Raforka í brennidepli fyrir kosningar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. ágúst 2018 08:00 Samkvæmt samkomulaginu skal landið knúið að fullu af endurnýjanlegum orkugjöfum 2040. Nordic photos/getty Komandi þingkosningar í Svíþjóð gætu haft mikið að segja um framtíð raforkumála í landinu. Tveggja ára gamalt þverpólitískt samkomulag um málaflokkinn gæti verið í hættu. Tveir flokkar hafa boðað að það verði fellt úr gildi eða því breytt að stórum hluta. Í júní 2016 undirrituðu fulltrúar fimm flokka, af átta sem áttu fulltrúa á þinginu, nýtt orkusamkomulag. Kvað það meðal annars á um að árið 2040 skyldi Svíþjóð knúin að öllu leyti með endurnýjanlegum orkugjöfum. Þá fól það einnig í sér að fjögur kjarnorkuver, af þeim tíu sem nú eru starfandi, skyldu hætta starfsemi árið 2020. Sem stendur á ríflega helmingur sænskrar orku rætur að rekja til vatnsaflsvirkjana en um þriðjungur kemur frá kjarnorkuverum. Þá skyldi útblæstri frá jarðefnaeldsneyti hætt árið 2045. Samkomulagið batt enda á ríflega þrjátíu ára deilu um kjarnorku í ríkinu. Mörg kjarnorkuvera landsins eru komin til ára sinna og kostnaðarsamt gæti orðið að útbúa þau þannig að þau uppfylli þær öryggiskröfur sem nú eru gerðar til slíkra vera. Því var tekin ákvörðun um að loka fjórum þeirra. Framtíð hinna sex er nokkuð óviss. Gífurlegir þurrkar hafa verið í Svíþjóð þetta sumarið en grillbann hefur verið í gildi í stórum hlutum landsins vegna hættu á skógareldum. Eðli málsins samkvæmt hefur þurrviðrið haft áhrif á vatnsmagn í uppistöðulónum landsins. Orkunýting í sumar hefur verið með mesta móti til að mæta hitanum og hefur það haft áhrif á orkuverð. Teikn eru á lofti um að í vetur verði ekki næg orka til að anna eftirspurn og hefur dreifingaraðilinn Svenska Kraftnat sagt að í mesta vetrarkuldanum gæti Svíþjóð þurft að flytja inn raforku vegna þessa. Staðan nú sé slík að verði ekkert gert muni orkuverð hækka umtalsvert. Málið er orðið eitt af þeim stærstu fyrir komandi kosningar ásamt málefnum sem varða innflytjendur og flóttamenn. Frambjóðendur Svíþjóðardemókrata hafa gefið út að þeir stefni að því að fella samkomulagið úr gildi. Lokun kjarnorkuvera verði slegin út af borðinu og möguleikar á aukinni nýtingu kjarnorku kannaðir frekar. Við undirbúning samkomulagsins var Svíþjóðardemókrötum ekki boðið að samningaborðinu. Að því stóðu stjórnarflokkarnir tveir, Græningjar og Sósíaldemókratar, auk Miðflokksins, Hægriflokksins og Kristilegra demókrata. Síðastnefndi flokkurinn hefur undanfarið gefið út að staðan nú kalli á að samkomulagið verði endurskoðað að stórum hluta. „Styrkleiki samkomulagsins felst í því að það er þverpólitískt,“ segir í svari orkumálaráðherrans Ibrahims Baylan við fyrirspurn Bloomberg. „Þetta er í fyrsta sinn í sögu Svíþjóðar sem fimm flokkar af báðum hliðum stjórnmálanna koma saman og samþykkja orkumarkmið.“ „Samkomulagið er í raun tóm skel sem skortir smáatriði og útfærslur,“ segir Runar Brannlund, yfirmaður hagfræðirannsókna við háskólann í Umeå. „Það tekur ekki á því hvað skuli gera þegar það er lygnt eða þegar sólin sést ekki.“ Birtist í Fréttablaðinu Norðurlönd Orkumál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Komandi þingkosningar í Svíþjóð gætu haft mikið að segja um framtíð raforkumála í landinu. Tveggja ára gamalt þverpólitískt samkomulag um málaflokkinn gæti verið í hættu. Tveir flokkar hafa boðað að það verði fellt úr gildi eða því breytt að stórum hluta. Í júní 2016 undirrituðu fulltrúar fimm flokka, af átta sem áttu fulltrúa á þinginu, nýtt orkusamkomulag. Kvað það meðal annars á um að árið 2040 skyldi Svíþjóð knúin að öllu leyti með endurnýjanlegum orkugjöfum. Þá fól það einnig í sér að fjögur kjarnorkuver, af þeim tíu sem nú eru starfandi, skyldu hætta starfsemi árið 2020. Sem stendur á ríflega helmingur sænskrar orku rætur að rekja til vatnsaflsvirkjana en um þriðjungur kemur frá kjarnorkuverum. Þá skyldi útblæstri frá jarðefnaeldsneyti hætt árið 2045. Samkomulagið batt enda á ríflega þrjátíu ára deilu um kjarnorku í ríkinu. Mörg kjarnorkuvera landsins eru komin til ára sinna og kostnaðarsamt gæti orðið að útbúa þau þannig að þau uppfylli þær öryggiskröfur sem nú eru gerðar til slíkra vera. Því var tekin ákvörðun um að loka fjórum þeirra. Framtíð hinna sex er nokkuð óviss. Gífurlegir þurrkar hafa verið í Svíþjóð þetta sumarið en grillbann hefur verið í gildi í stórum hlutum landsins vegna hættu á skógareldum. Eðli málsins samkvæmt hefur þurrviðrið haft áhrif á vatnsmagn í uppistöðulónum landsins. Orkunýting í sumar hefur verið með mesta móti til að mæta hitanum og hefur það haft áhrif á orkuverð. Teikn eru á lofti um að í vetur verði ekki næg orka til að anna eftirspurn og hefur dreifingaraðilinn Svenska Kraftnat sagt að í mesta vetrarkuldanum gæti Svíþjóð þurft að flytja inn raforku vegna þessa. Staðan nú sé slík að verði ekkert gert muni orkuverð hækka umtalsvert. Málið er orðið eitt af þeim stærstu fyrir komandi kosningar ásamt málefnum sem varða innflytjendur og flóttamenn. Frambjóðendur Svíþjóðardemókrata hafa gefið út að þeir stefni að því að fella samkomulagið úr gildi. Lokun kjarnorkuvera verði slegin út af borðinu og möguleikar á aukinni nýtingu kjarnorku kannaðir frekar. Við undirbúning samkomulagsins var Svíþjóðardemókrötum ekki boðið að samningaborðinu. Að því stóðu stjórnarflokkarnir tveir, Græningjar og Sósíaldemókratar, auk Miðflokksins, Hægriflokksins og Kristilegra demókrata. Síðastnefndi flokkurinn hefur undanfarið gefið út að staðan nú kalli á að samkomulagið verði endurskoðað að stórum hluta. „Styrkleiki samkomulagsins felst í því að það er þverpólitískt,“ segir í svari orkumálaráðherrans Ibrahims Baylan við fyrirspurn Bloomberg. „Þetta er í fyrsta sinn í sögu Svíþjóðar sem fimm flokkar af báðum hliðum stjórnmálanna koma saman og samþykkja orkumarkmið.“ „Samkomulagið er í raun tóm skel sem skortir smáatriði og útfærslur,“ segir Runar Brannlund, yfirmaður hagfræðirannsókna við háskólann í Umeå. „Það tekur ekki á því hvað skuli gera þegar það er lygnt eða þegar sólin sést ekki.“
Birtist í Fréttablaðinu Norðurlönd Orkumál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira