Tala látinna hækkuð úr 64 í 2.975 Samúel Karl Ólason skrifar 28. ágúst 2018 22:05 Samkvæmt rannsakendum komu fátækir og aldraðir sérstaklega illa úti vegna Maríu. Vísir/AP Ríkisstjóri Púertó Ríkó hefur hækkað opinbera tölu látinna vegna fellibylsins María sem fór þar yfir fyrir rúmu hálfu ári úr 64 í 2.975. Það var gert í kjölfar óháðrar rannsóknar sem leiddi í ljós að yfirvöld höfðu vanmetið fjölda látinna gífurlega. Ríkisstjórinn, Ricardo Rossello, segiri ljóst að mistök hafi verið gerð og að hægt hefði verið að halda öðruvísi á spöðunum. Hann hefur sett á laggirnar rannsóknarnefnd sem kanna á opinber viðbrögð við fellibylnum og hvernig bregðast eigi við öðrum fellibyljum. Enn eru minnst 60 þúsund heimili án almennilegra þaka og rafkerfi eyjunnar er óstöðugt. Vísindamenn við Miklen stofnunina hjá George Washington háskólanum framkvæmdu áðurnefnda rannsókn, að beiðni yfirvalda Púertó Ríkó, og segja ljóst að margir hafi dáið í kjölfar fellibylsins og tengjast dauðsföllin Maríu ekki með beinum hætti. Þá hafi opinberar tölur hingað til verið of lágar vegna vanþjálfunar heilbrigðisstarfsmanna í að flokka andlát eftir hamfarir. Þar að auki eru ekki til neinar opinberar starfsreglur varðandi skráningu dauðsfalla vegna hamfara. Hið opinbera hafði áætlað að 1.427 hefðu dáið vegna fellibylsins en opinber tala látinna hafði ekki verið hækkuð, samkvæmt AP fréttaveitunni. Nýjustu tölurnar gætu hækkað eða lækkað á komandi mánuðum, þar sem að um mat er að ræða. Rannsakendur eru í raun ekki með lista yfir látinna. Þessar niðurstöður eru einungis fyrsti hluti rannsóknarinnar.Ríkisstjórn Donald Trump hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir viðbrögð sín við Maríu. Ein kona sem AP ræddi við sagðist enn vera reið yfir því hve illa undirbúin yfirvöld eyjunnar voru og að 76 ára gömul móðir sín hefði dáið þar sem engir súrefniskútar hefðu verið til á eyjunni eftir fellibylinn. Púertó Ríkó Tengdar fréttir Mannskaðinn á Púertó Ríkó margfalt meiri en opinberar tölur segja Ný rannsókn bendir til þess að á fimmta þúsund manns hafi farist af völdum fellibylsins Maríu sem gekk yfir Púertó Ríkó í september. Vatnsskortur og rafmagnsleysi hrjáir eyjaskeggja ennþá, átta mánuðum síðar. 29. maí 2018 19:12 Yfir 1.400 sögð hafa látist í Púertó Ríkó Ríkisstjórn Púertó Ríkó birti í gær skýrslu þar sem fram kom að 1.427 hafi farist vegna fellibylsins Maríu sem reið yfir eyjuna þann 20. september síðastliðinn. Sú tala er margfalt hærri en talan sem ríkisstjórnin gaf fyrst upp, 64. 10. ágúst 2018 06:00 Hátt í hálf milljón enn án rafmagns á Púertó Ríkó eftir fellibylinn í haust Fjórir mánuðir eru liðnir frá því að versti stormur sem gengið hafði yfir Púertó Ríkó í 85 ár olli usla þar. 25. janúar 2018 18:33 Viðurkenna margfalt fleiri dauðsföll vegna Maríu á Púertó Ríkó Í skýrslu til Bandaríkjaþings kemur fram að 1.427 hafi farist af völdum fellibyljarins en ekki 64 eins og opinberar tölur segja. 9. ágúst 2018 16:55 Bandaríkjastjórn hættir neyðaraðstoð við Púertó Ríkó Enn er stór hluti íbúa eyjarinnar án rafmagns og í dreifbýli er aðgangur að hreinu vatni og mat enn takmarkaður. 31. janúar 2018 10:25 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
Ríkisstjóri Púertó Ríkó hefur hækkað opinbera tölu látinna vegna fellibylsins María sem fór þar yfir fyrir rúmu hálfu ári úr 64 í 2.975. Það var gert í kjölfar óháðrar rannsóknar sem leiddi í ljós að yfirvöld höfðu vanmetið fjölda látinna gífurlega. Ríkisstjórinn, Ricardo Rossello, segiri ljóst að mistök hafi verið gerð og að hægt hefði verið að halda öðruvísi á spöðunum. Hann hefur sett á laggirnar rannsóknarnefnd sem kanna á opinber viðbrögð við fellibylnum og hvernig bregðast eigi við öðrum fellibyljum. Enn eru minnst 60 þúsund heimili án almennilegra þaka og rafkerfi eyjunnar er óstöðugt. Vísindamenn við Miklen stofnunina hjá George Washington háskólanum framkvæmdu áðurnefnda rannsókn, að beiðni yfirvalda Púertó Ríkó, og segja ljóst að margir hafi dáið í kjölfar fellibylsins og tengjast dauðsföllin Maríu ekki með beinum hætti. Þá hafi opinberar tölur hingað til verið of lágar vegna vanþjálfunar heilbrigðisstarfsmanna í að flokka andlát eftir hamfarir. Þar að auki eru ekki til neinar opinberar starfsreglur varðandi skráningu dauðsfalla vegna hamfara. Hið opinbera hafði áætlað að 1.427 hefðu dáið vegna fellibylsins en opinber tala látinna hafði ekki verið hækkuð, samkvæmt AP fréttaveitunni. Nýjustu tölurnar gætu hækkað eða lækkað á komandi mánuðum, þar sem að um mat er að ræða. Rannsakendur eru í raun ekki með lista yfir látinna. Þessar niðurstöður eru einungis fyrsti hluti rannsóknarinnar.Ríkisstjórn Donald Trump hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir viðbrögð sín við Maríu. Ein kona sem AP ræddi við sagðist enn vera reið yfir því hve illa undirbúin yfirvöld eyjunnar voru og að 76 ára gömul móðir sín hefði dáið þar sem engir súrefniskútar hefðu verið til á eyjunni eftir fellibylinn.
Púertó Ríkó Tengdar fréttir Mannskaðinn á Púertó Ríkó margfalt meiri en opinberar tölur segja Ný rannsókn bendir til þess að á fimmta þúsund manns hafi farist af völdum fellibylsins Maríu sem gekk yfir Púertó Ríkó í september. Vatnsskortur og rafmagnsleysi hrjáir eyjaskeggja ennþá, átta mánuðum síðar. 29. maí 2018 19:12 Yfir 1.400 sögð hafa látist í Púertó Ríkó Ríkisstjórn Púertó Ríkó birti í gær skýrslu þar sem fram kom að 1.427 hafi farist vegna fellibylsins Maríu sem reið yfir eyjuna þann 20. september síðastliðinn. Sú tala er margfalt hærri en talan sem ríkisstjórnin gaf fyrst upp, 64. 10. ágúst 2018 06:00 Hátt í hálf milljón enn án rafmagns á Púertó Ríkó eftir fellibylinn í haust Fjórir mánuðir eru liðnir frá því að versti stormur sem gengið hafði yfir Púertó Ríkó í 85 ár olli usla þar. 25. janúar 2018 18:33 Viðurkenna margfalt fleiri dauðsföll vegna Maríu á Púertó Ríkó Í skýrslu til Bandaríkjaþings kemur fram að 1.427 hafi farist af völdum fellibyljarins en ekki 64 eins og opinberar tölur segja. 9. ágúst 2018 16:55 Bandaríkjastjórn hættir neyðaraðstoð við Púertó Ríkó Enn er stór hluti íbúa eyjarinnar án rafmagns og í dreifbýli er aðgangur að hreinu vatni og mat enn takmarkaður. 31. janúar 2018 10:25 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
Mannskaðinn á Púertó Ríkó margfalt meiri en opinberar tölur segja Ný rannsókn bendir til þess að á fimmta þúsund manns hafi farist af völdum fellibylsins Maríu sem gekk yfir Púertó Ríkó í september. Vatnsskortur og rafmagnsleysi hrjáir eyjaskeggja ennþá, átta mánuðum síðar. 29. maí 2018 19:12
Yfir 1.400 sögð hafa látist í Púertó Ríkó Ríkisstjórn Púertó Ríkó birti í gær skýrslu þar sem fram kom að 1.427 hafi farist vegna fellibylsins Maríu sem reið yfir eyjuna þann 20. september síðastliðinn. Sú tala er margfalt hærri en talan sem ríkisstjórnin gaf fyrst upp, 64. 10. ágúst 2018 06:00
Hátt í hálf milljón enn án rafmagns á Púertó Ríkó eftir fellibylinn í haust Fjórir mánuðir eru liðnir frá því að versti stormur sem gengið hafði yfir Púertó Ríkó í 85 ár olli usla þar. 25. janúar 2018 18:33
Viðurkenna margfalt fleiri dauðsföll vegna Maríu á Púertó Ríkó Í skýrslu til Bandaríkjaþings kemur fram að 1.427 hafi farist af völdum fellibyljarins en ekki 64 eins og opinberar tölur segja. 9. ágúst 2018 16:55
Bandaríkjastjórn hættir neyðaraðstoð við Púertó Ríkó Enn er stór hluti íbúa eyjarinnar án rafmagns og í dreifbýli er aðgangur að hreinu vatni og mat enn takmarkaður. 31. janúar 2018 10:25