Una veiðiþjófadómi en boða hörku framvegis Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. ágúst 2018 08:00 Landeigendur gengu á árinu 2012 frá leigu veiðiréttinda í Þverá/Kjarrá fyrir árin 2013-2017 til Stara ehf. Mynd/Starir Dómi um að veiðiþjófar í Kjarrá þurfi ekki að greiða veiðileyfasala bætur verður ekki áfrýjað. Lögmaður boðar hins vegar hörku ef fleiri slík mál kom upp. Leigutakinn segir veiðiþjófum fjölga og að herða þurfi viðurlög við brotunum. „Það var ekki talið svara kostnaði að fara með málið áfram, sérstaklega þegar horft er til þess að tjónvaldar eru oft ekki borgunarmenn,“ segir Páll Mikael Kristjánsson, lögmaður Stara ehf. „Það breytir því ekki að niðurstaða héraðsdóms var augljóslega röng og ljóst að önnur mál verða sótt af hörku ef þau koma upp.“ Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær voru tveir menn staðnir að veiðiþjófnaði í Kjarrá í fyrrasumar. Auk þess að vera ekki með veiðileyfi – sem kostuðu 245 þúsund krónur fyrir daginn á þeim tíma – veiddu þeir á maðk, sem er stranglega bannað í Kjarrá. Héraðsdómur Vesturlands dæmdi þá í 50 þúsund króna sekt en hafnaði kröfum Stara ehf. um bætur því ekki hefði tekist að sanna neitt tjón. „Þetta var mjög einbeittur brotavilji hjá þessum mönnum,“ segir Ingólfur Ásgeirsson, einn leigutakanna. Fyrst hafi sést til mannanna á veiðum í Lambá, hliðará Kjarrár, eftir að bónda grunaði að óboðnir gestir væru á svæðinu og setti dróna á loft. Þegar veiðivörður hafi komið að þeim hafi þeir verið búnir að veiða einn lax á maðk í Efra-Rauðabergi, þekktum veiðistað í sjálfri Kjarrá. Þangað er vel hálftíma gangur. „Þeir velja þennan stað alveg klárlega með það í huga að það séu minni líkur á að þeir verði gripnir. Þetta var einfaldlega skipulögð ferð með veiðiþjófnað í huga,“ segir Ingólfur. Veiðiþjófarnir játuði brot sitt en höfnuðu bótakröfum Stara. „Dómarinn treysti sér ekki til að dæma neinar bætur – sem er merkilegt vegna þess að þarna er verið að taka vöru ófrjálsri hendi,“ segir Ingólfur.Að sögn Ingólfs færist veiðiþjófnaður í vöxt. Veiðivarsla hafi verið aukin víða. „Við erum með eftirlit með drónum og hestum, það er mjög vel fylgst með. Vöktun á ánum almennt er orðin miklu skipulagðari og drónar eru mjög góður þáttur í því. Það er ekki verið að fylgjast með veiðimönnunum sjálfum heldur því sem gerist utan veiðitíma og kannski á svæðum sem eru langt í burtu.“ Viðurlög við veiðiþjófnaði á Íslandi eru alltof væg að mati Ingólfs. Breyta þurfi lagarammanum og hann viti til þess að Landssamband veiðifélaga sé að skoða málið. Erlendis sé staðan önnur. „Ef menn eru staðnir að veiðiþjófnaði í Kanada til dæmis er allt gert upptækt; ef þú ert á bíl þá er hann tekinn af þér og ef þú ert á bát þá er hann tekinn af þér. Sektin er allt að 20 þúsund Kanadadollurum og þú ferð á sakaskrá – þetta er bara meiriháttar mál.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Stangveiði Tengdar fréttir Veiðileyfasali fékk engar bætur dæmdar fyrir þjófnað í Kjarrá Tveir menn sem staðnir voru að veiðiþjófnaði í Kjarrá í Borgarfirði í fyrra sleppa við að greiða tæplega 1,5 milljóna króna bótakröfu og miskabætur að auki en eru dæmdir til að borga 50 þúsund í sekt hvor í ríkissjóð. 15. ágúst 2018 06:45 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Dómi um að veiðiþjófar í Kjarrá þurfi ekki að greiða veiðileyfasala bætur verður ekki áfrýjað. Lögmaður boðar hins vegar hörku ef fleiri slík mál kom upp. Leigutakinn segir veiðiþjófum fjölga og að herða þurfi viðurlög við brotunum. „Það var ekki talið svara kostnaði að fara með málið áfram, sérstaklega þegar horft er til þess að tjónvaldar eru oft ekki borgunarmenn,“ segir Páll Mikael Kristjánsson, lögmaður Stara ehf. „Það breytir því ekki að niðurstaða héraðsdóms var augljóslega röng og ljóst að önnur mál verða sótt af hörku ef þau koma upp.“ Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær voru tveir menn staðnir að veiðiþjófnaði í Kjarrá í fyrrasumar. Auk þess að vera ekki með veiðileyfi – sem kostuðu 245 þúsund krónur fyrir daginn á þeim tíma – veiddu þeir á maðk, sem er stranglega bannað í Kjarrá. Héraðsdómur Vesturlands dæmdi þá í 50 þúsund króna sekt en hafnaði kröfum Stara ehf. um bætur því ekki hefði tekist að sanna neitt tjón. „Þetta var mjög einbeittur brotavilji hjá þessum mönnum,“ segir Ingólfur Ásgeirsson, einn leigutakanna. Fyrst hafi sést til mannanna á veiðum í Lambá, hliðará Kjarrár, eftir að bónda grunaði að óboðnir gestir væru á svæðinu og setti dróna á loft. Þegar veiðivörður hafi komið að þeim hafi þeir verið búnir að veiða einn lax á maðk í Efra-Rauðabergi, þekktum veiðistað í sjálfri Kjarrá. Þangað er vel hálftíma gangur. „Þeir velja þennan stað alveg klárlega með það í huga að það séu minni líkur á að þeir verði gripnir. Þetta var einfaldlega skipulögð ferð með veiðiþjófnað í huga,“ segir Ingólfur. Veiðiþjófarnir játuði brot sitt en höfnuðu bótakröfum Stara. „Dómarinn treysti sér ekki til að dæma neinar bætur – sem er merkilegt vegna þess að þarna er verið að taka vöru ófrjálsri hendi,“ segir Ingólfur.Að sögn Ingólfs færist veiðiþjófnaður í vöxt. Veiðivarsla hafi verið aukin víða. „Við erum með eftirlit með drónum og hestum, það er mjög vel fylgst með. Vöktun á ánum almennt er orðin miklu skipulagðari og drónar eru mjög góður þáttur í því. Það er ekki verið að fylgjast með veiðimönnunum sjálfum heldur því sem gerist utan veiðitíma og kannski á svæðum sem eru langt í burtu.“ Viðurlög við veiðiþjófnaði á Íslandi eru alltof væg að mati Ingólfs. Breyta þurfi lagarammanum og hann viti til þess að Landssamband veiðifélaga sé að skoða málið. Erlendis sé staðan önnur. „Ef menn eru staðnir að veiðiþjófnaði í Kanada til dæmis er allt gert upptækt; ef þú ert á bíl þá er hann tekinn af þér og ef þú ert á bát þá er hann tekinn af þér. Sektin er allt að 20 þúsund Kanadadollurum og þú ferð á sakaskrá – þetta er bara meiriháttar mál.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Stangveiði Tengdar fréttir Veiðileyfasali fékk engar bætur dæmdar fyrir þjófnað í Kjarrá Tveir menn sem staðnir voru að veiðiþjófnaði í Kjarrá í Borgarfirði í fyrra sleppa við að greiða tæplega 1,5 milljóna króna bótakröfu og miskabætur að auki en eru dæmdir til að borga 50 þúsund í sekt hvor í ríkissjóð. 15. ágúst 2018 06:45 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Veiðileyfasali fékk engar bætur dæmdar fyrir þjófnað í Kjarrá Tveir menn sem staðnir voru að veiðiþjófnaði í Kjarrá í Borgarfirði í fyrra sleppa við að greiða tæplega 1,5 milljóna króna bótakröfu og miskabætur að auki en eru dæmdir til að borga 50 þúsund í sekt hvor í ríkissjóð. 15. ágúst 2018 06:45