Farið verði með Kaspíahafið samtímis sem haf og stöðuvatn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. ágúst 2018 06:00 Ilham Aliyev, forseti Aserbaídsjans, Hassam Rouhani, forseti Írans, Nursultan Nazarbayev, forseti Kasakstans, Vladímír Pútín, forseti Rússlands, og Gubanguly Berdimuhamedow, forseti Túrkmenistans, við undirritun samkomulagsins um Kaspíahaf sem fram fór í kasaska bænum Aktau í gær. Vísir/epa Ríkin fimm sem eiga land að Kaspíahafinu undirrituðu í gær sögulegt samkomulag um skilgreiningu hafsins og nýtingu auðlinda sem þar er að finna. Með samkomulaginu er stigið stórt skref í að leysa deilu sem staðið hefur yfir frá falli Sovétríkjanna. Ríkin fimm sem eiga aðild að samkomulaginu eru Rússland, Túrkmenistan, Kasakstan, Aserbaídsjan og Íran. Samkvæmt samkomulaginu verður Kaspíahafið skilgreint bæði sem haf og sem stöðuvatn. Hefði svæðið verið skilgreint sem stöðuvatn hefði það skipst jafnt á milli ríkjanna fimm en sem haf hefði það skipst niður í réttum hlutföllum við strandlengju hvers og eins ríkis. Samkomulagið felur í sér að hafið verður í senn bæði haf og stöðuvatn. Mismunandi reglur munu því koma til með að gilda um þær auðlindir sem þar kunna að finnast. Enn hefur ekki verið ákveðið með nákvæmum hætti hvaða svæði falla í hlut hvers og eins ríkis eða hvernig þeim verður heimilt að fara með þau. Ríkin fimm ákváðu hins vegar að engin önnur ríki fengju að nýta auðlindir eða landsvæði við hafið. Þetta þýðir meðal annars að engin erlend herlið mega hafa þar bækistöð. Hið landlukta Kaspíahaf er tæplega fjórfalt stærra en Ísland og ríkt af auðlindum. Áætlað er að þar sé að finna olíulindir sem séu ríkari en finnast í Nígeríu. Þá á ein dýrasta kavíartegund heimsins rætur að rekja þangað. Aserbaídsjan Birtist í Fréttablaðinu Kasakstan Túrkmenistan Tengdar fréttir Binda enda á aldarfjórðungsgamla deilu Ríkin í kringum Kaspíahaf skrifuðu í dag undir samkomulag um skiptingu hafsins milli þeirra. Með því binda þau enda á aldarfjórðungsgamla deilu. 12. ágúst 2018 20:36 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira
Ríkin fimm sem eiga land að Kaspíahafinu undirrituðu í gær sögulegt samkomulag um skilgreiningu hafsins og nýtingu auðlinda sem þar er að finna. Með samkomulaginu er stigið stórt skref í að leysa deilu sem staðið hefur yfir frá falli Sovétríkjanna. Ríkin fimm sem eiga aðild að samkomulaginu eru Rússland, Túrkmenistan, Kasakstan, Aserbaídsjan og Íran. Samkvæmt samkomulaginu verður Kaspíahafið skilgreint bæði sem haf og sem stöðuvatn. Hefði svæðið verið skilgreint sem stöðuvatn hefði það skipst jafnt á milli ríkjanna fimm en sem haf hefði það skipst niður í réttum hlutföllum við strandlengju hvers og eins ríkis. Samkomulagið felur í sér að hafið verður í senn bæði haf og stöðuvatn. Mismunandi reglur munu því koma til með að gilda um þær auðlindir sem þar kunna að finnast. Enn hefur ekki verið ákveðið með nákvæmum hætti hvaða svæði falla í hlut hvers og eins ríkis eða hvernig þeim verður heimilt að fara með þau. Ríkin fimm ákváðu hins vegar að engin önnur ríki fengju að nýta auðlindir eða landsvæði við hafið. Þetta þýðir meðal annars að engin erlend herlið mega hafa þar bækistöð. Hið landlukta Kaspíahaf er tæplega fjórfalt stærra en Ísland og ríkt af auðlindum. Áætlað er að þar sé að finna olíulindir sem séu ríkari en finnast í Nígeríu. Þá á ein dýrasta kavíartegund heimsins rætur að rekja þangað.
Aserbaídsjan Birtist í Fréttablaðinu Kasakstan Túrkmenistan Tengdar fréttir Binda enda á aldarfjórðungsgamla deilu Ríkin í kringum Kaspíahaf skrifuðu í dag undir samkomulag um skiptingu hafsins milli þeirra. Með því binda þau enda á aldarfjórðungsgamla deilu. 12. ágúst 2018 20:36 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira
Binda enda á aldarfjórðungsgamla deilu Ríkin í kringum Kaspíahaf skrifuðu í dag undir samkomulag um skiptingu hafsins milli þeirra. Með því binda þau enda á aldarfjórðungsgamla deilu. 12. ágúst 2018 20:36