Sjóðir í stýringu Eaton Vance selt stóran hlut í N1 Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 29. ágúst 2018 06:00 Hlutabréf í N1 hafa hækkað um ríflega 10 prósent í verði það sem af er ári. Vísir/valgarður Fjárfestingarsjóðir á vegum bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance hafa á síðustu vikum selt nærri fimm prósenta hlut í N1 fyrir hátt í 1,5 milljarða króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa í olíufélaginu. Sjóðir í stýringu Eaton Vance eru ekki lengur í hópi tuttugu stærstu hluthafa N1 samkvæmt nýjum hluthafalista, dagsettum 23. ágúst, sem birtist í nýútgefinni lýsingu olíufélagsins. Tveir sjóðir á vegum eignastýringarfyrirtækisins, annars vegar Global Macro Absolute Return Ad og hins vegar Global Macro Portfolio, áttu samanlagt tæplega fimm prósenta eignarhlut í N1 um miðjan júlímánuð en markaðsvirði hlutarins, miðað við núverandi gengi bréfa félagsins, er tæplega 1,5 milljarðar króna. Kaupendur að hlutnum voru meðal annars fjárfestingarsjóðir á vegum Wellington Management, annars bandarísks eignastýringarfyrirtækis, en umræddir sjóðir fara nú samanlagt með 9,6 prósenta hlut í N1 að virði tæpra þriggja milljarða króna. Íslenski lífeyrissjóðurinn og sjóðir í stýringu Akta hafa einnig bætt við sig í olíufélaginu á undanförnum vikum. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa sjóðir á vegum Eaton Vance minnkað við sig í nokkrum skráðum félögum á síðustu vikum. Þannig seldu sjóðirnir samanlagt ríflega tveggja prósenta hlut í Icelandair Group fyrr í þessum mánuði en ætla má að söluverð hlutarins hafi verið rúmlega 900 milljónir króna ef miðað er við gengi hlutabréfa í ferðaþjónustufélaginu á þeim tíma þegar viðskiptin gengu í gegn. Kaupendur að bréfunum voru dreifður hópur fjárfesta. Sjóðir Eaton Vance seldu sem kunnugt er ríflega hálf prósents hlut í TM í síðustu viku, en eftir viðskiptin fara þeir með um 4,7 prósenta hlut í tryggingafélaginu, og þá herma heimildir Markaðarins að sjóðirnir hafi einnig minnkað við sig í tryggingafélögunum Sjóvá og VÍS. Á móti hafa sjóðirnir bætt lítillega við hlut sinn í Arion banka í sumar og þá tóku þeir þátt í nýafstöðnu skuldabréfaútboði Eikar fasteignafélags, eftir því sem heimildir Markaðarins herma, en Fossar markaðir höfðu umsjón með útboðinu. Eaton Vance hefur á síðustu árum verið umsvifamesti erlendi fjárfestirinn á íslenskum hlutabréfamarkaði en félagið hóf innreið sína á markaðinn árið 2015. Birtist í Fréttablaðinu Tryggingar Tengdar fréttir Stoðir keyptu í Arion banka fyrir um milljarð Stoðir eru stærstu íslensku einkafjárfestarnir með 0,6 prósent. Skráðu sig fyrir um 100 milljónum hluta en fengu 12 milljónir. Félagið Vogun, sem Kristján Loftsson og fjölskylda stýra, keypti í Arion banka fyrir um 600 milljónir króna. 27. júní 2018 06:00 Lækka verðmat sitt á TM Greinendur ráðgjafafyrirtækisins Capacent hafa lækkað verðmat sitt á TM um ríflega sjö prósent og meta nú gengi hlutabréfa tryggingafélagsins á 32,2 krónur á hlut. 7. ágúst 2018 06:00 Eaton Vance seldi í Eimskip Tveir sjóðir á vegum bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management seldu tæplega 1,9 milljónir hluta í Eimskip fyrir um 355 milljónir króna í síðustu viku. 26. maí 2018 06:00 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Fjárfestingarsjóðir á vegum bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance hafa á síðustu vikum selt nærri fimm prósenta hlut í N1 fyrir hátt í 1,5 milljarða króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa í olíufélaginu. Sjóðir í stýringu Eaton Vance eru ekki lengur í hópi tuttugu stærstu hluthafa N1 samkvæmt nýjum hluthafalista, dagsettum 23. ágúst, sem birtist í nýútgefinni lýsingu olíufélagsins. Tveir sjóðir á vegum eignastýringarfyrirtækisins, annars vegar Global Macro Absolute Return Ad og hins vegar Global Macro Portfolio, áttu samanlagt tæplega fimm prósenta eignarhlut í N1 um miðjan júlímánuð en markaðsvirði hlutarins, miðað við núverandi gengi bréfa félagsins, er tæplega 1,5 milljarðar króna. Kaupendur að hlutnum voru meðal annars fjárfestingarsjóðir á vegum Wellington Management, annars bandarísks eignastýringarfyrirtækis, en umræddir sjóðir fara nú samanlagt með 9,6 prósenta hlut í N1 að virði tæpra þriggja milljarða króna. Íslenski lífeyrissjóðurinn og sjóðir í stýringu Akta hafa einnig bætt við sig í olíufélaginu á undanförnum vikum. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa sjóðir á vegum Eaton Vance minnkað við sig í nokkrum skráðum félögum á síðustu vikum. Þannig seldu sjóðirnir samanlagt ríflega tveggja prósenta hlut í Icelandair Group fyrr í þessum mánuði en ætla má að söluverð hlutarins hafi verið rúmlega 900 milljónir króna ef miðað er við gengi hlutabréfa í ferðaþjónustufélaginu á þeim tíma þegar viðskiptin gengu í gegn. Kaupendur að bréfunum voru dreifður hópur fjárfesta. Sjóðir Eaton Vance seldu sem kunnugt er ríflega hálf prósents hlut í TM í síðustu viku, en eftir viðskiptin fara þeir með um 4,7 prósenta hlut í tryggingafélaginu, og þá herma heimildir Markaðarins að sjóðirnir hafi einnig minnkað við sig í tryggingafélögunum Sjóvá og VÍS. Á móti hafa sjóðirnir bætt lítillega við hlut sinn í Arion banka í sumar og þá tóku þeir þátt í nýafstöðnu skuldabréfaútboði Eikar fasteignafélags, eftir því sem heimildir Markaðarins herma, en Fossar markaðir höfðu umsjón með útboðinu. Eaton Vance hefur á síðustu árum verið umsvifamesti erlendi fjárfestirinn á íslenskum hlutabréfamarkaði en félagið hóf innreið sína á markaðinn árið 2015.
Birtist í Fréttablaðinu Tryggingar Tengdar fréttir Stoðir keyptu í Arion banka fyrir um milljarð Stoðir eru stærstu íslensku einkafjárfestarnir með 0,6 prósent. Skráðu sig fyrir um 100 milljónum hluta en fengu 12 milljónir. Félagið Vogun, sem Kristján Loftsson og fjölskylda stýra, keypti í Arion banka fyrir um 600 milljónir króna. 27. júní 2018 06:00 Lækka verðmat sitt á TM Greinendur ráðgjafafyrirtækisins Capacent hafa lækkað verðmat sitt á TM um ríflega sjö prósent og meta nú gengi hlutabréfa tryggingafélagsins á 32,2 krónur á hlut. 7. ágúst 2018 06:00 Eaton Vance seldi í Eimskip Tveir sjóðir á vegum bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management seldu tæplega 1,9 milljónir hluta í Eimskip fyrir um 355 milljónir króna í síðustu viku. 26. maí 2018 06:00 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Stoðir keyptu í Arion banka fyrir um milljarð Stoðir eru stærstu íslensku einkafjárfestarnir með 0,6 prósent. Skráðu sig fyrir um 100 milljónum hluta en fengu 12 milljónir. Félagið Vogun, sem Kristján Loftsson og fjölskylda stýra, keypti í Arion banka fyrir um 600 milljónir króna. 27. júní 2018 06:00
Lækka verðmat sitt á TM Greinendur ráðgjafafyrirtækisins Capacent hafa lækkað verðmat sitt á TM um ríflega sjö prósent og meta nú gengi hlutabréfa tryggingafélagsins á 32,2 krónur á hlut. 7. ágúst 2018 06:00
Eaton Vance seldi í Eimskip Tveir sjóðir á vegum bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management seldu tæplega 1,9 milljónir hluta í Eimskip fyrir um 355 milljónir króna í síðustu viku. 26. maí 2018 06:00