarherferð“ DV og kallað þetta hvort tveggja dæmi um „skammarmiðuð samskipti“. Þannig verða líka hinir nafngreindu gerendur alveg jafn miklir þolendur og þolendur þeirra sjálfra. Orðræðuleg snilld en skaðleg með endemum. Eins og þú nefnir sjálfur er „kjarni #metoo-byltingarinnar sú vitneskja að kynbundið ofbeldi er menningarheilkenni“ en með því að greina eitthvað sem menningarlegt vandamál er hætta á að það gleymist að ofbeldi verður ekki til í tómarúmi: Það þarf gerendur sem ákveða að skaða útvalda þolendur.Er ekki komið nóg af fyrirgefningu? Í niðurlagi pistilsins minnir þú svo á hin kristnu gildi um iðrun, yfirbót og fyrirgefningu, sem við sem samfélag eigum að læra að kunna skil á. Hér áttu væntanlega við að samfélagið eigi að fyrirgefa gerendum en ekki þolendurnir sjálf, því eins og dr. Sólveig Anna Bóasdóttir hefur bent á er fyrirgefningin í kristni alltaf af hendi valdamikils aðila til valdalítils, t.d. Guðs/Jesú og manna. En fyrirgefning samfélagsins gagnvart gerendum er raunar ekki ný af nálinni né undantekning. Ofbeldisgerendur, í þeim tilfellum hið minnsta þar sem þolendur eru konur og börn, hafa verið í beinni áskrift að fyrirgefningu samfélagsins án nokkurrar iðrunar eða yfirbótar. Og stundum eru gerendur valdamiklir karlar með valdamikla vini, sem skrifa greinar þeim til varnar þegar brot þeirra eru rædd í fjölmiðlum á meðan þolendur eru afar sjaldan í þeirri stöðu. Og það hefur einmitt þótt gríðarlega ljótt að taka ekki þátt í þessari múgsefjun fyrirgefningarinnar, að velta því upp að jafnvel séu þolendur fleiri en vitað sé, að kostnaður geranda af ofbeldinu hafi hingað til ekki verið neinn eða hið minnsta í engu samræmi við kostnað þolanda. Hvað þá þegar sú krafa kemur upp að gerandi skuldi nú þolendum sínum þá tillitsemi að vera ekki áberandi í samfélaginu, það sé nú það minnsta, þolendur eigi jú rétt á því að geta t.d. kveikt á sjónvarpinu eða hlusta á messu á hátíðisdögum án þess að fá áfallastreitukast. Ofbeldi er menningarlegt vandamál og sem slíkt þarf að takast á við það á sem flestum sviðum samfélagsins (ekki síst með samtvinnun kynjafræði í sem flestar námsgreinar í skólakerfinu). Ofbeldi er mjög dýrt, ekki bara fyrir þau sem fyrir því verða heldur samfélagið í heild. Þess vegna skulda gerendur þolendum, samfélaginu og ekki síst sjálfum sér, það að takast á við gjörðir sínar. Við sem samfélag eigum að krefjast þess af gerendum að þeir leiti sér hjálpar, fari í gagngera sjálfsvinnu, til að þeir beiti ekki fleiri ofbeldi í einhverju formi og í tilfelli réttarkerfisins þarf að skylda þá til þess. Það á ekki að vera nóg að dæma nauðgara í fangelsi, það eitt og sér leysir engan vanda, heldur þurfa dómar fyrir ofbeldisbrot alltaf að innihalda skilyrði um geðrannsókn og langa sálfræðimeðferð. Hvað varðar skammarherferðina sem þú nefnir þá væri auðvitað betra ef gerendur stigu sjálfir fram, fullir iðrunar, með tillögur að yfirbótum, og við hin gætum þá tekið til þess afstöðu við hvaða aðstæður og að hve miklu leyti við treystum viðkomandi. Á meðan svo er ekki, og á meðan það er rétt svo að koma rifa á augu samfélagsins gagnvart sjúkleika menningarinnar sem þrífst hér, þá á ekki að reyna að loka þessari rifu með því að kalla umfjöllun um gerendur “skammarherferð”.Bestu kveðjur, Þóra Kristín Þórsdóttir, Forynja Kvennahreyfingarinnar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun