Lögmaður í Hvíta húsinu veitir Mueller upplýsingar um samskiptin við Trump Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 20. ágúst 2018 05:00 Donald F. McGahn hefur verið í lögfræðingateymi forsetans í nokkur ár. Hér er hann á leið á fund í Trump Tower eftir kosningarnar 2016. Nordicphots/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti heldur áfram að ráðast gegn bandarískum fjölmiðlum með ásökunum um falsfréttir. Forsetinn birti nokkur tíst á Twitter í gær um frétt The New York Times um samráð eins æðsta lögmanns Hvíta hússins við rannsóknarteymi Roberts Mueller, sérstaks saksóknara sem rannsakar meint Rússatengsl við kosningabaráttu Trumps og meint ólögmæt afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016. Kallaði forsetinn fréttina falsfrétt en staðfesti í sama tísti að samráð lögmannsins hefði verið í fullu samráði við sig. Í næsta tísti sagði forsetinn líf fjölmargra hafa verið eyðilögð vegna rannsóknar Muellers. Um McCarthyisma af verstu sort væri að ræða og fjölmiðlarnir væru verstir. Í næsta tísti kallaði hann meinta falsfréttamiðla óvini fólksins. Í frétt The New York Times, sem vakti þessi viðbrögð hjá forsetanum, segir frá því að Donald F. McGahn II, einn af æðstu lögmönnum Hvíta hússins, hafi veitt rannsóknarteymi Muellers sem rannsakar meðal annars meintar ólögmætar aðgerðir forsetans vegna rannsóknarinnar, ítarlegar upplýsingar um samskipti sín við forsetann á lykilstundum í málinu, meðal annars í tengslum við brottrekstur James B. Comey, fyrrverandi yfirmanns alríkislögreglunnar og tilraunir hans til að reka Mueller sjálfan úr starfi sérstaks saksóknara. Viðtöl lögmannsins við rannsakendur eru sögð hafa varað samtals í yfir 30 klukkustundir í nokkrum viðtölum á undanförnum níu mánuðum. Í upphafi leit lögmaðurinn svo á að hann væri að fara eftir þeirri línu sem lögfræðingateymi forsetans hafði lagt, það er að segja, að vinna með rannsakendum, enda hefðu þeir talið að forsetinn hefði ekkert að fela. Hins vegar berast misvísandi fregnir af því hversu sáttur forsetinn er við umfang samskipta lögmannsins við rannsóknarteymið. Í frétt The New York Times er forsetinn sagður hafa upphaflega trúað því að McGahn myndi eingöngu veita upplýsingar sem persónulegur lögmaður forsetans og því ekki gefa neinar upplýsingar sem skaðað gætu forsetann. Sjálfur hefur lögmaðurinn sagt að skyldur hans gagnvart forsetaembættinu sjálfu séu æðri en skyldur hans við sitjandi forseta. Frá því Mueller tók við rannsókninni í maí síðastliðnum hafa fjórir Bandaríkjamenn verið ákærðir, allir með einhver tengsl við kosningabaráttu Trumps eða stjórnsýslu hans í Hvíta húsinu; þrettán rússneskir borgarar, tólf rússneskir leyniþjónustumenn og fleiri. Niðurstöðu í fyrsta málinu er að vænta í dag í máli fyrrverandi kosningastjóra Trumps, Pauls Manafort, en beðið er niðurstöðu kviðdóms um sekt eða sakleysi Manaforts sem ákærður er fyrir fjársvik og fleiri brot. Einnig er von á niðurstöðu dómara um refsingu yfir George Papadopoulos sem játaði fyrstur samstarfsmanna forsetans að hafa átt ólögleg samskipti við Rússa í starfi sínu sem sérstakur ráðgjafi í kosningabaráttu Trumps. Robert Mueller fer fram á að hann verði dæmdur í allt að sex mánaða fangelsi. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti heldur áfram að ráðast gegn bandarískum fjölmiðlum með ásökunum um falsfréttir. Forsetinn birti nokkur tíst á Twitter í gær um frétt The New York Times um samráð eins æðsta lögmanns Hvíta hússins við rannsóknarteymi Roberts Mueller, sérstaks saksóknara sem rannsakar meint Rússatengsl við kosningabaráttu Trumps og meint ólögmæt afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016. Kallaði forsetinn fréttina falsfrétt en staðfesti í sama tísti að samráð lögmannsins hefði verið í fullu samráði við sig. Í næsta tísti sagði forsetinn líf fjölmargra hafa verið eyðilögð vegna rannsóknar Muellers. Um McCarthyisma af verstu sort væri að ræða og fjölmiðlarnir væru verstir. Í næsta tísti kallaði hann meinta falsfréttamiðla óvini fólksins. Í frétt The New York Times, sem vakti þessi viðbrögð hjá forsetanum, segir frá því að Donald F. McGahn II, einn af æðstu lögmönnum Hvíta hússins, hafi veitt rannsóknarteymi Muellers sem rannsakar meðal annars meintar ólögmætar aðgerðir forsetans vegna rannsóknarinnar, ítarlegar upplýsingar um samskipti sín við forsetann á lykilstundum í málinu, meðal annars í tengslum við brottrekstur James B. Comey, fyrrverandi yfirmanns alríkislögreglunnar og tilraunir hans til að reka Mueller sjálfan úr starfi sérstaks saksóknara. Viðtöl lögmannsins við rannsakendur eru sögð hafa varað samtals í yfir 30 klukkustundir í nokkrum viðtölum á undanförnum níu mánuðum. Í upphafi leit lögmaðurinn svo á að hann væri að fara eftir þeirri línu sem lögfræðingateymi forsetans hafði lagt, það er að segja, að vinna með rannsakendum, enda hefðu þeir talið að forsetinn hefði ekkert að fela. Hins vegar berast misvísandi fregnir af því hversu sáttur forsetinn er við umfang samskipta lögmannsins við rannsóknarteymið. Í frétt The New York Times er forsetinn sagður hafa upphaflega trúað því að McGahn myndi eingöngu veita upplýsingar sem persónulegur lögmaður forsetans og því ekki gefa neinar upplýsingar sem skaðað gætu forsetann. Sjálfur hefur lögmaðurinn sagt að skyldur hans gagnvart forsetaembættinu sjálfu séu æðri en skyldur hans við sitjandi forseta. Frá því Mueller tók við rannsókninni í maí síðastliðnum hafa fjórir Bandaríkjamenn verið ákærðir, allir með einhver tengsl við kosningabaráttu Trumps eða stjórnsýslu hans í Hvíta húsinu; þrettán rússneskir borgarar, tólf rússneskir leyniþjónustumenn og fleiri. Niðurstöðu í fyrsta málinu er að vænta í dag í máli fyrrverandi kosningastjóra Trumps, Pauls Manafort, en beðið er niðurstöðu kviðdóms um sekt eða sakleysi Manaforts sem ákærður er fyrir fjársvik og fleiri brot. Einnig er von á niðurstöðu dómara um refsingu yfir George Papadopoulos sem játaði fyrstur samstarfsmanna forsetans að hafa átt ólögleg samskipti við Rússa í starfi sínu sem sérstakur ráðgjafi í kosningabaráttu Trumps. Robert Mueller fer fram á að hann verði dæmdur í allt að sex mánaða fangelsi.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira