Þrítugasta Íslandsför kennara á níræðisaldri Sigurður Mikael Jónsson skrifar 10. ágúst 2018 06:00 Florian Rutz hefur komið til Íslands þrjátíu sinnum. Fréttablaðið/Eyþór Mannlíf „Ég þekki Ísland betur en Sviss,“ segir hinn 82 ára gamli Svisslendingur Florian Rutz sem að öðrum samlöndum sínum ólöstuðum er vafalaust einn mesti Íslandsvinur þeirra allra. Hann er staddur hér á landi í sinni þrítugustu heimsókn en ástarsamband hans við land og þjóð hófst fyrir rúmum fjórum áratugum. Síðan þá hefur hann snúið aftur reglulega og kveðst hafa séð hér flestallt það sem markvert er að sjá og gott betur á ferðalögum sínum. „Fyrsta heimsókn mín til Íslands var árið 1975. Þá var ég 39 ára gamall og átti loks næga peninga til að ferðast. Það hafði alltaf verið draumur minn að ferðast á norðurslóðum. Svisslendingar halda vanalega suður á bóginn en Ísland og Grænland höfðuðu alltaf til mín. Fólk sagði að ég væri óður að vilja ferðast til Íslands,“ segir Florian í samtali við Fréttablaðið sem hitti á hann í Reykjavík í gær þar sem hann var að koma úr ferð í Hvalfjörðinn ásamt leiðsögumanni og hópi samlanda sinna.Florian hefur haldið utan um ferðalög sín með ítarlegum hætti í gegnum tíðina og ferðast um allar koppagrundir. Fréttablaðið/MikaelFlorian er bóndasonur úr fjöllum Sviss þar sem hann ólst upp við mikla fátækt. Hann segist þó hafa verið það heppinn að hafa getað farið í nám og útskrifast sem kennari, um árabil hafi hann safnað fé til að geta ferðast á norðurslóðir. En af hverju að heimsækja Ísland aftur og aftur? Hvað er það við landið sem svo heillar hann? „Ég sá landslagið, eldfjöllin og jöklana og hafði mikinn áhuga á þessu. Svo vil ég fara aftur á staði sem ég þekki,“ segir Florian sem kveðst aðspurður ekki hafa heimsótt neitt annað land jafnoft og Ísland. Grænland hafi hann heimsótt í fjórgang og telur hann að hann þekki nú betur til á Íslandi en í heimalandinu. „Ég hef dvalið hér á Íslandi í 550 daga í það heila og kannski séð meira af Íslandi en margir Íslendingar. Áður fyrr vorum við mikið í tjöldum á ferðalögunum og fórum bara þangað sem veðrið var gott, mikið um hálendið,“ segir Íslandsvinurinn Florian og sýnir blaðamanni kort sem sýnir skrásetningu hans á dvalarstöðum og ferðalögum víðs vegar um landið. Þegar hann starfaði sem kennari sneri hann svo að eigin sögn ávallt aftur klyfjaður ljósmyndum til að sýna nemendum sínum. Þetta ríflega fjögur þúsund mynda safn hafi, að hans sögn, kveikt áhuga nemendanna á Íslandi og þeir hafi margir hverjir heimsótt landið síðan. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Norðurslóðir Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Mannlíf „Ég þekki Ísland betur en Sviss,“ segir hinn 82 ára gamli Svisslendingur Florian Rutz sem að öðrum samlöndum sínum ólöstuðum er vafalaust einn mesti Íslandsvinur þeirra allra. Hann er staddur hér á landi í sinni þrítugustu heimsókn en ástarsamband hans við land og þjóð hófst fyrir rúmum fjórum áratugum. Síðan þá hefur hann snúið aftur reglulega og kveðst hafa séð hér flestallt það sem markvert er að sjá og gott betur á ferðalögum sínum. „Fyrsta heimsókn mín til Íslands var árið 1975. Þá var ég 39 ára gamall og átti loks næga peninga til að ferðast. Það hafði alltaf verið draumur minn að ferðast á norðurslóðum. Svisslendingar halda vanalega suður á bóginn en Ísland og Grænland höfðuðu alltaf til mín. Fólk sagði að ég væri óður að vilja ferðast til Íslands,“ segir Florian í samtali við Fréttablaðið sem hitti á hann í Reykjavík í gær þar sem hann var að koma úr ferð í Hvalfjörðinn ásamt leiðsögumanni og hópi samlanda sinna.Florian hefur haldið utan um ferðalög sín með ítarlegum hætti í gegnum tíðina og ferðast um allar koppagrundir. Fréttablaðið/MikaelFlorian er bóndasonur úr fjöllum Sviss þar sem hann ólst upp við mikla fátækt. Hann segist þó hafa verið það heppinn að hafa getað farið í nám og útskrifast sem kennari, um árabil hafi hann safnað fé til að geta ferðast á norðurslóðir. En af hverju að heimsækja Ísland aftur og aftur? Hvað er það við landið sem svo heillar hann? „Ég sá landslagið, eldfjöllin og jöklana og hafði mikinn áhuga á þessu. Svo vil ég fara aftur á staði sem ég þekki,“ segir Florian sem kveðst aðspurður ekki hafa heimsótt neitt annað land jafnoft og Ísland. Grænland hafi hann heimsótt í fjórgang og telur hann að hann þekki nú betur til á Íslandi en í heimalandinu. „Ég hef dvalið hér á Íslandi í 550 daga í það heila og kannski séð meira af Íslandi en margir Íslendingar. Áður fyrr vorum við mikið í tjöldum á ferðalögunum og fórum bara þangað sem veðrið var gott, mikið um hálendið,“ segir Íslandsvinurinn Florian og sýnir blaðamanni kort sem sýnir skrásetningu hans á dvalarstöðum og ferðalögum víðs vegar um landið. Þegar hann starfaði sem kennari sneri hann svo að eigin sögn ávallt aftur klyfjaður ljósmyndum til að sýna nemendum sínum. Þetta ríflega fjögur þúsund mynda safn hafi, að hans sögn, kveikt áhuga nemendanna á Íslandi og þeir hafi margir hverjir heimsótt landið síðan.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Norðurslóðir Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira