Stefnir á Ólympíuleikana 2020 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. ágúst 2018 11:15 Valgarð Reinhardsson ætlar að byggja ofan á árangurinn sem hann náði á EM í Glasgow. Vísir/Getty „Þetta var rosalegt. Þetta var svo gaman,“ sagði Valgarð Reinhardsson í samtali við Fréttablaðið eftir keppni í úrslitum í stökki á EM í áhaldafimleikum í Glasgow í gær. Valgarð braut blað í íslenskri fimleikasögu þegar hann tryggði sér sæti í úrslitum í stökki á fimmtudaginn. Hann er fyrsti Íslendingurinn sem keppir í úrslitum í stökki á Evrópumóti og aðeins annar íslenski fimleikmaðurinn sem kemst í úrslit á EM á eftir Rúnari Alexanderssyni. Hann keppti í úrslitum á bogahesti á EM 2004. Valgarð endaði í 8. sæti í úrslitunum með 13,466 í heildareinkunn. Rússinn Artur Dalaloyan hrósaði sigri en hann fékk 14,900 í heildareinkunn. „Þetta hefði getað farið aðeins betur. Ég náði ekki hæðinni sem ég vildi í seinna stökkinu, lenti of djúpt og datt á rassinn. Ég hefði viljað fara hærra inn á hestinn og negla stökkið. Það gerist bara næst.“ En hvað gerir þessi árangur, að komast í úrslit á EM, fyrir Valgarð og hans feril? „Þetta gerir helling fyrir mig og kemur nafninu mínu vonandi á framfæri. Þetta sýnir að Ísland getur verið í úrslitum á svona mótum,“ sagði Valgarð. Hann er búsettur í Halifax í Kanada þar sem hann æfir með liði Alta. „Ég hef verið þar síðustu fimm ár. Ég flutti þangað eftir að hafa klárað 10. bekk. Ég var í menntaskóla þarna úti og er búinn að klára hann,“ sagði Valgarð. Hann hugsar stórt og stefnir á að komast inn á Ólympíuleikana í Tókýó 2020. En hversu miklir eru möguleikarnir á að komast þangað? „Þeir eru góðir. Ég átti fína möguleika á að komast til Ríó en meiddist á hendi rétt fyrir úrtökumótið og þurfti að fara í aðgerð,“ sagði Valgarð en úrtökumótið fyrir Ólympíuleikana í Tókýo fer fram í Stuttgart á næsta ári. „Aðalmöguleikinn er að komast inn í gegnum þetta úrtökumót en þú getur komist inn á einstökum áhöldum í gegnum heimsbikarmót. En þetta er stóri möguleikinn.“Valgarð Reinhardsson í einu af stökkunum sínum á EM.Vísir/Getty Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Sjá meira
„Þetta var rosalegt. Þetta var svo gaman,“ sagði Valgarð Reinhardsson í samtali við Fréttablaðið eftir keppni í úrslitum í stökki á EM í áhaldafimleikum í Glasgow í gær. Valgarð braut blað í íslenskri fimleikasögu þegar hann tryggði sér sæti í úrslitum í stökki á fimmtudaginn. Hann er fyrsti Íslendingurinn sem keppir í úrslitum í stökki á Evrópumóti og aðeins annar íslenski fimleikmaðurinn sem kemst í úrslit á EM á eftir Rúnari Alexanderssyni. Hann keppti í úrslitum á bogahesti á EM 2004. Valgarð endaði í 8. sæti í úrslitunum með 13,466 í heildareinkunn. Rússinn Artur Dalaloyan hrósaði sigri en hann fékk 14,900 í heildareinkunn. „Þetta hefði getað farið aðeins betur. Ég náði ekki hæðinni sem ég vildi í seinna stökkinu, lenti of djúpt og datt á rassinn. Ég hefði viljað fara hærra inn á hestinn og negla stökkið. Það gerist bara næst.“ En hvað gerir þessi árangur, að komast í úrslit á EM, fyrir Valgarð og hans feril? „Þetta gerir helling fyrir mig og kemur nafninu mínu vonandi á framfæri. Þetta sýnir að Ísland getur verið í úrslitum á svona mótum,“ sagði Valgarð. Hann er búsettur í Halifax í Kanada þar sem hann æfir með liði Alta. „Ég hef verið þar síðustu fimm ár. Ég flutti þangað eftir að hafa klárað 10. bekk. Ég var í menntaskóla þarna úti og er búinn að klára hann,“ sagði Valgarð. Hann hugsar stórt og stefnir á að komast inn á Ólympíuleikana í Tókýó 2020. En hversu miklir eru möguleikarnir á að komast þangað? „Þeir eru góðir. Ég átti fína möguleika á að komast til Ríó en meiddist á hendi rétt fyrir úrtökumótið og þurfti að fara í aðgerð,“ sagði Valgarð en úrtökumótið fyrir Ólympíuleikana í Tókýo fer fram í Stuttgart á næsta ári. „Aðalmöguleikinn er að komast inn í gegnum þetta úrtökumót en þú getur komist inn á einstökum áhöldum í gegnum heimsbikarmót. En þetta er stóri möguleikinn.“Valgarð Reinhardsson í einu af stökkunum sínum á EM.Vísir/Getty
Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Sjá meira