Lögregla rannsakar ásakanir unga leikarans á hendur Argento Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. ágúst 2018 08:53 Asia Argento á Cannes-verðlaunahátíðinni í maí síðastliðnum. Vísir/getty Lögregla í Los Angeles hefur ásakanir um kynferðisofbeldi á hendur ítölsku leikkonunni Asiu Argento til rannsóknar. Argento er ein þeirra sem leitt hefur #MeToo-hreyfinguna frá því að henni var hleypt af stokkunum í fyrra.Sjá einnig: Argento greiddi ungum leikara fyrir að þegja um meint kynferðisbrotGreint var frá því í gær að bandaríski leikarinn Jimmy Bennett hefði sakað Argento um að brjóta á honum kynferðislega á hótelbergi árið 2013. Bennett var 17 ára þegar hin meintu brot eiga að hafa átt sér stað en Argento var 37 ára. Þá á Argento að hafa greitt Bennett nær 41 milljón íslenskra króna fyrir að þegja um brotin. Lögreglustjórinn Darren Harris tjáði fjölmiðlum að rannsakendur muni reyna að ná tali af Bennett eða talsmönnum hans vegna ásakananna.Asia Argento og Jimmy Bennett árið 2003. Með þeim á myndinni eru leikararnir og tvíburarnir Dylan og Cole Sprouse.Vísir/GettyÍ gögnum málsins, sem bandaríska dagblaðið New York Times hefur undir höndum, segir að Bennett haldi því fram að hann hafi stundað kynlíf með Argento í umrætt skipti. Samræðisaldur í Kaliforníu er 18 ára. Þá segir Bennett að atvikið hafi haft neikvæð áhrif á starfsferil hans og valdið honum miklu sálrænu tjóni. Argento hefur enn ekki tjáð sig um málið en erlendir fjölmiðlar sem fjallað hafa um ásakanirnar hafa ítrekað leitað eftir viðbrögðum frá henni. Bennett hyggst hvorki tjá sig frekar um gögn málsins né atvikið sjálft fyrr en í fyrsta lagi í dag, þriðjudag. Argento og Bennett fóru með hlutverk mæðgina í kvikmyndinni The Heart Is Deceitful Above All Things árið 2004. Argento steig fram nýverið og sakaði kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um að hafa nauðgað sér á hótelherbergi árið 1997. Hún hefur síðan verið einn helsti forsprakki #MeToo-hreyfingarinnar, sem hlaut gríðarlegan meðbyr eftir að fjölmargar konur stigu fram og sökuðu Weinstein um kynferðisofbeldi. MeToo Tengdar fréttir Argento greiddi ungum leikara fyrir að þegja um meint kynferðisbrot Ítalska leikkonan Asia Argento greiddi ungum manni sem sakaði hana um kynferðisbrot fyrir þagmælsku. Argento er ein af andlitum #MeToo-hreyfingarinnar. 20. ágúst 2018 08:01 „Cannes var veiðilenda fyrir Harvey Weinstein" Leikkonan Asia Argento flutti tilfinningaþrungna ræðu á lokakvöldi kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, þar sem hún sagði frá því að Harvey Weinstein hefði nauðgað henni á hátíðinni fyrir rúmum 20 árum síðan. 20. maí 2018 12:45 Umfjöllun New Yorker varpar ljósi á mun flóknari sögu skuggahliða Weinstein Þrettán konur stíga fram í umfjöllun bandaríska tímaritsins sem segir frá "verst geymda“ leyndarmáli Hollywood. 10. október 2017 15:53 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira
Lögregla í Los Angeles hefur ásakanir um kynferðisofbeldi á hendur ítölsku leikkonunni Asiu Argento til rannsóknar. Argento er ein þeirra sem leitt hefur #MeToo-hreyfinguna frá því að henni var hleypt af stokkunum í fyrra.Sjá einnig: Argento greiddi ungum leikara fyrir að þegja um meint kynferðisbrotGreint var frá því í gær að bandaríski leikarinn Jimmy Bennett hefði sakað Argento um að brjóta á honum kynferðislega á hótelbergi árið 2013. Bennett var 17 ára þegar hin meintu brot eiga að hafa átt sér stað en Argento var 37 ára. Þá á Argento að hafa greitt Bennett nær 41 milljón íslenskra króna fyrir að þegja um brotin. Lögreglustjórinn Darren Harris tjáði fjölmiðlum að rannsakendur muni reyna að ná tali af Bennett eða talsmönnum hans vegna ásakananna.Asia Argento og Jimmy Bennett árið 2003. Með þeim á myndinni eru leikararnir og tvíburarnir Dylan og Cole Sprouse.Vísir/GettyÍ gögnum málsins, sem bandaríska dagblaðið New York Times hefur undir höndum, segir að Bennett haldi því fram að hann hafi stundað kynlíf með Argento í umrætt skipti. Samræðisaldur í Kaliforníu er 18 ára. Þá segir Bennett að atvikið hafi haft neikvæð áhrif á starfsferil hans og valdið honum miklu sálrænu tjóni. Argento hefur enn ekki tjáð sig um málið en erlendir fjölmiðlar sem fjallað hafa um ásakanirnar hafa ítrekað leitað eftir viðbrögðum frá henni. Bennett hyggst hvorki tjá sig frekar um gögn málsins né atvikið sjálft fyrr en í fyrsta lagi í dag, þriðjudag. Argento og Bennett fóru með hlutverk mæðgina í kvikmyndinni The Heart Is Deceitful Above All Things árið 2004. Argento steig fram nýverið og sakaði kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um að hafa nauðgað sér á hótelherbergi árið 1997. Hún hefur síðan verið einn helsti forsprakki #MeToo-hreyfingarinnar, sem hlaut gríðarlegan meðbyr eftir að fjölmargar konur stigu fram og sökuðu Weinstein um kynferðisofbeldi.
MeToo Tengdar fréttir Argento greiddi ungum leikara fyrir að þegja um meint kynferðisbrot Ítalska leikkonan Asia Argento greiddi ungum manni sem sakaði hana um kynferðisbrot fyrir þagmælsku. Argento er ein af andlitum #MeToo-hreyfingarinnar. 20. ágúst 2018 08:01 „Cannes var veiðilenda fyrir Harvey Weinstein" Leikkonan Asia Argento flutti tilfinningaþrungna ræðu á lokakvöldi kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, þar sem hún sagði frá því að Harvey Weinstein hefði nauðgað henni á hátíðinni fyrir rúmum 20 árum síðan. 20. maí 2018 12:45 Umfjöllun New Yorker varpar ljósi á mun flóknari sögu skuggahliða Weinstein Þrettán konur stíga fram í umfjöllun bandaríska tímaritsins sem segir frá "verst geymda“ leyndarmáli Hollywood. 10. október 2017 15:53 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira
Argento greiddi ungum leikara fyrir að þegja um meint kynferðisbrot Ítalska leikkonan Asia Argento greiddi ungum manni sem sakaði hana um kynferðisbrot fyrir þagmælsku. Argento er ein af andlitum #MeToo-hreyfingarinnar. 20. ágúst 2018 08:01
„Cannes var veiðilenda fyrir Harvey Weinstein" Leikkonan Asia Argento flutti tilfinningaþrungna ræðu á lokakvöldi kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, þar sem hún sagði frá því að Harvey Weinstein hefði nauðgað henni á hátíðinni fyrir rúmum 20 árum síðan. 20. maí 2018 12:45
Umfjöllun New Yorker varpar ljósi á mun flóknari sögu skuggahliða Weinstein Þrettán konur stíga fram í umfjöllun bandaríska tímaritsins sem segir frá "verst geymda“ leyndarmáli Hollywood. 10. október 2017 15:53