Netflix-þáttaröð tekin upp við Skógafoss næstu daga Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. september 2018 12:37 Frá Skógafossi. Vísir/Vilhelm Umhverfisstofnun samþykkti umsókn streymisveitunnar Netflix um leyfi fyrir kvikmyndtökum þáttaraðarinnar Lost In Space við Skógafoss, Gullfoss og í fjöru vestan Dyrhólaeyjar. RÚV greindi fyrst frá málinu en umsögn Umhverfisstofnunar er aðgengileg á vefnum. Íslenska framleiðslufyrirtækið Pegasus sækir um leyfið en í umsögn Umhverfisstofnunar kemur fram að tökur á umræddum stöðum eigi að standa yfir dagana 4.-7. september 2018. Um hundrað manns koma að verkefninu. Tökur við Skógafoss munu standa yfir tvo áðurnefndra daga, 6. og 7. september, þ.e. á morgun og hinn.Rýrir upplifun gesta við Skógafoss Kvikmyndatökurnar munu verða inni í vatnsúðanum frá fossinum, að því er fram kemur í umsókninni. Því er sótt um leyfi til að keyra sexhjól með kerru alveg upp að fossinum og þá þarf að setja 20 fermetra pall ofan í ána, sem festur er með fótum ofan í mölina. Gert er ráð fyrir að pallinum verði komið fyrir í kvöld en moka þarf til efninu í ánni til að festa flekann. Einnig verður stillans með stiga sett upp á bakkanum við Gullfoss auk þess sem takmarka þarf aðgengi gesta að tökusvæðinu. Í áhrifamati Umhverfisstofnunar segir að verkefnið sé til þess fallið að valda tímabundnum neikvæðum áhrifum við árbotn sunnan við Skógafoss. Þá muni það einnig hafa neikvæð áhrif á upplifun gesta á svæðinu. „Á hverjum degi koma þúsundir gesta að Skógafossi og ljóst er að verkefnið mun rýra upplifun þeirra gesta sem koma á svæðið þessa tvo daga sem tökurnar fara fram en flestir erlendir gestir koma að Skógafoss einungis einu sinni yfir ævina.“ Stofnunin telur hins vegar að framkvæmdin muni að öllum líkindum ekki hafa óásættanleg áhrif á dýralíf svæðisins. Umsóknin hefur því verið samþykkt, með ákveðnum skilyrðum sem útlistaðar eru í umsögn Umhverfisstofnunar.Netflix-serían Lost In Space fjallar um Robinson-fjölskylduna, sem brotlendir geimskipi sínu á fjarlægri plánetu. Þar þarf fjölskyldan að berjast fyrir lífi sínu og ýmsar hættur verða jafnframt á vegi þeirra. Með aðalhlutverk í þáttunum fara Molly Parker, Toby Stephens, Maxwell Jenkins og Taylor Russell. Serían hefur hingað til verið tekin upp í Kanada, samkvæmt upplýsingum á IMDB-síðu þáttanna. Bíó og sjónvarp Netflix Tengdar fréttir Tökur Game of Thrones fara fram á Suðurlandi Umfang takanna hér á landi að þessu sinni er ekki mjög mikið og eru flestir sem koma að henni íslenskir. 31. janúar 2018 16:56 Game of Thrones stjörnur mættar til vinnu á Íslandi Kit Harrington og Emilia Clarke sem leika aðalhlutverkin í þáttunum vinsælu Game of Thrones, eru stödd á Íslandi. 29. janúar 2018 17:43 Netflix þróar auglýsingar sem beint verður að áhorfendum Fyrirtækið leitar leiða til að hjálpa áskrifendum að finna nýtt efni hraðar. 19. ágúst 2018 22:42 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira
Umhverfisstofnun samþykkti umsókn streymisveitunnar Netflix um leyfi fyrir kvikmyndtökum þáttaraðarinnar Lost In Space við Skógafoss, Gullfoss og í fjöru vestan Dyrhólaeyjar. RÚV greindi fyrst frá málinu en umsögn Umhverfisstofnunar er aðgengileg á vefnum. Íslenska framleiðslufyrirtækið Pegasus sækir um leyfið en í umsögn Umhverfisstofnunar kemur fram að tökur á umræddum stöðum eigi að standa yfir dagana 4.-7. september 2018. Um hundrað manns koma að verkefninu. Tökur við Skógafoss munu standa yfir tvo áðurnefndra daga, 6. og 7. september, þ.e. á morgun og hinn.Rýrir upplifun gesta við Skógafoss Kvikmyndatökurnar munu verða inni í vatnsúðanum frá fossinum, að því er fram kemur í umsókninni. Því er sótt um leyfi til að keyra sexhjól með kerru alveg upp að fossinum og þá þarf að setja 20 fermetra pall ofan í ána, sem festur er með fótum ofan í mölina. Gert er ráð fyrir að pallinum verði komið fyrir í kvöld en moka þarf til efninu í ánni til að festa flekann. Einnig verður stillans með stiga sett upp á bakkanum við Gullfoss auk þess sem takmarka þarf aðgengi gesta að tökusvæðinu. Í áhrifamati Umhverfisstofnunar segir að verkefnið sé til þess fallið að valda tímabundnum neikvæðum áhrifum við árbotn sunnan við Skógafoss. Þá muni það einnig hafa neikvæð áhrif á upplifun gesta á svæðinu. „Á hverjum degi koma þúsundir gesta að Skógafossi og ljóst er að verkefnið mun rýra upplifun þeirra gesta sem koma á svæðið þessa tvo daga sem tökurnar fara fram en flestir erlendir gestir koma að Skógafoss einungis einu sinni yfir ævina.“ Stofnunin telur hins vegar að framkvæmdin muni að öllum líkindum ekki hafa óásættanleg áhrif á dýralíf svæðisins. Umsóknin hefur því verið samþykkt, með ákveðnum skilyrðum sem útlistaðar eru í umsögn Umhverfisstofnunar.Netflix-serían Lost In Space fjallar um Robinson-fjölskylduna, sem brotlendir geimskipi sínu á fjarlægri plánetu. Þar þarf fjölskyldan að berjast fyrir lífi sínu og ýmsar hættur verða jafnframt á vegi þeirra. Með aðalhlutverk í þáttunum fara Molly Parker, Toby Stephens, Maxwell Jenkins og Taylor Russell. Serían hefur hingað til verið tekin upp í Kanada, samkvæmt upplýsingum á IMDB-síðu þáttanna.
Bíó og sjónvarp Netflix Tengdar fréttir Tökur Game of Thrones fara fram á Suðurlandi Umfang takanna hér á landi að þessu sinni er ekki mjög mikið og eru flestir sem koma að henni íslenskir. 31. janúar 2018 16:56 Game of Thrones stjörnur mættar til vinnu á Íslandi Kit Harrington og Emilia Clarke sem leika aðalhlutverkin í þáttunum vinsælu Game of Thrones, eru stödd á Íslandi. 29. janúar 2018 17:43 Netflix þróar auglýsingar sem beint verður að áhorfendum Fyrirtækið leitar leiða til að hjálpa áskrifendum að finna nýtt efni hraðar. 19. ágúst 2018 22:42 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira
Tökur Game of Thrones fara fram á Suðurlandi Umfang takanna hér á landi að þessu sinni er ekki mjög mikið og eru flestir sem koma að henni íslenskir. 31. janúar 2018 16:56
Game of Thrones stjörnur mættar til vinnu á Íslandi Kit Harrington og Emilia Clarke sem leika aðalhlutverkin í þáttunum vinsælu Game of Thrones, eru stödd á Íslandi. 29. janúar 2018 17:43
Netflix þróar auglýsingar sem beint verður að áhorfendum Fyrirtækið leitar leiða til að hjálpa áskrifendum að finna nýtt efni hraðar. 19. ágúst 2018 22:42