Vatn víða að finna á fjarlægum plánetum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 18. ágúst 2018 08:30 Fjarreikistjarnan Proxima b er á sporbraut um stjörnuna Proxima, sem er næsti nágranni okkar í alheiminum. Reikistjarnan er talin vera grýtt. NordicPhotos/Getty Vatn er að öllum líkindum afar stór hluti af náttúru fjarreikistjarna – reikistjarna utan okkar sólkerfis – sem eru tvisvar til fjórum sinnum stærri en Jörðin. Jarðefnafræðingar sem rýnt hafa í stærð og massa tæplega fjögur þúsund staðfestra og grunaðra fjarreikistjarna kynntu niðurstöður sínar á Goldsmith-ráðstefnunni í Boston í gærkvöldi. Fyrstu fjarreikistjörnurnar fundust árið 1992. Þær voru á sveimi í kringum tifstjörnu í 2.300 ljósárafjarlægð frá Jörðu, í stjörnumerki Meyjunnar. Síðan þá hafa vísindamenn freistað að varpa ljósi á eðli og náttúru þessara reikistjarna svo hægt sé að meta lífvænleika þeirra. Vísindamenn við Harvard-háskóla rýndu í gögn frá Kepler-geimsjónaukanum og stjarnmælingageimfarinu Gaia og báru saman radíus fjarreikistjarna og áætlaðan massa þeirra. Fyrri niðurstöður gefa sterklega til kynna að flestar fjarreikistjörnur falla í tvo flokka, annars vegar reikistjörnur sem er í kringum 1,5 sinnum stærri en Jörðin, og hins vegar reikistjörnur sem eru 2,5 sinnum stærri en Jörðin. Vísindamennirnir hafa nú kynnt líkan sem útskýrir tengsl massa fjarreikistjarna og radíuss þeirra. Líkanið gefur til kynna að fjarreikistjörnur sem eru 1,5 stærri en Jörðin séu yfirleitt grýttar og í kringum 5 sinnum massameiri en Jörðin. Aftur á móti eru stærri fjarreikistjörnurnar, þær sem eru 2,5 stærri en Jörðin og 10 sinnum massameiri, að öllum líkindum vatnaveraldir. „Þetta er vatn, en ekki vatn sem er jafn auðfundið og hér á Jörðinni,“ segir Li Zeng hjá Harvard-háskóla. „Yfirborð þessara fjarreikistjarna er í kringum 200 til 500 gráða heitt. Þannig gæti yfirborðið verið þakið lofthjúpi sem samanstendur fyrst og fremst af vatnsgufu, á meðan vatn í fljótandi formi er að finna í jarðlögum.“ Zeng segir að í kringum 35 prósent þeirra fjarreikistjarna sem eru stærri en Jörðin séu líklega ríkar af vatni. „Þessar tilteknu reikistjörnur mynduðust líklega með svipuðum hætti og kjarnar stærstu reikistjarna í okkar sólkerfi. TESS-geimsjónaukinn, sem nýlega var skotið á loft, mun finna mun fleiri slíkar fjarreikistjörnur. Næsta kynslóð geimsjónauka, James Webb-geimsjónaukinn nánar tiltekið, mun síðan vonandi geta greint lofthjúp þeirra,“ sagði Zeng. „Þetta eru spennandi tímar fyrir þá sem hafa áhuga á fjarlægum veröldum.“kjartanh@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fundu stöðuvatn neðanjarðar á Mars Þetta er í fyrsta sinn sem vísindamenn telja sig hafa fundið fljótandi vatn í stöðugu formi á plánetunni. 25. júlí 2018 15:07 Curiosity fann lífrænar sameindir á Mars Uppgötvunin gefur til kynna að mögulega hafi Mars eitt sinn hýst líf eða jafnvel að finna megi örverur undir yfirborð plánetunnar. 8. júní 2018 11:15 Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Sjá meira
Vatn er að öllum líkindum afar stór hluti af náttúru fjarreikistjarna – reikistjarna utan okkar sólkerfis – sem eru tvisvar til fjórum sinnum stærri en Jörðin. Jarðefnafræðingar sem rýnt hafa í stærð og massa tæplega fjögur þúsund staðfestra og grunaðra fjarreikistjarna kynntu niðurstöður sínar á Goldsmith-ráðstefnunni í Boston í gærkvöldi. Fyrstu fjarreikistjörnurnar fundust árið 1992. Þær voru á sveimi í kringum tifstjörnu í 2.300 ljósárafjarlægð frá Jörðu, í stjörnumerki Meyjunnar. Síðan þá hafa vísindamenn freistað að varpa ljósi á eðli og náttúru þessara reikistjarna svo hægt sé að meta lífvænleika þeirra. Vísindamenn við Harvard-háskóla rýndu í gögn frá Kepler-geimsjónaukanum og stjarnmælingageimfarinu Gaia og báru saman radíus fjarreikistjarna og áætlaðan massa þeirra. Fyrri niðurstöður gefa sterklega til kynna að flestar fjarreikistjörnur falla í tvo flokka, annars vegar reikistjörnur sem er í kringum 1,5 sinnum stærri en Jörðin, og hins vegar reikistjörnur sem eru 2,5 sinnum stærri en Jörðin. Vísindamennirnir hafa nú kynnt líkan sem útskýrir tengsl massa fjarreikistjarna og radíuss þeirra. Líkanið gefur til kynna að fjarreikistjörnur sem eru 1,5 stærri en Jörðin séu yfirleitt grýttar og í kringum 5 sinnum massameiri en Jörðin. Aftur á móti eru stærri fjarreikistjörnurnar, þær sem eru 2,5 stærri en Jörðin og 10 sinnum massameiri, að öllum líkindum vatnaveraldir. „Þetta er vatn, en ekki vatn sem er jafn auðfundið og hér á Jörðinni,“ segir Li Zeng hjá Harvard-háskóla. „Yfirborð þessara fjarreikistjarna er í kringum 200 til 500 gráða heitt. Þannig gæti yfirborðið verið þakið lofthjúpi sem samanstendur fyrst og fremst af vatnsgufu, á meðan vatn í fljótandi formi er að finna í jarðlögum.“ Zeng segir að í kringum 35 prósent þeirra fjarreikistjarna sem eru stærri en Jörðin séu líklega ríkar af vatni. „Þessar tilteknu reikistjörnur mynduðust líklega með svipuðum hætti og kjarnar stærstu reikistjarna í okkar sólkerfi. TESS-geimsjónaukinn, sem nýlega var skotið á loft, mun finna mun fleiri slíkar fjarreikistjörnur. Næsta kynslóð geimsjónauka, James Webb-geimsjónaukinn nánar tiltekið, mun síðan vonandi geta greint lofthjúp þeirra,“ sagði Zeng. „Þetta eru spennandi tímar fyrir þá sem hafa áhuga á fjarlægum veröldum.“kjartanh@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fundu stöðuvatn neðanjarðar á Mars Þetta er í fyrsta sinn sem vísindamenn telja sig hafa fundið fljótandi vatn í stöðugu formi á plánetunni. 25. júlí 2018 15:07 Curiosity fann lífrænar sameindir á Mars Uppgötvunin gefur til kynna að mögulega hafi Mars eitt sinn hýst líf eða jafnvel að finna megi örverur undir yfirborð plánetunnar. 8. júní 2018 11:15 Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Sjá meira
Fundu stöðuvatn neðanjarðar á Mars Þetta er í fyrsta sinn sem vísindamenn telja sig hafa fundið fljótandi vatn í stöðugu formi á plánetunni. 25. júlí 2018 15:07
Curiosity fann lífrænar sameindir á Mars Uppgötvunin gefur til kynna að mögulega hafi Mars eitt sinn hýst líf eða jafnvel að finna megi örverur undir yfirborð plánetunnar. 8. júní 2018 11:15