Gjörningur í kirkjunni í Hrísey hryggir íbúana Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. ágúst 2018 07:00 Snorri Ásmundsson heldur guðsþjónustu í Hríseyjarkirkju. „Okkur þykir leitt að fólk skuli misnota kirkjuna,“ segir Narfi Björgvinsson, formaður sóknarnefndar í Hrísey, um gjörning listamannsins Snorra Ásmundssonar í Hríseyjarkirkju síðastliðinn föstudag. Narfi kveðst hafa fengið símtal á mánudaginn í síðustu viku frá konu sem sé í hópi listamanna sem dvalist hafi í Hrísey og verið að gera fallega hluti. „Við höfum lánað kirkjuna fólki sem hefur komið og haft notalega tónleika. Ég kveikti ekki á þessu nafni, Snorri Ásmundsson, þegar ég sagði já,“ segir Narfi. „Hann fer þarna í messuklæði og annað sem hann hafði engin leyfi til að gera og eiginlega dettur engum í hug að gera. Sennilega er tilgangurinn að stuða,“ segir Narfi. Alls ekki hafi verið um tónleika að ræða heldur eitthvað allt annað sem hann ætli ekki að skilgreina. „Jáið var við tónleikum en þetta voru engir tónleikar og ekkert í ætt við neitt svoleiðis.“ Snorri brá sér í tvo messuskrúða úr kirkjunni. Í öðrum þeirra steig hann í predikunarstólinn og ræddi um sjálfan sig við kirkjugesti sem voru um þrjátíu. Snorri Ásmundsson ræddi meðal annars um ljósbera við gesti sína í Hríseyjarkirkju. Messu Snorra var streymt á Facebook og er myndin þaðan.Listamaðurinn gæddi sér á Prins Pólói áður en hann fór úr fyrri messuskrúðanum og lék á píanó. Gestir sungu að beiðni hans Ó, Jesú bróðir besti tvisvar auk tveggja fyrstu línanna í Bjart er yfir Betlehem. Snorri lék líka á orgelið. Undir lokin kvaðst Snorri vona að allir í kirkjunni færu út úr henni sem ljósberar. „Við getum öll orðið ljósberar. Bara að elska, elska. Elskaðu móður þína, elskaðu föður þinn, elskaðu börnin þín. Bara elska allt saman, þá líður okkur svo vel,“ sagði Snorri sem vill halda áfram að messa. „Ég vona að ég fái að vera með messur aftur, víðsvegar, á fleiri stöðum.“ Narfi segir að engir eftirmálar verði gagnvart listafólkinu. „Það er hægt að teygja það og toga að það þurfi að hreinsa þessi klæði. En ég ætla ekki að segja að hann hafi eyðilagt neitt. Sennilega stendur næst okkur að sýna fyrirgefningu.“ Hins vegar segir Narfi að atburðurinn breyti umgengninni við Hríseyjarkirkju. „Þetta verður náttúrlega til þess að það er ekki hægt að treysta neinum. Ef einhverjir óska eftir afnotum þá þarf það að vera undir einhverjum öðrum formerkjum heldur en við höfum gert; að treysta fólki. Það eru þessi skemmdu epli sem skemma fyrir öðrum.“ Birtist í Fréttablaðinu Hrísey Menning Trúmál Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
„Okkur þykir leitt að fólk skuli misnota kirkjuna,“ segir Narfi Björgvinsson, formaður sóknarnefndar í Hrísey, um gjörning listamannsins Snorra Ásmundssonar í Hríseyjarkirkju síðastliðinn föstudag. Narfi kveðst hafa fengið símtal á mánudaginn í síðustu viku frá konu sem sé í hópi listamanna sem dvalist hafi í Hrísey og verið að gera fallega hluti. „Við höfum lánað kirkjuna fólki sem hefur komið og haft notalega tónleika. Ég kveikti ekki á þessu nafni, Snorri Ásmundsson, þegar ég sagði já,“ segir Narfi. „Hann fer þarna í messuklæði og annað sem hann hafði engin leyfi til að gera og eiginlega dettur engum í hug að gera. Sennilega er tilgangurinn að stuða,“ segir Narfi. Alls ekki hafi verið um tónleika að ræða heldur eitthvað allt annað sem hann ætli ekki að skilgreina. „Jáið var við tónleikum en þetta voru engir tónleikar og ekkert í ætt við neitt svoleiðis.“ Snorri brá sér í tvo messuskrúða úr kirkjunni. Í öðrum þeirra steig hann í predikunarstólinn og ræddi um sjálfan sig við kirkjugesti sem voru um þrjátíu. Snorri Ásmundsson ræddi meðal annars um ljósbera við gesti sína í Hríseyjarkirkju. Messu Snorra var streymt á Facebook og er myndin þaðan.Listamaðurinn gæddi sér á Prins Pólói áður en hann fór úr fyrri messuskrúðanum og lék á píanó. Gestir sungu að beiðni hans Ó, Jesú bróðir besti tvisvar auk tveggja fyrstu línanna í Bjart er yfir Betlehem. Snorri lék líka á orgelið. Undir lokin kvaðst Snorri vona að allir í kirkjunni færu út úr henni sem ljósberar. „Við getum öll orðið ljósberar. Bara að elska, elska. Elskaðu móður þína, elskaðu föður þinn, elskaðu börnin þín. Bara elska allt saman, þá líður okkur svo vel,“ sagði Snorri sem vill halda áfram að messa. „Ég vona að ég fái að vera með messur aftur, víðsvegar, á fleiri stöðum.“ Narfi segir að engir eftirmálar verði gagnvart listafólkinu. „Það er hægt að teygja það og toga að það þurfi að hreinsa þessi klæði. En ég ætla ekki að segja að hann hafi eyðilagt neitt. Sennilega stendur næst okkur að sýna fyrirgefningu.“ Hins vegar segir Narfi að atburðurinn breyti umgengninni við Hríseyjarkirkju. „Þetta verður náttúrlega til þess að það er ekki hægt að treysta neinum. Ef einhverjir óska eftir afnotum þá þarf það að vera undir einhverjum öðrum formerkjum heldur en við höfum gert; að treysta fólki. Það eru þessi skemmdu epli sem skemma fyrir öðrum.“
Birtist í Fréttablaðinu Hrísey Menning Trúmál Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira