Svíi að selja 17 þúsund hektara á Vestfjörðum Benedikt Bóas skrifar 8. ágúst 2018 09:36 Jarðirnar eru allar í einu félagi og seljast sem slíkar. Félagið fer með meirihluta í veiðifélaginu á staðnum. Árið 2016 komu 311 laxar á land. Svíinn John Harald Örneberg hefur haft sínar fjórar jarðir til sölu undanfarin misseri. Verðhugmynd fæst ekki uppgefin en erlendir aðilar hafa verið að sýna jörðunum áhuga. Alls eru jarðirnar 17 þúsund hektarar. Kirkjuból er þeirra stærst, um 8.800 hektarar. Jarðirnar eru í einu félagi og seljast þannig. Félagið fer með meirihluta í veiðifélaginu um Langadalsá og Hvannadalsá, segir í fasteignaauglýsingunni. Davíð Ólafsson, fasteignasali á Fasteignasölunni Borg, segir að lítið sé um áhuga frá innlendum aðilum. Flestar fyrirspurnir um jarðirnar komi frá útlöndum. „Mér finnst útlendingarnir vilja vernda náttúruna og hugsa þetta sem langtímaverkefni. Það er nálgun sem ég þekki ekki alltaf frá Íslendingum,“ segir Davíð og bætir við að málið sé á viðkvæmu stigi. Að öðru leyti geti hann lítið tjáð sig.John Harald Örneberg er ekki sækinn í fjölmiðlaumfjöllun og lítið vitað um hann annað en að í umfjöllun í Fréttablaðinu 2012 segir að hann sé stofnandi og stjórnarformaður fyrirtækisins The Forest Company sem er með trjáræktun í Brasilíu og Kólumbíu og selur við, pappírsdeig og kol til stórra iðnaðarfyrirtækja. Örneberg keypti jarðirnar af Landsbankanum í gegnum félagið Varpland. Í svari Ólafar Nordal, þáverandi innanríkisráðherra við fyrirspurn frá Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, um eignarhald á jörðum árið 2016 segir að 62 jarðir séu að öllu leyti í eigu aðila með lögheimili skráð erlendis en 322 jarðir að hluta í eigu aðila með lögheimili skráð erlendis.Í umfjöllun Bloomberg um jarðakaup erlendra aðila á Íslandi kemur fram að 66,9 prósent landsins séu í eigu Íslendinga, 28 prósent séu í félagi sem enginn viti hver á og aðeins 0,1 prósent í eigu útlendinga. Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Skipulag Tengdar fréttir Sigurður Ingi mótmælir landakaupum erlendra fjárfesta Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir landakaup erlendra fjárfesta á Íslandi vera áhyggjuefni. 9. júlí 2018 18:03 Leiktækin hans Ratcliffes Sir Jim Ratcliffe, John Harald Orneberg og Rudolf Lamprecht eru meðal þeirra sem hafa verið að kaupa upp jarðir hér á landi. Fréttablaðið skoðaði leiktæki þess ríkasta, Ratcliffes, en hann er ríkasti maður Breta. 2. ágúst 2018 06:02 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira
Svíinn John Harald Örneberg hefur haft sínar fjórar jarðir til sölu undanfarin misseri. Verðhugmynd fæst ekki uppgefin en erlendir aðilar hafa verið að sýna jörðunum áhuga. Alls eru jarðirnar 17 þúsund hektarar. Kirkjuból er þeirra stærst, um 8.800 hektarar. Jarðirnar eru í einu félagi og seljast þannig. Félagið fer með meirihluta í veiðifélaginu um Langadalsá og Hvannadalsá, segir í fasteignaauglýsingunni. Davíð Ólafsson, fasteignasali á Fasteignasölunni Borg, segir að lítið sé um áhuga frá innlendum aðilum. Flestar fyrirspurnir um jarðirnar komi frá útlöndum. „Mér finnst útlendingarnir vilja vernda náttúruna og hugsa þetta sem langtímaverkefni. Það er nálgun sem ég þekki ekki alltaf frá Íslendingum,“ segir Davíð og bætir við að málið sé á viðkvæmu stigi. Að öðru leyti geti hann lítið tjáð sig.John Harald Örneberg er ekki sækinn í fjölmiðlaumfjöllun og lítið vitað um hann annað en að í umfjöllun í Fréttablaðinu 2012 segir að hann sé stofnandi og stjórnarformaður fyrirtækisins The Forest Company sem er með trjáræktun í Brasilíu og Kólumbíu og selur við, pappírsdeig og kol til stórra iðnaðarfyrirtækja. Örneberg keypti jarðirnar af Landsbankanum í gegnum félagið Varpland. Í svari Ólafar Nordal, þáverandi innanríkisráðherra við fyrirspurn frá Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, um eignarhald á jörðum árið 2016 segir að 62 jarðir séu að öllu leyti í eigu aðila með lögheimili skráð erlendis en 322 jarðir að hluta í eigu aðila með lögheimili skráð erlendis.Í umfjöllun Bloomberg um jarðakaup erlendra aðila á Íslandi kemur fram að 66,9 prósent landsins séu í eigu Íslendinga, 28 prósent séu í félagi sem enginn viti hver á og aðeins 0,1 prósent í eigu útlendinga.
Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Skipulag Tengdar fréttir Sigurður Ingi mótmælir landakaupum erlendra fjárfesta Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir landakaup erlendra fjárfesta á Íslandi vera áhyggjuefni. 9. júlí 2018 18:03 Leiktækin hans Ratcliffes Sir Jim Ratcliffe, John Harald Orneberg og Rudolf Lamprecht eru meðal þeirra sem hafa verið að kaupa upp jarðir hér á landi. Fréttablaðið skoðaði leiktæki þess ríkasta, Ratcliffes, en hann er ríkasti maður Breta. 2. ágúst 2018 06:02 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira
Sigurður Ingi mótmælir landakaupum erlendra fjárfesta Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir landakaup erlendra fjárfesta á Íslandi vera áhyggjuefni. 9. júlí 2018 18:03
Leiktækin hans Ratcliffes Sir Jim Ratcliffe, John Harald Orneberg og Rudolf Lamprecht eru meðal þeirra sem hafa verið að kaupa upp jarðir hér á landi. Fréttablaðið skoðaði leiktæki þess ríkasta, Ratcliffes, en hann er ríkasti maður Breta. 2. ágúst 2018 06:02