Raforka í brennidepli fyrir kosningar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. ágúst 2018 08:00 Samkvæmt samkomulaginu skal landið knúið að fullu af endurnýjanlegum orkugjöfum 2040. Nordic photos/getty Komandi þingkosningar í Svíþjóð gætu haft mikið að segja um framtíð raforkumála í landinu. Tveggja ára gamalt þverpólitískt samkomulag um málaflokkinn gæti verið í hættu. Tveir flokkar hafa boðað að það verði fellt úr gildi eða því breytt að stórum hluta. Í júní 2016 undirrituðu fulltrúar fimm flokka, af átta sem áttu fulltrúa á þinginu, nýtt orkusamkomulag. Kvað það meðal annars á um að árið 2040 skyldi Svíþjóð knúin að öllu leyti með endurnýjanlegum orkugjöfum. Þá fól það einnig í sér að fjögur kjarnorkuver, af þeim tíu sem nú eru starfandi, skyldu hætta starfsemi árið 2020. Sem stendur á ríflega helmingur sænskrar orku rætur að rekja til vatnsaflsvirkjana en um þriðjungur kemur frá kjarnorkuverum. Þá skyldi útblæstri frá jarðefnaeldsneyti hætt árið 2045. Samkomulagið batt enda á ríflega þrjátíu ára deilu um kjarnorku í ríkinu. Mörg kjarnorkuvera landsins eru komin til ára sinna og kostnaðarsamt gæti orðið að útbúa þau þannig að þau uppfylli þær öryggiskröfur sem nú eru gerðar til slíkra vera. Því var tekin ákvörðun um að loka fjórum þeirra. Framtíð hinna sex er nokkuð óviss. Gífurlegir þurrkar hafa verið í Svíþjóð þetta sumarið en grillbann hefur verið í gildi í stórum hlutum landsins vegna hættu á skógareldum. Eðli málsins samkvæmt hefur þurrviðrið haft áhrif á vatnsmagn í uppistöðulónum landsins. Orkunýting í sumar hefur verið með mesta móti til að mæta hitanum og hefur það haft áhrif á orkuverð. Teikn eru á lofti um að í vetur verði ekki næg orka til að anna eftirspurn og hefur dreifingaraðilinn Svenska Kraftnat sagt að í mesta vetrarkuldanum gæti Svíþjóð þurft að flytja inn raforku vegna þessa. Staðan nú sé slík að verði ekkert gert muni orkuverð hækka umtalsvert. Málið er orðið eitt af þeim stærstu fyrir komandi kosningar ásamt málefnum sem varða innflytjendur og flóttamenn. Frambjóðendur Svíþjóðardemókrata hafa gefið út að þeir stefni að því að fella samkomulagið úr gildi. Lokun kjarnorkuvera verði slegin út af borðinu og möguleikar á aukinni nýtingu kjarnorku kannaðir frekar. Við undirbúning samkomulagsins var Svíþjóðardemókrötum ekki boðið að samningaborðinu. Að því stóðu stjórnarflokkarnir tveir, Græningjar og Sósíaldemókratar, auk Miðflokksins, Hægriflokksins og Kristilegra demókrata. Síðastnefndi flokkurinn hefur undanfarið gefið út að staðan nú kalli á að samkomulagið verði endurskoðað að stórum hluta. „Styrkleiki samkomulagsins felst í því að það er þverpólitískt,“ segir í svari orkumálaráðherrans Ibrahims Baylan við fyrirspurn Bloomberg. „Þetta er í fyrsta sinn í sögu Svíþjóðar sem fimm flokkar af báðum hliðum stjórnmálanna koma saman og samþykkja orkumarkmið.“ „Samkomulagið er í raun tóm skel sem skortir smáatriði og útfærslur,“ segir Runar Brannlund, yfirmaður hagfræðirannsókna við háskólann í Umeå. „Það tekur ekki á því hvað skuli gera þegar það er lygnt eða þegar sólin sést ekki.“ Birtist í Fréttablaðinu Norðurlönd Orkumál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Komandi þingkosningar í Svíþjóð gætu haft mikið að segja um framtíð raforkumála í landinu. Tveggja ára gamalt þverpólitískt samkomulag um málaflokkinn gæti verið í hættu. Tveir flokkar hafa boðað að það verði fellt úr gildi eða því breytt að stórum hluta. Í júní 2016 undirrituðu fulltrúar fimm flokka, af átta sem áttu fulltrúa á þinginu, nýtt orkusamkomulag. Kvað það meðal annars á um að árið 2040 skyldi Svíþjóð knúin að öllu leyti með endurnýjanlegum orkugjöfum. Þá fól það einnig í sér að fjögur kjarnorkuver, af þeim tíu sem nú eru starfandi, skyldu hætta starfsemi árið 2020. Sem stendur á ríflega helmingur sænskrar orku rætur að rekja til vatnsaflsvirkjana en um þriðjungur kemur frá kjarnorkuverum. Þá skyldi útblæstri frá jarðefnaeldsneyti hætt árið 2045. Samkomulagið batt enda á ríflega þrjátíu ára deilu um kjarnorku í ríkinu. Mörg kjarnorkuvera landsins eru komin til ára sinna og kostnaðarsamt gæti orðið að útbúa þau þannig að þau uppfylli þær öryggiskröfur sem nú eru gerðar til slíkra vera. Því var tekin ákvörðun um að loka fjórum þeirra. Framtíð hinna sex er nokkuð óviss. Gífurlegir þurrkar hafa verið í Svíþjóð þetta sumarið en grillbann hefur verið í gildi í stórum hlutum landsins vegna hættu á skógareldum. Eðli málsins samkvæmt hefur þurrviðrið haft áhrif á vatnsmagn í uppistöðulónum landsins. Orkunýting í sumar hefur verið með mesta móti til að mæta hitanum og hefur það haft áhrif á orkuverð. Teikn eru á lofti um að í vetur verði ekki næg orka til að anna eftirspurn og hefur dreifingaraðilinn Svenska Kraftnat sagt að í mesta vetrarkuldanum gæti Svíþjóð þurft að flytja inn raforku vegna þessa. Staðan nú sé slík að verði ekkert gert muni orkuverð hækka umtalsvert. Málið er orðið eitt af þeim stærstu fyrir komandi kosningar ásamt málefnum sem varða innflytjendur og flóttamenn. Frambjóðendur Svíþjóðardemókrata hafa gefið út að þeir stefni að því að fella samkomulagið úr gildi. Lokun kjarnorkuvera verði slegin út af borðinu og möguleikar á aukinni nýtingu kjarnorku kannaðir frekar. Við undirbúning samkomulagsins var Svíþjóðardemókrötum ekki boðið að samningaborðinu. Að því stóðu stjórnarflokkarnir tveir, Græningjar og Sósíaldemókratar, auk Miðflokksins, Hægriflokksins og Kristilegra demókrata. Síðastnefndi flokkurinn hefur undanfarið gefið út að staðan nú kalli á að samkomulagið verði endurskoðað að stórum hluta. „Styrkleiki samkomulagsins felst í því að það er þverpólitískt,“ segir í svari orkumálaráðherrans Ibrahims Baylan við fyrirspurn Bloomberg. „Þetta er í fyrsta sinn í sögu Svíþjóðar sem fimm flokkar af báðum hliðum stjórnmálanna koma saman og samþykkja orkumarkmið.“ „Samkomulagið er í raun tóm skel sem skortir smáatriði og útfærslur,“ segir Runar Brannlund, yfirmaður hagfræðirannsókna við háskólann í Umeå. „Það tekur ekki á því hvað skuli gera þegar það er lygnt eða þegar sólin sést ekki.“
Birtist í Fréttablaðinu Norðurlönd Orkumál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira