Nefnd um sjúkraþyrluflug klofnaði í afstöðu sinni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. september 2018 17:53 Þörfin fyrir sjúkraflutninga með þyrlum hér á landi mun fara vaxandi á næstu árum ef fram fer sem horfir en til skoðunar er að staðsetja sérstaka sjúkraþyrlu á Suðurland. Meirihluti nefndarinnar mælir þó með því að styrkja frekar viðbragð Landhelgisgæslunnar. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps sem heilbrigðisráðherra skipaði í febrúar, um aukna aðkomu þyrlna að sjúkraflugi. Ekki var samstaða innan starfshópsins um hvaða leið yrði fyrir valinu og því tvær tillögur lagðar til. Annars vegar að styrkja viðbragð Landhelgisgæslunnar með fleiri áhöfnum með það að markmiði að koma á staðarvöktum á björgunarþyrlum og hins vegar að stofnsetja sérstaka sjúkraþyrlu með stuttum útkallstíma og sérhæfðum mannskap. Starfshópurinn var einhuga hvað varðar mikilvægi þess að auka eins og kostur er sjúkraflutninga með þyrlum og jafnframt nauðsyn þess að gæta hagkvæmni í ríkisrekstri en bar ekki saman um hvernig þeim markmiðum skyldi ná.Báðar leiðar dýrar Á suðvestursvæði landsins, utan höfuðborgarsvæðisins, eru um átta þúsund og sjö hundruð útköll sjúkrabíla á ári. Þar af eru fimmtán hundruð þeirra í hæsta forgangi þar sem lífi eða lífum er ógnað. Í skýrslunni kemur fram að áætla megi að þyrla myndi nýtast í um það bil einum þriðja þeirra útkalla, eða að minnsta kosti fimm hundruð útköllum á ári. Með þessu mætti því minnka álag á sjúkraflutningum í dreifbýli. Sjúkraflutningar hafa aukist umtalsvert hér á landi en helstu ástæðurnar eru breytt framboð heilbrigðisþjónustu og fjölgun erlendra ferðamanna. Á árunum 2014–2017 jókst umfang sjúkraflutninga um allt að 37% þar sem mest var, á Suðurlandi, Suðurnesjum og Akureyri. Þá hefur aukning í sjúkraflugi endurspeglað minna framboð sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu utan stærstu þéttbýliskjarna. Hvor leiðin sem yrði fyrir valinu er kostnaðarsöm. Að styrkja viðbragð Landhelgisgæslunnar gæti numið allt að sö hundruð milljónir á ári en meðan kostnaður við sérstaka sjúkraþyrlu væri á bilinu fimm hundruð til átta hundruð og áttatíu milljónum á ári, en það væri eftir því hvernig þyrla yrði valin til þjónustunnar. Sjúkraflutningar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Þörfin fyrir sjúkraflutninga með þyrlum hér á landi mun fara vaxandi á næstu árum ef fram fer sem horfir en til skoðunar er að staðsetja sérstaka sjúkraþyrlu á Suðurland. Meirihluti nefndarinnar mælir þó með því að styrkja frekar viðbragð Landhelgisgæslunnar. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps sem heilbrigðisráðherra skipaði í febrúar, um aukna aðkomu þyrlna að sjúkraflugi. Ekki var samstaða innan starfshópsins um hvaða leið yrði fyrir valinu og því tvær tillögur lagðar til. Annars vegar að styrkja viðbragð Landhelgisgæslunnar með fleiri áhöfnum með það að markmiði að koma á staðarvöktum á björgunarþyrlum og hins vegar að stofnsetja sérstaka sjúkraþyrlu með stuttum útkallstíma og sérhæfðum mannskap. Starfshópurinn var einhuga hvað varðar mikilvægi þess að auka eins og kostur er sjúkraflutninga með þyrlum og jafnframt nauðsyn þess að gæta hagkvæmni í ríkisrekstri en bar ekki saman um hvernig þeim markmiðum skyldi ná.Báðar leiðar dýrar Á suðvestursvæði landsins, utan höfuðborgarsvæðisins, eru um átta þúsund og sjö hundruð útköll sjúkrabíla á ári. Þar af eru fimmtán hundruð þeirra í hæsta forgangi þar sem lífi eða lífum er ógnað. Í skýrslunni kemur fram að áætla megi að þyrla myndi nýtast í um það bil einum þriðja þeirra útkalla, eða að minnsta kosti fimm hundruð útköllum á ári. Með þessu mætti því minnka álag á sjúkraflutningum í dreifbýli. Sjúkraflutningar hafa aukist umtalsvert hér á landi en helstu ástæðurnar eru breytt framboð heilbrigðisþjónustu og fjölgun erlendra ferðamanna. Á árunum 2014–2017 jókst umfang sjúkraflutninga um allt að 37% þar sem mest var, á Suðurlandi, Suðurnesjum og Akureyri. Þá hefur aukning í sjúkraflugi endurspeglað minna framboð sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu utan stærstu þéttbýliskjarna. Hvor leiðin sem yrði fyrir valinu er kostnaðarsöm. Að styrkja viðbragð Landhelgisgæslunnar gæti numið allt að sö hundruð milljónir á ári en meðan kostnaður við sérstaka sjúkraþyrlu væri á bilinu fimm hundruð til átta hundruð og áttatíu milljónum á ári, en það væri eftir því hvernig þyrla yrði valin til þjónustunnar.
Sjúkraflutningar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira