Rannsókn á falli Sunnu og Skáksambandsmálinu enn í gangi Birgir Olgeirsson skrifar 2. ágúst 2018 10:56 Sunna Elvíra Þorkelsdóttir lamaðist eftir fall á heimili sínu á Spáni í vetur. Vísir/Egill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er enn með Skáksambandsmálið til rannsóknar. Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar, segir í samtali við Vísi að beðið sé eftir gögnum frá spænskum lögregluyfirvöldum svo hægt sé að ljúka rannsókninni. Málið varðar fíkniefnainnflutning frá Spáni en efnin voru falin í skákmunum sem sendir voru á Skáksamband Íslands sem hefur aðsetur í Skeifunni. Af þeim sökum hefur málið verið tengt sambandinu.Sjá einnig: Amfetamínið sem Sigurður tróð í taflmennina barst aldrei til Íslands Sigurður Kristinsson er grunaður um aðild að Skáksambandsmálinu en hann sat í gæsluvarðhaldi í tólf vikur vegna málsins í vetur. Honum var sleppt í apríl síðastliðnum af þeim sökum að ekki má halda mönnum lengur í varðhaldi en tólf vikur án þess að gefa út ákæru. Var hann úrskurðaður í farbann eftir að hafa losnað úr gæsluvarðhaldi. Lögreglan taldi rannsókn sinni á málinu lokið og sendi það í apríl síðastliðnum til embættis héraðssaksóknara. Embættið sendi málið svo aftur til lögreglu og óskaði eftir frekari gögnum.Gagnaöflun lokahnykkurinn Rannsókn lögreglu miðar að því þessa stundina að fá gögn frá Spáni til að geta lokið rannsókninni og sent það til héraðssaksóknara á ný. Karl Steinar gerir ráð fyrir að málið muni fara til embættisins með haustinu. Í samtali við Vísi segir hann ekkert nýtt komið fram við rannsóknina frá því lögreglan fékk málið aftur í fangið frá héraðssaksóknara.Sigurður KristinssonVísir/VilhelmSigurður er eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem slasaðist á heimili þeirra á Malaga á Spáni í janúar síðastliðnum. Sunna Elvira var sett í farbann á Spáni þegar eiginmaður hennar Sigurður Kristinsson var handtekinn í janúar hér á landi grunaður um aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi. Farbanninu yfir Sunnu var aflétt í mars og hún flutt til Íslands með sjúkraflugi. Þaðan var farið með hana á endurhæfingardeildina á Grensás en hún var útskrifuð þaðan í júní síðastliðnum.Rannsaka fall SunnuGreint var frá því að lögreglan hefði hafið sjálfstæða rannsókn á því hvort Sigurður hefði átt þátt í því að Sunna Elvíra féll niður um fjóra metra á heimili þeirra á Spáni. Sunna slasaðist alvarlega við fallið og er í lömuð í dag. Karl Steinar segist lítið geta sagt um þá rannsókn annað en að hún er enn í gangi.Tveimur slepptÍ gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Sigurði kom fram að hann segist sjálfur hafa komið efnunum fyrir í skákmunum og sent til Íslands. Spænsk og íslensk lögregluyfirvöld virðast hafa verið vel með á nótunum því áður en skákmunirnir voru sendir frá Spáni til Íslands var fíkniefnunum skipt út fyrir gerviefni. Tveir menn til viðbótar voru handteknir á Íslandi vegna rannsóknar málsins en þeim báðum var sleppt. Karl Steinar segist ekki geta að svo stöddu tjáð sig um hversu margir hafa stöðu sakbornings í Skáksambandsmálinu. Mál Sunnu Elviru Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er enn með Skáksambandsmálið til rannsóknar. Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar, segir í samtali við Vísi að beðið sé eftir gögnum frá spænskum lögregluyfirvöldum svo hægt sé að ljúka rannsókninni. Málið varðar fíkniefnainnflutning frá Spáni en efnin voru falin í skákmunum sem sendir voru á Skáksamband Íslands sem hefur aðsetur í Skeifunni. Af þeim sökum hefur málið verið tengt sambandinu.Sjá einnig: Amfetamínið sem Sigurður tróð í taflmennina barst aldrei til Íslands Sigurður Kristinsson er grunaður um aðild að Skáksambandsmálinu en hann sat í gæsluvarðhaldi í tólf vikur vegna málsins í vetur. Honum var sleppt í apríl síðastliðnum af þeim sökum að ekki má halda mönnum lengur í varðhaldi en tólf vikur án þess að gefa út ákæru. Var hann úrskurðaður í farbann eftir að hafa losnað úr gæsluvarðhaldi. Lögreglan taldi rannsókn sinni á málinu lokið og sendi það í apríl síðastliðnum til embættis héraðssaksóknara. Embættið sendi málið svo aftur til lögreglu og óskaði eftir frekari gögnum.Gagnaöflun lokahnykkurinn Rannsókn lögreglu miðar að því þessa stundina að fá gögn frá Spáni til að geta lokið rannsókninni og sent það til héraðssaksóknara á ný. Karl Steinar gerir ráð fyrir að málið muni fara til embættisins með haustinu. Í samtali við Vísi segir hann ekkert nýtt komið fram við rannsóknina frá því lögreglan fékk málið aftur í fangið frá héraðssaksóknara.Sigurður KristinssonVísir/VilhelmSigurður er eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem slasaðist á heimili þeirra á Malaga á Spáni í janúar síðastliðnum. Sunna Elvira var sett í farbann á Spáni þegar eiginmaður hennar Sigurður Kristinsson var handtekinn í janúar hér á landi grunaður um aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi. Farbanninu yfir Sunnu var aflétt í mars og hún flutt til Íslands með sjúkraflugi. Þaðan var farið með hana á endurhæfingardeildina á Grensás en hún var útskrifuð þaðan í júní síðastliðnum.Rannsaka fall SunnuGreint var frá því að lögreglan hefði hafið sjálfstæða rannsókn á því hvort Sigurður hefði átt þátt í því að Sunna Elvíra féll niður um fjóra metra á heimili þeirra á Spáni. Sunna slasaðist alvarlega við fallið og er í lömuð í dag. Karl Steinar segist lítið geta sagt um þá rannsókn annað en að hún er enn í gangi.Tveimur slepptÍ gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Sigurði kom fram að hann segist sjálfur hafa komið efnunum fyrir í skákmunum og sent til Íslands. Spænsk og íslensk lögregluyfirvöld virðast hafa verið vel með á nótunum því áður en skákmunirnir voru sendir frá Spáni til Íslands var fíkniefnunum skipt út fyrir gerviefni. Tveir menn til viðbótar voru handteknir á Íslandi vegna rannsóknar málsins en þeim báðum var sleppt. Karl Steinar segist ekki geta að svo stöddu tjáð sig um hversu margir hafa stöðu sakbornings í Skáksambandsmálinu.
Mál Sunnu Elviru Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira