Bakgrunnur þeirra sem komi að íþróttastarfi verði skoðaður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. ágúst 2018 14:35 Óskar Þór Ármannsson formaður starfshópsins, Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Hafdís Inga Hinriksdóttir sem sat í starfshópnum. Óheimilt verður að ráða til starfa hjá íþrótta- og æskulýðsfélögum einstaklinga sem hlotið hafa refsidóma fyrir brot sem falla undir kynferðisbrotakafla hegningarlaga ef tillögur starfshóps sem skipaður var af mennta- og menningarmálaráðherra vegna #metoo-yfirlýsinga íþróttakvenna ganga eftir.Tillögur hópsins voru kynntar ríkisstjórninni í morgun og á blaðamannafundi fyrr í dag. Verkefni hópsins var skila ráðherra tillögum um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi.Íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna í janúar síðastliðnum og fylgdi með henni undirskriftalisti og nafnlausar reynslusögur. Undir yfirlýsinguna skrifuðu 462 íþróttakonur úr mörgum íþróttagreinum. 62 frásagnir kvenna úr heimi íþróttanna af valdaójafnvægi, kynferðislegri áreitni og kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi fylgdu yfirlýsingunni sem bar yfirskriftina Jöfnum leikinn.Óháður aðili verði til staðar sem geti tekið við ábendingum um ofbeldi og óæskilega hegðun Meðal þess sem starfshópurinn leggur til er að til staðar sé óháður aðili sem geti tekið við símtölum, tilkynningum eða öðrum samskiptum um ofbeldi og aðra óæskilega hegðun og komið þeim í réttan farveg, að skýrir og samhæfðir verkferlar og viðbragðsáætlanir séu til staðar hjá félögum og samtökum í íþrótta- og æskulýðsstarfi og að unnið sé markvisst í jafnréttismálum á vegum íþróttahreyfingarinnar.Þá er einnig lögð áhersla á það að íþróttahreyfingin setji sér siðareglur og hegðunarviðmið, kanni bakgrunn þeirra sem koma að íþróttastarfi og kynni fyrir þeim þær reglur sem gilda í starfinu. Sé vafi til staðar vegna einstaklings sem fyrirhugað er að ráða eða fá til starfa sem sjálfboðaliða er mikilvægt að horfa fyrst og fremst til hagsmuna iðkenda.Upptöku frá blaðamannafundinum þar sem tillögur starfshópsins voru kynntar má sjá hér fyrir neðanÍ tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu segir að öryggi iðkenda og annarra þátttakenda hafi verið sett í öndvegi við vinnu hópsins sem taldi mikilvægt að tillögurnar næðu einnig til æskulýðsstarfs utan skóla. Þá segir einnig að tillögurnar snerti ýmsa aðila er koma að íþrótta- og æskulýðsstarfi, svo sem íþróttahreyfinguna, æskulýðsfélögin, sveitarfélög og stjórnvöld. Að mati starfshópsins er mikilvægt að þessir aðilar séu samtaka um aðgerðir á þessu sviði. Næstu skref verði að kynna tillögur þessar betur fyrir þeim er málið varðar, svo sem forsvarsmönnum íþróttahreyfingarinnar og á vettvangi sveitarfélaganna.Starfshópinn skipuðu: Auður Inga Þorsteinsdóttir, tilnefnd af UMFÍ Ása Ólafsdóttir, tilnefnd af ÍSÍ Elísabet Pétursdóttir, tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðuneyti Guðni Olgeirsson, tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðuneyti Hafdís Inga Hinriksdóttir, tilnefnd af hópi íþróttakvenna Heiðrún Janusardóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga Jóna Pálsdóttir tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðuneyti Óskar Þór Ármannsson formaður, tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðuneyti Valgerður Þórunn Bjarnadóttir, tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðuneyti MeToo Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Stofna starfshóp um áreitni í íþróttum: „Þetta er fyrsta skrefið“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í dag með forseta ÍSÍ, framkvæmdastjóra UMFÍ og íþróttakonum í tengslum við MeToo yfirlýsingu íþróttakvenna. 12. janúar 2018 14:34 Bein útsending: Tillögur kynntar um aðgerðir í íþrótta- og æskulýðsstarfi í kjölfar #metoo Tillögurnar verða kynntar á blaðamannafundi í mennta- og menningarmálaráðuneytinu klukkan 13:30 í dag. 21. ágúst 2018 13:15 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Óheimilt verður að ráða til starfa hjá íþrótta- og æskulýðsfélögum einstaklinga sem hlotið hafa refsidóma fyrir brot sem falla undir kynferðisbrotakafla hegningarlaga ef tillögur starfshóps sem skipaður var af mennta- og menningarmálaráðherra vegna #metoo-yfirlýsinga íþróttakvenna ganga eftir.Tillögur hópsins voru kynntar ríkisstjórninni í morgun og á blaðamannafundi fyrr í dag. Verkefni hópsins var skila ráðherra tillögum um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi.Íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna í janúar síðastliðnum og fylgdi með henni undirskriftalisti og nafnlausar reynslusögur. Undir yfirlýsinguna skrifuðu 462 íþróttakonur úr mörgum íþróttagreinum. 62 frásagnir kvenna úr heimi íþróttanna af valdaójafnvægi, kynferðislegri áreitni og kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi fylgdu yfirlýsingunni sem bar yfirskriftina Jöfnum leikinn.Óháður aðili verði til staðar sem geti tekið við ábendingum um ofbeldi og óæskilega hegðun Meðal þess sem starfshópurinn leggur til er að til staðar sé óháður aðili sem geti tekið við símtölum, tilkynningum eða öðrum samskiptum um ofbeldi og aðra óæskilega hegðun og komið þeim í réttan farveg, að skýrir og samhæfðir verkferlar og viðbragðsáætlanir séu til staðar hjá félögum og samtökum í íþrótta- og æskulýðsstarfi og að unnið sé markvisst í jafnréttismálum á vegum íþróttahreyfingarinnar.Þá er einnig lögð áhersla á það að íþróttahreyfingin setji sér siðareglur og hegðunarviðmið, kanni bakgrunn þeirra sem koma að íþróttastarfi og kynni fyrir þeim þær reglur sem gilda í starfinu. Sé vafi til staðar vegna einstaklings sem fyrirhugað er að ráða eða fá til starfa sem sjálfboðaliða er mikilvægt að horfa fyrst og fremst til hagsmuna iðkenda.Upptöku frá blaðamannafundinum þar sem tillögur starfshópsins voru kynntar má sjá hér fyrir neðanÍ tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu segir að öryggi iðkenda og annarra þátttakenda hafi verið sett í öndvegi við vinnu hópsins sem taldi mikilvægt að tillögurnar næðu einnig til æskulýðsstarfs utan skóla. Þá segir einnig að tillögurnar snerti ýmsa aðila er koma að íþrótta- og æskulýðsstarfi, svo sem íþróttahreyfinguna, æskulýðsfélögin, sveitarfélög og stjórnvöld. Að mati starfshópsins er mikilvægt að þessir aðilar séu samtaka um aðgerðir á þessu sviði. Næstu skref verði að kynna tillögur þessar betur fyrir þeim er málið varðar, svo sem forsvarsmönnum íþróttahreyfingarinnar og á vettvangi sveitarfélaganna.Starfshópinn skipuðu: Auður Inga Þorsteinsdóttir, tilnefnd af UMFÍ Ása Ólafsdóttir, tilnefnd af ÍSÍ Elísabet Pétursdóttir, tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðuneyti Guðni Olgeirsson, tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðuneyti Hafdís Inga Hinriksdóttir, tilnefnd af hópi íþróttakvenna Heiðrún Janusardóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga Jóna Pálsdóttir tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðuneyti Óskar Þór Ármannsson formaður, tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðuneyti Valgerður Þórunn Bjarnadóttir, tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðuneyti
MeToo Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Stofna starfshóp um áreitni í íþróttum: „Þetta er fyrsta skrefið“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í dag með forseta ÍSÍ, framkvæmdastjóra UMFÍ og íþróttakonum í tengslum við MeToo yfirlýsingu íþróttakvenna. 12. janúar 2018 14:34 Bein útsending: Tillögur kynntar um aðgerðir í íþrótta- og æskulýðsstarfi í kjölfar #metoo Tillögurnar verða kynntar á blaðamannafundi í mennta- og menningarmálaráðuneytinu klukkan 13:30 í dag. 21. ágúst 2018 13:15 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00
Stofna starfshóp um áreitni í íþróttum: „Þetta er fyrsta skrefið“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í dag með forseta ÍSÍ, framkvæmdastjóra UMFÍ og íþróttakonum í tengslum við MeToo yfirlýsingu íþróttakvenna. 12. janúar 2018 14:34
Bein útsending: Tillögur kynntar um aðgerðir í íþrótta- og æskulýðsstarfi í kjölfar #metoo Tillögurnar verða kynntar á blaðamannafundi í mennta- og menningarmálaráðuneytinu klukkan 13:30 í dag. 21. ágúst 2018 13:15