Hjónavígslum á vegum Siðmenntar snarfjölgar Sighvatur Arnmundsson skrifar 9. ágúst 2018 06:00 Hér sést Bjarni Snæbjörnsson, einn af athafnarstjórum Siðmenntar, við hjónavígslu á Búðum á Snæfellsnesi. KRISTÍN MARÍA FYRIR PINK ICELAND „Óskum eftir athöfnum hefur farið fjölgandi á hverju ári síðan við fórum að bjóða upp á þessa þjónustu. Ég held það verði ekkert lát á þessari fjölgun á næstu árum. Giftingar eru mjög algengar meðal erlendra ferðamanna en líka meðal Íslendinga,“ segir Sigurður Hólm Gunnarsson, formaður Siðmenntar. Það sem af er ári hafa 202 hjónavígslur verið framkvæmdar af Siðmennt en allt síðasta ár voru þær 213 talsins. Á vegum félagsins starfa nú á fjórða tug athafnarstjóra en boðið er upp á nafngjafir, útfarir og fermingu auk hjónavígslna. Samkvæmt upplýsingum frá Siðmennt hefur fjöldi Íslendinga sem kjósa að láta félagið sjá um hjónavígsluna tvöfaldast á síðustu fimm árum. Fjöldi erlendra ferðamanna hefur hins vegar margfaldast á þessum tíma. „Við bjóðum af og til upp á námskeið fyrir þá sem hafa áhuga á að gerast athafnarstjórar. Það komast færri að en vilja en við munum þurfa að fjölga meira í framtíðinni eftir því sem eftirspurn eykst.“Sigurður Hólm Gunnarsson, formaður Siðmenntar.Til marks um hina miklu eftirspurn eftir þjónustu Siðmenntar eru 12 athafnir fyrirhugaðar þann 18. ágúst næstkomandi. „Ég held að eftir því sem fleiri eru viðstaddir athafnir á okkar vegum, þeim mun fleiri vita af þessum valkosti og fleiri nýta sér hann. Við höfum ekki auglýst þessa þjónustu sérstaklega. Þetta spyrst einfaldlega út. Það er algengast að við fáum þau svör að fólk hafi heyrt af þessu í gegnum þá sem hafa nýtt sér þjónustuna eða verið viðstaddir athöfn.“ Sjálfur segist Sigurður ekki stjórna mörgum athöfnum en það komi þó fyrir. „Ég er stundum beðinn um að stjórna athöfnum. Það er ótrúlega gaman og einstaklega gefandi að taka þátt í þessu. Ég held að fólk sé að leita að persónulegri athöfn þar sem áherslan er á einstaklingana sjálfa, óháð einhverjum trúarbrögðum. Við leggjum áherslu á hið sammannlega.“ Það er algengt að erlendir ferðamenn sem koma hingað til lands til að láta gifta sig kjósi að láta athöfnina fara fram úti í náttúrunni. „Við förum í rauninni hvert sem er þangað sem brúðhjónin óska. Það getur verið undir fossi, inni í helli en líka bara heima í stofu. Við erum líka stundum inni í Fríkirkjunni en þar er heimilt að vera með veraldlegar hjónavígslur.“ Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Tengdar fréttir Metfjöldi ætlar að fermast borgaralega í ár Enn kjósa þó flestir að fermast í kirkju en fermingarbörn sem fréttastofa ræddi við segja afstöðu sína til trúarinnar aðallega hafa ráðið för við ákvörðunartökuna. 1. apríl 2018 20:00 Meðlimum í þjóðkirkjunni fækkar enn Rúmlega sex hundruð fleiri gengu úr kirkjunni en í hana á fyrsta ársfjórðungi 2018. 14. apríl 2018 08:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
„Óskum eftir athöfnum hefur farið fjölgandi á hverju ári síðan við fórum að bjóða upp á þessa þjónustu. Ég held það verði ekkert lát á þessari fjölgun á næstu árum. Giftingar eru mjög algengar meðal erlendra ferðamanna en líka meðal Íslendinga,“ segir Sigurður Hólm Gunnarsson, formaður Siðmenntar. Það sem af er ári hafa 202 hjónavígslur verið framkvæmdar af Siðmennt en allt síðasta ár voru þær 213 talsins. Á vegum félagsins starfa nú á fjórða tug athafnarstjóra en boðið er upp á nafngjafir, útfarir og fermingu auk hjónavígslna. Samkvæmt upplýsingum frá Siðmennt hefur fjöldi Íslendinga sem kjósa að láta félagið sjá um hjónavígsluna tvöfaldast á síðustu fimm árum. Fjöldi erlendra ferðamanna hefur hins vegar margfaldast á þessum tíma. „Við bjóðum af og til upp á námskeið fyrir þá sem hafa áhuga á að gerast athafnarstjórar. Það komast færri að en vilja en við munum þurfa að fjölga meira í framtíðinni eftir því sem eftirspurn eykst.“Sigurður Hólm Gunnarsson, formaður Siðmenntar.Til marks um hina miklu eftirspurn eftir þjónustu Siðmenntar eru 12 athafnir fyrirhugaðar þann 18. ágúst næstkomandi. „Ég held að eftir því sem fleiri eru viðstaddir athafnir á okkar vegum, þeim mun fleiri vita af þessum valkosti og fleiri nýta sér hann. Við höfum ekki auglýst þessa þjónustu sérstaklega. Þetta spyrst einfaldlega út. Það er algengast að við fáum þau svör að fólk hafi heyrt af þessu í gegnum þá sem hafa nýtt sér þjónustuna eða verið viðstaddir athöfn.“ Sjálfur segist Sigurður ekki stjórna mörgum athöfnum en það komi þó fyrir. „Ég er stundum beðinn um að stjórna athöfnum. Það er ótrúlega gaman og einstaklega gefandi að taka þátt í þessu. Ég held að fólk sé að leita að persónulegri athöfn þar sem áherslan er á einstaklingana sjálfa, óháð einhverjum trúarbrögðum. Við leggjum áherslu á hið sammannlega.“ Það er algengt að erlendir ferðamenn sem koma hingað til lands til að láta gifta sig kjósi að láta athöfnina fara fram úti í náttúrunni. „Við förum í rauninni hvert sem er þangað sem brúðhjónin óska. Það getur verið undir fossi, inni í helli en líka bara heima í stofu. Við erum líka stundum inni í Fríkirkjunni en þar er heimilt að vera með veraldlegar hjónavígslur.“
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Tengdar fréttir Metfjöldi ætlar að fermast borgaralega í ár Enn kjósa þó flestir að fermast í kirkju en fermingarbörn sem fréttastofa ræddi við segja afstöðu sína til trúarinnar aðallega hafa ráðið för við ákvörðunartökuna. 1. apríl 2018 20:00 Meðlimum í þjóðkirkjunni fækkar enn Rúmlega sex hundruð fleiri gengu úr kirkjunni en í hana á fyrsta ársfjórðungi 2018. 14. apríl 2018 08:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Metfjöldi ætlar að fermast borgaralega í ár Enn kjósa þó flestir að fermast í kirkju en fermingarbörn sem fréttastofa ræddi við segja afstöðu sína til trúarinnar aðallega hafa ráðið för við ákvörðunartökuna. 1. apríl 2018 20:00
Meðlimum í þjóðkirkjunni fækkar enn Rúmlega sex hundruð fleiri gengu úr kirkjunni en í hana á fyrsta ársfjórðungi 2018. 14. apríl 2018 08:00