Mannréttindi? Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 25. ágúst 2018 08:45 Málefni okkar minnstu bræðra eru í brennidepli. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg hefði með sinnuleysi sínu um húsnæðismál utangarðsfólks brotið gegn 76. grein stjórnarskrárinnar og fjölþjóðlegum mannréttindareglum. Niðurstaða umboðsmanns er verulegur áfellisdómur yfir stjórnvöldum Reykjavíkurborgar og munu þreytandi yfirlýsingar þeirra um manngæsku sína umfram aðra stjórnmálaflokka hljóma holar framvegis. Þessi mannréttindabrot áttu sér stað fyrir framan nefið á starfsmönnum Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur. Þeim til varnar þá hafa þeir undanfarna mánuði verið kirfilega uppteknir við að finna lausnir á kynjaskiptingu klósetta í ráðhúsinu, en eins og þekkt er hefur borgin margbrotið mannréttindi með því að skipta klósettum í karla- og kvennaklósett. Það var því ekki nema von að Mannréttindaskrifstofan væri ekki að sinna húsnæðisvanda heimilislausra á meðan stóra klósettmálið er óleyst. Hvernig gat það gerst að Reykjavíkurborg, sem eitt sveitarfélaga rekur mannréttindaskrifstofu, komst upp með það að brjóta mannréttindi á utangarðsfólki eins og Umboðsmaður bendir á, án þess að þessi sama mannréttindaskrifstofa hafi æmt eða skræmt? Getur verið að áhugi Mannréttindaskrifstofunnar á mannréttindum sé sértækur og nái illa til hópa sem eiga sér ekki málsvara eins og utangarðsfólks? Eru sum mannréttindi „politically correct“ og önnur minna? Auðvitað útilokar ekki áhersla á einn þátt mannréttinda annan. En mikið væri gaman ef einhver fréttamaður í góðu stuði tæki viðtal við mannréttindastjóra Mannréttindaskrifstofunnar og spyrði í fullri vinsemd hvernig þeim gat yfirsést þessi mannréttindabrot á fátæku fólki og hvernig það gat gerst að Mannréttindaskrifstofan hafði meiri áhyggjur af kynjaskiptingu klósetta heldur en af þeim grundvallarmannréttindum að fólk hafi þak yfir höfuðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Málefni okkar minnstu bræðra eru í brennidepli. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg hefði með sinnuleysi sínu um húsnæðismál utangarðsfólks brotið gegn 76. grein stjórnarskrárinnar og fjölþjóðlegum mannréttindareglum. Niðurstaða umboðsmanns er verulegur áfellisdómur yfir stjórnvöldum Reykjavíkurborgar og munu þreytandi yfirlýsingar þeirra um manngæsku sína umfram aðra stjórnmálaflokka hljóma holar framvegis. Þessi mannréttindabrot áttu sér stað fyrir framan nefið á starfsmönnum Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur. Þeim til varnar þá hafa þeir undanfarna mánuði verið kirfilega uppteknir við að finna lausnir á kynjaskiptingu klósetta í ráðhúsinu, en eins og þekkt er hefur borgin margbrotið mannréttindi með því að skipta klósettum í karla- og kvennaklósett. Það var því ekki nema von að Mannréttindaskrifstofan væri ekki að sinna húsnæðisvanda heimilislausra á meðan stóra klósettmálið er óleyst. Hvernig gat það gerst að Reykjavíkurborg, sem eitt sveitarfélaga rekur mannréttindaskrifstofu, komst upp með það að brjóta mannréttindi á utangarðsfólki eins og Umboðsmaður bendir á, án þess að þessi sama mannréttindaskrifstofa hafi æmt eða skræmt? Getur verið að áhugi Mannréttindaskrifstofunnar á mannréttindum sé sértækur og nái illa til hópa sem eiga sér ekki málsvara eins og utangarðsfólks? Eru sum mannréttindi „politically correct“ og önnur minna? Auðvitað útilokar ekki áhersla á einn þátt mannréttinda annan. En mikið væri gaman ef einhver fréttamaður í góðu stuði tæki viðtal við mannréttindastjóra Mannréttindaskrifstofunnar og spyrði í fullri vinsemd hvernig þeim gat yfirsést þessi mannréttindabrot á fátæku fólki og hvernig það gat gerst að Mannréttindaskrifstofan hafði meiri áhyggjur af kynjaskiptingu klósetta heldur en af þeim grundvallarmannréttindum að fólk hafi þak yfir höfuðið.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun