Dyraverðir vilja öruggara starfsumhverfi Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 28. ágúst 2018 19:29 Mikill óhugur er meðal dyravarða eftir alvarlega árás á tvo dyraverði um helgina þar sem annar hlaut mænuskaða. Dyraverðir komu saman á fundi síðasta sunnudag og á honum kom fram að öryggi dyravarða sé ábótavant því obeldi aukist. Aðfaranótt sunnudags var fjórum mönnum vísað út af Shooters vegna ónæðis og dónaskapar og þurftu tveir dyraverðir staðarins að fá liðsinni fjögurra dyravarða á nærliggjandi skemmtistöðum. Rétt eftir að liðsauki dyravarðanna fór sneri hópurinn aftur og réðust á dyraverðina tvo sem starfa á Shooters. Annar dyravarðanna, karlmaður á fertugsaldri, hlaut mikla áverka, tví axlabrotnaði, hryggbrotnaði og hefur það fengist staðfest í dag að hann er með mænuskaða. Árásarmennirnir æfa allir bardagaíþróttir. Þeir eru í haldi lögreglu og er málið rannsakað sem alvarleg líkamsárás. Starfsbræður hins slasaða segja hann einn hraustasta dyravörð landsins. Hann hafi sinnt dyravörslu í rúman áratug og staðið sig vel í starfi. Þeir hafa hrint af stað stað söfnun fyrir vin sinn og fer ágóði launa þeirra næsta föstudag beint til hans. Trausti Már Falkvard dyravörður segir það gleymast oft að dyraverðir eru oft fyrsti á vettvang: „Það eru við sem erum fyrstu viðbragðsaðilar þegar koma upp slagsmál og allskonar atvik. Viðbragðstími hjá lögreglu er oft langur á meðan við þurfum að halda mönnum og annað. Erum að leggja okkur í hættu liggjandi ofan á mönnum í jörðinni með hóp af fólki í kringum okkur,“ segir hann og Jón Pétur Vágseið dyravörður tekur undir með honum. Hann bendir á að þeir hlaupi oft út á götu, þar sem þeir eru ekki tryggðir til að stoppa slagsmál svo fólk slasist ekki. Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Árásin á Shooters: Sneru aftur með fleiri með sér eftir að hafa verið vísað á dyr Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um grófa líkamsárás. 27. ágúst 2018 11:19 Fjórir eru í haldi grunaðir um grófa líkamsárás á dyravörð Shooters í Austurstræti Dyravörðurinn var fluttur þungt haldinn á slysadeild en talið er að hann sé hryggbrotinn. 27. ágúst 2018 10:02 Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31 Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlega Við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir einn dyravörður. 28. ágúst 2018 15:16 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Mikill óhugur er meðal dyravarða eftir alvarlega árás á tvo dyraverði um helgina þar sem annar hlaut mænuskaða. Dyraverðir komu saman á fundi síðasta sunnudag og á honum kom fram að öryggi dyravarða sé ábótavant því obeldi aukist. Aðfaranótt sunnudags var fjórum mönnum vísað út af Shooters vegna ónæðis og dónaskapar og þurftu tveir dyraverðir staðarins að fá liðsinni fjögurra dyravarða á nærliggjandi skemmtistöðum. Rétt eftir að liðsauki dyravarðanna fór sneri hópurinn aftur og réðust á dyraverðina tvo sem starfa á Shooters. Annar dyravarðanna, karlmaður á fertugsaldri, hlaut mikla áverka, tví axlabrotnaði, hryggbrotnaði og hefur það fengist staðfest í dag að hann er með mænuskaða. Árásarmennirnir æfa allir bardagaíþróttir. Þeir eru í haldi lögreglu og er málið rannsakað sem alvarleg líkamsárás. Starfsbræður hins slasaða segja hann einn hraustasta dyravörð landsins. Hann hafi sinnt dyravörslu í rúman áratug og staðið sig vel í starfi. Þeir hafa hrint af stað stað söfnun fyrir vin sinn og fer ágóði launa þeirra næsta föstudag beint til hans. Trausti Már Falkvard dyravörður segir það gleymast oft að dyraverðir eru oft fyrsti á vettvang: „Það eru við sem erum fyrstu viðbragðsaðilar þegar koma upp slagsmál og allskonar atvik. Viðbragðstími hjá lögreglu er oft langur á meðan við þurfum að halda mönnum og annað. Erum að leggja okkur í hættu liggjandi ofan á mönnum í jörðinni með hóp af fólki í kringum okkur,“ segir hann og Jón Pétur Vágseið dyravörður tekur undir með honum. Hann bendir á að þeir hlaupi oft út á götu, þar sem þeir eru ekki tryggðir til að stoppa slagsmál svo fólk slasist ekki.
Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Árásin á Shooters: Sneru aftur með fleiri með sér eftir að hafa verið vísað á dyr Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um grófa líkamsárás. 27. ágúst 2018 11:19 Fjórir eru í haldi grunaðir um grófa líkamsárás á dyravörð Shooters í Austurstræti Dyravörðurinn var fluttur þungt haldinn á slysadeild en talið er að hann sé hryggbrotinn. 27. ágúst 2018 10:02 Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31 Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlega Við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir einn dyravörður. 28. ágúst 2018 15:16 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Árásin á Shooters: Sneru aftur með fleiri með sér eftir að hafa verið vísað á dyr Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um grófa líkamsárás. 27. ágúst 2018 11:19
Fjórir eru í haldi grunaðir um grófa líkamsárás á dyravörð Shooters í Austurstræti Dyravörðurinn var fluttur þungt haldinn á slysadeild en talið er að hann sé hryggbrotinn. 27. ágúst 2018 10:02
Dyravörðurinn varð fyrir mænuskaða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lækna Lögreglan skoðar upptökur úr öryggismyndavélum. 28. ágúst 2018 11:31
Dyraverðir slegnir óhug vegna árásarinnar á Shooters og safna fyrir þeim sem slasaðist alvarlega Við erum smeykir við að svona árás endurtaki sig,“ segir einn dyravörður. 28. ágúst 2018 15:16