Forsetinn fundaði með dyravörðum vegna fólskulegrar árásar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. ágúst 2018 21:09 Ljóst var að um tilfinningaþrungna stund var að ræða fyrir dyraverði sem féllust í faðma fyrir utan Shooteers í kvöld. Vísir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð fulltrúum dyravarða á sinn fund í gær til þess að ræða ógnir og öryggi í næturlífi Reykjavíkur. Dyraverðir sýndu félaga sínum sem liggur alvarlega slasaður á spítala eftir fólskulega árás stuðning með táknrænni athöfn fyrr í kvöld. Fjórir eru í haldi lögreglu eftir að ráðist var á dyravörð fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti aðfaranótt sunnudags. Dyravörðurinn slasaðist alvarlega og hlaut mænuskaða. Dyraverðir eru slegnir vegna árásarinnar og hafa bent á að starfsumhverfi dyravarða sé langt frá því að vera öruggt.Guðni fundaði með Trausta Má Falkward, Jóni Pétri Vágseið , Davið BlessingMynd/Forseti ÍslandsKlukkan sjö í kvöld komu svo um 30-40 dyraverðir saman fyrir utan Shooters þar sem þeir lögðu hanska og derhúfur á tröppur skemmtistaðarins í táknrænni athöfn til stuðnings dyravarðarins sem varð fyrir árásinni. Ljóst var að um tilfinningaþrungna stund var að ræða fyrir dyraverðina sem margir hverjir þekktu og störfuðu með dyraverðinum sem varð fyrir árásinni. Féllust þeir í faðma og hughreystu hvern annan eftir athöfnina. Í samtali við Vísi segir Davið Blessing að spjallið við forsetann hafi verið gott og að mikilvægt hafi verið að finna fyrir áhuga forsetans á starfsumhverfi dyravarða. Þá segir hann að þeir eigi bókaðan fund með embættismönnum innan borgarkerfisins til þess að ræða hvað megi betur fara. Fjórir menn á þrítugs- og fertugsaldri, eru sem fyrr segir grunaðir um árásina en þeir voru handteknir síðar á sunnudeginum. Rannsókn málsins miðar vel að sögn lögreglu en að tíma taki að fara yfir öll gögn, þar á meðal myndbandsupptökur. Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Fjórir eru í haldi grunaðir um grófa líkamsárás á dyravörð Shooters í Austurstræti Dyravörðurinn var fluttur þungt haldinn á slysadeild en talið er að hann sé hryggbrotinn. 27. ágúst 2018 10:02 Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31 Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlega Við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir einn dyravörður. 28. ágúst 2018 15:16 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð fulltrúum dyravarða á sinn fund í gær til þess að ræða ógnir og öryggi í næturlífi Reykjavíkur. Dyraverðir sýndu félaga sínum sem liggur alvarlega slasaður á spítala eftir fólskulega árás stuðning með táknrænni athöfn fyrr í kvöld. Fjórir eru í haldi lögreglu eftir að ráðist var á dyravörð fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti aðfaranótt sunnudags. Dyravörðurinn slasaðist alvarlega og hlaut mænuskaða. Dyraverðir eru slegnir vegna árásarinnar og hafa bent á að starfsumhverfi dyravarða sé langt frá því að vera öruggt.Guðni fundaði með Trausta Má Falkward, Jóni Pétri Vágseið , Davið BlessingMynd/Forseti ÍslandsKlukkan sjö í kvöld komu svo um 30-40 dyraverðir saman fyrir utan Shooters þar sem þeir lögðu hanska og derhúfur á tröppur skemmtistaðarins í táknrænni athöfn til stuðnings dyravarðarins sem varð fyrir árásinni. Ljóst var að um tilfinningaþrungna stund var að ræða fyrir dyraverðina sem margir hverjir þekktu og störfuðu með dyraverðinum sem varð fyrir árásinni. Féllust þeir í faðma og hughreystu hvern annan eftir athöfnina. Í samtali við Vísi segir Davið Blessing að spjallið við forsetann hafi verið gott og að mikilvægt hafi verið að finna fyrir áhuga forsetans á starfsumhverfi dyravarða. Þá segir hann að þeir eigi bókaðan fund með embættismönnum innan borgarkerfisins til þess að ræða hvað megi betur fara. Fjórir menn á þrítugs- og fertugsaldri, eru sem fyrr segir grunaðir um árásina en þeir voru handteknir síðar á sunnudeginum. Rannsókn málsins miðar vel að sögn lögreglu en að tíma taki að fara yfir öll gögn, þar á meðal myndbandsupptökur.
Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Fjórir eru í haldi grunaðir um grófa líkamsárás á dyravörð Shooters í Austurstræti Dyravörðurinn var fluttur þungt haldinn á slysadeild en talið er að hann sé hryggbrotinn. 27. ágúst 2018 10:02 Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31 Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlega Við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir einn dyravörður. 28. ágúst 2018 15:16 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Fjórir eru í haldi grunaðir um grófa líkamsárás á dyravörð Shooters í Austurstræti Dyravörðurinn var fluttur þungt haldinn á slysadeild en talið er að hann sé hryggbrotinn. 27. ágúst 2018 10:02
Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31
Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlega Við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir einn dyravörður. 28. ágúst 2018 15:16