Svona er samband Þjóðadeildarinnar og EM í fótbolta 2020 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2018 17:45 Íslenska landsliðið hefur komist inn á tvö stórmót í röð. Vísir/Getty Þjóðadeildin hófst í gær og fyrsti leikur íslenska landsliðsins er í Sviss á morgun. Næsta stórmót er hins vegar Evrópumótið árið 2020 þar sem úrslitakeppnin verður spiluð út um alla Evrópu. En hvernig tengjast þessar tvær keppnir? Undankeppni EM 2020 verður með sama sniði og síðustu undankeppnir EM. Liðin verða dregin í tíu riðla með fimm eða sex liðum í hverjum riðli. Efstu tvö liðin í hverjum tryggja sér síðan sæti á EM en hin eru ekki alveg úr leik.24 hours to the UEFA #NationsLeague kicks off! What is it? Let us explain... pic.twitter.com/JcAOPEkQ6P — UEFA Nations League (@UEFAEURO) September 5, 2018Það sem kannski breytist varðandi undankeppnina er að hún verður spiluð á skemmri tíma eða frá mars til nóvember 2019. Eftir undankeppni hafa 20 af 24 liðum tryggt sér sæti á EM 2020 en fjögur sæti eru þá ennþá laus. Hér kemur Þjóðadeildin inn. Allar deildirnar fjórar, A, B, C og D fá eitt sæti á EM hvert. Liðin sem hafa ekki tryggt sig inn á EM fá annað möguleika á EM-sæti í sérstöku umspili á milli þeirra fjögurra efstu liða í hverri deild í Þjóðadeildinni sem eru ekki komin með farseðil á EM. Það er ekkert beint umspil á milli liðanna sem enduðu í þriðja sæti í sínum riðli en þau eru líkleg til að komast í umspilið í gegnum Þjóðadeildina. Sextán þjóðir komast í umspilin um síðustu fjögur sætin, fjögur landslið úr hverri deild.The UEFA #NationsLeague gives smaller associations the chance to be among the elite at @UEFAEURO How does EURO qualifying work? This video explains everything https://t.co/HUNNa5a2Rapic.twitter.com/YYwSzjgBxy — UEFA (@UEFA) September 6, 2018Mistakist íslenska landsliðinu að tryggja sér sæti á EM 2020 í gegnum undankeppnina á næsta ári er nokkuð öruggt að liðið fær sæti í þessu umspili. Mótherjarnir væru þá þær þrjár þjóðir sem eru með bestan árangur af þeim sem eru ekki búnar að tryggja sér EM sætið. Umspilin fara fram í mars 2020 þar sem verða spiluð undanúrslit og svo úrslit og eitt landsliðið úr hverju umspili kemst inn á EM. Það þyðir að eitt landslið úr D-deildinni fær sæti á EM en mjög ólíklegt er þær þjóðir komist í gegnum sjálfa undankeppnina. Færeyingar eiga þannig í fyrsta sinn raunhæfa möguleika á sæti á stórmóti en þeir þurfa þá að hafa betur í þessu umspili á móti þjóðum eins og Aserbaídsjan. Makedóníu, Hvíta-Rússlandi, Georgíu, Armeníu, Lettlandi, Lúxemborg, Kasakstan, Moldóvu, Liechtenstein, Möltu, Andorra. Kósóvó, San Marínó eða Gíbraltar. Það má í raun líta á umspil Þjóðadeildarinnar sem einhvers konar öryggisventil fyrir þær þjóðir í A-deild og B-deild sem komast ekki í gegnum undankeppnina og svo nýtt óvænt tækifæri fyrir lið úr C-deild og D-deild til að komast inn á stórmót. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem skýrir þetta enn frekar. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Þjóðadeildin hófst í gær og fyrsti leikur íslenska landsliðsins er í Sviss á morgun. Næsta stórmót er hins vegar Evrópumótið árið 2020 þar sem úrslitakeppnin verður spiluð út um alla Evrópu. En hvernig tengjast þessar tvær keppnir? Undankeppni EM 2020 verður með sama sniði og síðustu undankeppnir EM. Liðin verða dregin í tíu riðla með fimm eða sex liðum í hverjum riðli. Efstu tvö liðin í hverjum tryggja sér síðan sæti á EM en hin eru ekki alveg úr leik.24 hours to the UEFA #NationsLeague kicks off! What is it? Let us explain... pic.twitter.com/JcAOPEkQ6P — UEFA Nations League (@UEFAEURO) September 5, 2018Það sem kannski breytist varðandi undankeppnina er að hún verður spiluð á skemmri tíma eða frá mars til nóvember 2019. Eftir undankeppni hafa 20 af 24 liðum tryggt sér sæti á EM 2020 en fjögur sæti eru þá ennþá laus. Hér kemur Þjóðadeildin inn. Allar deildirnar fjórar, A, B, C og D fá eitt sæti á EM hvert. Liðin sem hafa ekki tryggt sig inn á EM fá annað möguleika á EM-sæti í sérstöku umspili á milli þeirra fjögurra efstu liða í hverri deild í Þjóðadeildinni sem eru ekki komin með farseðil á EM. Það er ekkert beint umspil á milli liðanna sem enduðu í þriðja sæti í sínum riðli en þau eru líkleg til að komast í umspilið í gegnum Þjóðadeildina. Sextán þjóðir komast í umspilin um síðustu fjögur sætin, fjögur landslið úr hverri deild.The UEFA #NationsLeague gives smaller associations the chance to be among the elite at @UEFAEURO How does EURO qualifying work? This video explains everything https://t.co/HUNNa5a2Rapic.twitter.com/YYwSzjgBxy — UEFA (@UEFA) September 6, 2018Mistakist íslenska landsliðinu að tryggja sér sæti á EM 2020 í gegnum undankeppnina á næsta ári er nokkuð öruggt að liðið fær sæti í þessu umspili. Mótherjarnir væru þá þær þrjár þjóðir sem eru með bestan árangur af þeim sem eru ekki búnar að tryggja sér EM sætið. Umspilin fara fram í mars 2020 þar sem verða spiluð undanúrslit og svo úrslit og eitt landsliðið úr hverju umspili kemst inn á EM. Það þyðir að eitt landslið úr D-deildinni fær sæti á EM en mjög ólíklegt er þær þjóðir komist í gegnum sjálfa undankeppnina. Færeyingar eiga þannig í fyrsta sinn raunhæfa möguleika á sæti á stórmóti en þeir þurfa þá að hafa betur í þessu umspili á móti þjóðum eins og Aserbaídsjan. Makedóníu, Hvíta-Rússlandi, Georgíu, Armeníu, Lettlandi, Lúxemborg, Kasakstan, Moldóvu, Liechtenstein, Möltu, Andorra. Kósóvó, San Marínó eða Gíbraltar. Það má í raun líta á umspil Þjóðadeildarinnar sem einhvers konar öryggisventil fyrir þær þjóðir í A-deild og B-deild sem komast ekki í gegnum undankeppnina og svo nýtt óvænt tækifæri fyrir lið úr C-deild og D-deild til að komast inn á stórmót. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem skýrir þetta enn frekar.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira