Flugeldasýningin á Menningarnótt: Um þúsund bombur og varir í sex og hálfa mínútu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. ágúst 2018 19:39 „Þetta eru um þúsund bombur og eitthvað af blysum og dóti, þetta er það mikið að við erum með þrjá stútfulla gáma og það dugði ekki til,“ segir Kjartan Óli Valsson skotstjóri flugeldasýningarinnar. Sýningin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár, hún varir í um sex og hálfa mínútu að sögn Kjartans Óla og hefst klukkan ellefu í kvöld. Veðrið hefur leikið við gesti Menningarnætur í Reykjavík í dag. Á þriðja hundrað viðburða voru á dagskrá og er búist við að yfir hundrað þúsund manns leggi leið sína í miðborgina í dag og í kvöld. Borgarstjóri setti Menningarnótt með formlegum hætti á Hafnartorgi í hádeginu en óhætt er að segja að líf og fjör hafi verið í borginni í allan dag enda nóg um að vera.Veðrið lék við gesti Menningarnætur í dag og var nóg um að vera í borginni.Vísir/VilhelmYfir fjórtán þúsund manns tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu sem ræst var af stað í morgun sem er metfjöldi en að vanda var keppt í nokkrum greinum. Slökkviliðið var með mikinn viðbúnað á svæðinu en sinnti í ár færri tilfellum sem tengjast hlaupinu en oft áður. Auk hlaupsins var ótalmargt annað á dagskrá en á meðan flestir spókuðu sig í sólinni voru aðrir sem stóðu vaktina við hin ýmsu verkefni. Þá buðu íbúar við Grettisgötu í vöfflur og fjöldi fólks nýtti tækifærið og fór í ódýrt útsýnisflug yfir borgina hjá Reykjavik Helicopters svo fátt eitt sé nefnt. Í flugskýli fyrirtækisins, sem er jafnframt það elsta á landinu, var jafnframt boðið upp á ljósmyndasýningu. Yfir fjórtán þúsund manns tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu sem ræst var af stað í morgunVísir/Vilhelm Menningarnótt Reykjavík Tengdar fréttir Bein útsending: Garðpartý Bylgjunnar á Menningarnótt Veislan hefst klukkan 18, stendur til 22:45 og eru að sjálfsögðu allir velkomnir. Aðgangur er ókeypis og sömuleiðis veitingarnar. 18. ágúst 2018 17:00 Á annað hundrað þúsund manns í miðbænum Á þriðja hundrað viðburðir eru skipulagðir í Reykjavíkurborg á Menningarnótt sem verður sett nú í hádeginu. Búist er fleiri en hundrað þúsund manns sæki miðborgina heim og segir borgarstjóri að með mikilli skipulagningu þoli innviðir borgarinnar alla þá aðsókn sem verður fram á kvöld. 18. ágúst 2018 13:58 Ráðherra skenkir súpu Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra mun skenkja súpu í súputjaldi Nettó á Menningarnótt. Alls verða notuð rúmlega hundrað kíló af hráefni sem ekki þykir uppfylla útlitsstaða, eða er nærri síðasta söludegi. 18. ágúst 2018 11:00 Menningarmógúlar mæla með þessum viðburðum á Menningarnótt Fréttablaðið fékk fjóra menningarmógúla til þess að velja sér þrjá skemmtilega viðburði á Menningarnótt sem höfða til þeirra. Þau Arnar Eggert, Jóna, Lóa og Matthías Tryggvi mæla með nokkrum góðum. 18. ágúst 2018 08:00 Skutluþjónusta í boði á Menningarnótt Strætó hvetur ökumenn til að nýta sér skutluþjónustu sem verður í boði á Menningarnótt. Þannig munu strætisvagnar aka frá Laugardalshöll, um Borgartún, að Hlemmi og beinustu leið upp að Hallgrímskirkju og til baka. 18. ágúst 2018 07:30 Ók ölvaður inn á hátíðarsvæði Menningarnætur Lögregla þurfti í dag að hafa afskipti af ölvuðum ökumanni sem virt hafði lokanir að vettugi. Að öðru leyti fer hátíðin vel af stað. Búist er við miklum fjölda fólks í miðbænum. 18. ágúst 2018 18:37 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
„Þetta eru um þúsund bombur og eitthvað af blysum og dóti, þetta er það mikið að við erum með þrjá stútfulla gáma og það dugði ekki til,“ segir Kjartan Óli Valsson skotstjóri flugeldasýningarinnar. Sýningin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár, hún varir í um sex og hálfa mínútu að sögn Kjartans Óla og hefst klukkan ellefu í kvöld. Veðrið hefur leikið við gesti Menningarnætur í Reykjavík í dag. Á þriðja hundrað viðburða voru á dagskrá og er búist við að yfir hundrað þúsund manns leggi leið sína í miðborgina í dag og í kvöld. Borgarstjóri setti Menningarnótt með formlegum hætti á Hafnartorgi í hádeginu en óhætt er að segja að líf og fjör hafi verið í borginni í allan dag enda nóg um að vera.Veðrið lék við gesti Menningarnætur í dag og var nóg um að vera í borginni.Vísir/VilhelmYfir fjórtán þúsund manns tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu sem ræst var af stað í morgun sem er metfjöldi en að vanda var keppt í nokkrum greinum. Slökkviliðið var með mikinn viðbúnað á svæðinu en sinnti í ár færri tilfellum sem tengjast hlaupinu en oft áður. Auk hlaupsins var ótalmargt annað á dagskrá en á meðan flestir spókuðu sig í sólinni voru aðrir sem stóðu vaktina við hin ýmsu verkefni. Þá buðu íbúar við Grettisgötu í vöfflur og fjöldi fólks nýtti tækifærið og fór í ódýrt útsýnisflug yfir borgina hjá Reykjavik Helicopters svo fátt eitt sé nefnt. Í flugskýli fyrirtækisins, sem er jafnframt það elsta á landinu, var jafnframt boðið upp á ljósmyndasýningu. Yfir fjórtán þúsund manns tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu sem ræst var af stað í morgunVísir/Vilhelm
Menningarnótt Reykjavík Tengdar fréttir Bein útsending: Garðpartý Bylgjunnar á Menningarnótt Veislan hefst klukkan 18, stendur til 22:45 og eru að sjálfsögðu allir velkomnir. Aðgangur er ókeypis og sömuleiðis veitingarnar. 18. ágúst 2018 17:00 Á annað hundrað þúsund manns í miðbænum Á þriðja hundrað viðburðir eru skipulagðir í Reykjavíkurborg á Menningarnótt sem verður sett nú í hádeginu. Búist er fleiri en hundrað þúsund manns sæki miðborgina heim og segir borgarstjóri að með mikilli skipulagningu þoli innviðir borgarinnar alla þá aðsókn sem verður fram á kvöld. 18. ágúst 2018 13:58 Ráðherra skenkir súpu Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra mun skenkja súpu í súputjaldi Nettó á Menningarnótt. Alls verða notuð rúmlega hundrað kíló af hráefni sem ekki þykir uppfylla útlitsstaða, eða er nærri síðasta söludegi. 18. ágúst 2018 11:00 Menningarmógúlar mæla með þessum viðburðum á Menningarnótt Fréttablaðið fékk fjóra menningarmógúla til þess að velja sér þrjá skemmtilega viðburði á Menningarnótt sem höfða til þeirra. Þau Arnar Eggert, Jóna, Lóa og Matthías Tryggvi mæla með nokkrum góðum. 18. ágúst 2018 08:00 Skutluþjónusta í boði á Menningarnótt Strætó hvetur ökumenn til að nýta sér skutluþjónustu sem verður í boði á Menningarnótt. Þannig munu strætisvagnar aka frá Laugardalshöll, um Borgartún, að Hlemmi og beinustu leið upp að Hallgrímskirkju og til baka. 18. ágúst 2018 07:30 Ók ölvaður inn á hátíðarsvæði Menningarnætur Lögregla þurfti í dag að hafa afskipti af ölvuðum ökumanni sem virt hafði lokanir að vettugi. Að öðru leyti fer hátíðin vel af stað. Búist er við miklum fjölda fólks í miðbænum. 18. ágúst 2018 18:37 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Bein útsending: Garðpartý Bylgjunnar á Menningarnótt Veislan hefst klukkan 18, stendur til 22:45 og eru að sjálfsögðu allir velkomnir. Aðgangur er ókeypis og sömuleiðis veitingarnar. 18. ágúst 2018 17:00
Á annað hundrað þúsund manns í miðbænum Á þriðja hundrað viðburðir eru skipulagðir í Reykjavíkurborg á Menningarnótt sem verður sett nú í hádeginu. Búist er fleiri en hundrað þúsund manns sæki miðborgina heim og segir borgarstjóri að með mikilli skipulagningu þoli innviðir borgarinnar alla þá aðsókn sem verður fram á kvöld. 18. ágúst 2018 13:58
Ráðherra skenkir súpu Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra mun skenkja súpu í súputjaldi Nettó á Menningarnótt. Alls verða notuð rúmlega hundrað kíló af hráefni sem ekki þykir uppfylla útlitsstaða, eða er nærri síðasta söludegi. 18. ágúst 2018 11:00
Menningarmógúlar mæla með þessum viðburðum á Menningarnótt Fréttablaðið fékk fjóra menningarmógúla til þess að velja sér þrjá skemmtilega viðburði á Menningarnótt sem höfða til þeirra. Þau Arnar Eggert, Jóna, Lóa og Matthías Tryggvi mæla með nokkrum góðum. 18. ágúst 2018 08:00
Skutluþjónusta í boði á Menningarnótt Strætó hvetur ökumenn til að nýta sér skutluþjónustu sem verður í boði á Menningarnótt. Þannig munu strætisvagnar aka frá Laugardalshöll, um Borgartún, að Hlemmi og beinustu leið upp að Hallgrímskirkju og til baka. 18. ágúst 2018 07:30
Ók ölvaður inn á hátíðarsvæði Menningarnætur Lögregla þurfti í dag að hafa afskipti af ölvuðum ökumanni sem virt hafði lokanir að vettugi. Að öðru leyti fer hátíðin vel af stað. Búist er við miklum fjölda fólks í miðbænum. 18. ágúst 2018 18:37